Katrín svaraði fyrir „fullveldisfernur“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með fullveldisfernurnar frá MS í fanginu.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með fullveldisfernurnar frá MS í fanginu. Ljósmynd/Af vefnum fullveldi1918.is

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að því á Alþingi í dag, hvort hvaða fyrirtæki sem er gæti útbúið nýjar umbúðir í tilefni af fullveldisafmæli Íslands og fengið svo forsætisráðherra til þess að sitja fyrir og auglýsa vörurnar.

Tilefni fyrirspurnarinnar eru nýjar „fullveldisfernur“ sem Mjólkursamsalan (MS) hefur útbúið, en þær eru afrakstur samstarfs afmælisnefndar fullveldis Íslands og MS. Á fernunum má finna fróðleiksmola um markverða atburði sem áttu sér stað á fullveldisárinu 1918. Á föstudag veitti forsætisráðherra fyrstu mjólkurfernunum viðtöku, við athöfn í anddyri þinghússins.

Stundin fjallaði um þetta mál í dag og fékk þau svör frá skrifstofustjóra þingsins, Helga Bernódussyni, að reglur hafi ekki verið brotnar er forsætisráðherra sat fyrir með mjólkurfernurnar í anddyri hússins.

„Reglan er sú að húsið er ekki notað til kynningar á vörum og við teljum nú að það hafi ekki verið í þessu tilviki,“ sagði Helgi við Stundina og lagði áherslu á að þetta væri viðburður tengdur fullveldisafmælinu.

Forsætisráðherra líklega mesti áhrifavaldur landsins

„Í ríkissjónvarpinu hafa verið sýndir þættir síðustu vikurnar sem eru kallaðir Sítengd. Þar er farið yfir áhrif af markaðssetningu áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Í ljósi þess hlýtur maður að spyrja: Hvað kostar klukkustund með forsætisráðherra, líklega mesta áhrifavaldi landsins? Er virkilega ekki um dulda auglýsingu að ræða? Hefði mögulega átt að setja undir myndina #samstarf, eins og Neytendastofa hefur ítrekað bent á að sé nauðsynleg forsenda þess að neytendur átti sig á hvort um dulda auglýsingu sé að ræða eða ekki?,“ spurði Þorgerður Katrín.

Í svari sínu sagði þakkaði Katrín fyrir áhugaverða fyrirspurn og útskýrði að aldarafmælisnefnd, þar sem fulltrúar allra flokka sitji, hefði beðið sig um að taka á móti mjólkurfernunum sem um ræðir.

„Ég kannaði hvort þessi atburður væri með leyfi Alþingis því að við vitum að Alþingishúsið hefur stundum verið notað án leyfis í slíkum tilgangi. Fékkst það staðfest að svo væri og þetta var gert með leyfi Alþingis. Þar sem ég hef tekið þátt í óteljandi viðburðum á þessu afmælisári tengdum fullveldinu, bæði með einkafyrirtækjum, frjálsum félagasamtökum og stofnunum, sá ég í í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að veita þessum mjólkurfernum viðtöku,“ sagði Katrín, sem einnig þakkaði Þorgerði Katrínu „fyrir að hafa þá trú á forsætisráðherra að hún teljist í hópi hinna miklu áhrifavalda á samfélagsmiðlum“ en sagðist sjálf ekki viss um að svo væri.

Þorgerður Katrín sagðist miður sín yfir svari Katrínar og telur ljóst um að dulda auglýsingu hafi verið að ræða, innan veggja þinghússins. Hún spurði hvernig forsætisráðherra myndi taka í svipaðar tillögur í framtíðinni og hvort ekki væri rétt að setja einhvern ramma utan um atburði sem þessa.

Katrín lagði til að Þorgerður Katrín myndi taka þetta mál upp við forsætisnefnd Alþingis, sem marki stefnu um notkun þinghússins.

„Ég er algjörlega tilbúin til slíks samtals við hæstvirtan þingmann og aðra um hvernig við nýtum þinghúsið og hvort við viljum setja slíkar skýrari reglur. Ég vil bara ítreka það sem kom fram, að þetta var gert með leyfi yfirstjórnar þingsins að frumkvæði afmælisnefndar Alþingis,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.

mbl.is

Innlent »

Nýtt netaverkstæði rís í Neskaupstað

06:00 Framkvæmdir standa yfir við nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað. Er áætlað að það verði tilbúið í mars á næsta ári. Nýja verkstæðið verður mun stærra en það gamla og mun tilkoma þess leiða til algjörrar byltingar í starfsemi og þjónustumöguleikum Fjarðanets á Austurlandi. Þetta segir Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Fjarðanets. Meira »

Vara við grunsamlegum mannaferðum

05:59 Lögreglan á Norðurlandi eystra varar fólk við grunsamlegum mannaferðum í þéttbýli sem dreifbýli en tilkynnt var um tvö innbrot á Akureyri um helgina og nokkuð um tilkynningar vegna grunsamlegra mannaferða við sveitarbæ í umdæminu. Meira »

Ferðaþjónusta í nýtt útboð

05:30 Á fundi bæjarráðs Kópavogs í síðustu viku var lagt fram erindi frá sviðsstjóra velferðarsviðs þar sem óskað var eftir heimild bæjarráðs til að mega leysa Efstahól ehf. undan samningi um ferðaþjónustu fatlaðra ásamt erindi Efstahóls vegna málsins. Meira »

Styðja við fjölmiðla

05:30 Samning frumvarps um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er langt komin og er stefnt að því að kynna frumvarpsdrögin í Samráðsgáttinni í janúar, að sögn Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Meira »

Ríkið mun ekki bæta miklu við

05:30 „Á næstu árum mun fólki á eftirlaunum fjölga meira en fólki á vinnumarkaði. Kostnaður ríkissjóðs vegna aldurstengdra sjúkdóma og þjónustu við aldraða mun að öllum líkindum aukast. Þeir sem hætta að vinna geta því ekki búist við að hið opinbera bæti miklu við eftirlaunin.“ Meira »

Heklugosin hafi fyrirvara

05:30 Fjölgun nákvæmra mælitækja við Heklu á að gera jarðvísindamönnum kleift að sjá óróleika í eldstöðinni fyrir með lengri fyrirvara en áður hefur verið mögulegt. Meira »

Alþingi setur áfram lögin

05:30 „Af minni hálfu stendur ekki til að styðja mál sem felur í sér framsal, hvorki á auðlindum né á meiri háttar ákvarðanatöku um lagaumgjörð fyrir okkur. Hins vegar er því haldið fram að málið mögulega standist ekki stjórnarskrá. Þetta eru atriði sem við viljum fara vandlega yfir. Meira »

Viðbrögðin jafn vitlaus og ummælin

Í gær, 22:18 Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir lítinn hóp vinstri manna virðast telja sig dómara um hvað sé siðferðilega rétt og virðist þar taka undir með pistli sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birtir á vef sínum í dag. Meira »

„Allt að því vitlaust veður“ á morgun

Í gær, 21:52 „Það hvessir jafnt og þétt eftir því sem líður á morgundaginn. Eftir kl. 17–18 þá verður þetta orðið helvíti slæmt undir Eyjafjöllunum og allra syðst á landinu en þetta gengur nokkuð hratt yfir þannig að um tíu annað kvöld er strax farið að draga stórlega úr þessu allra syðst,“ segir veðurfræðingur. Meira »

Snjóleysi hefur áhrif á sölu jólatrjáa

Í gær, 20:30 Sala á jólatrjám gengur nokkuð vel þrátt fyrir að landsmenn séu margir hverjir ekki enn komnir í jólaskap sökum snjóleysis og almennra leiðinda þegar kemur að veðri. Normannsþinur og íslensk fura í stærðinni 1,5 – 2 metrar eru vinsælustu tegundirnar. Forseti Íslands keypti sér danskt jólatré. Meira »

Gefa geitur, skólastofur og smokka

Í gær, 19:45 Um árabil hefur verið hægt að styrkja góð málefni um hátíðarnar með gjafabréfum. Sífellt bætist í flóruna og verkefnin sem hægt er að styrkja eru mörg. Salan er mikilvæg fjáröflun fyrir samtök og stofnanir á borð við Hjálparstarf kirkjunnar, UNICEF á Íslandi og UNWomen. Meira »

Hálkan lúmsk á Norðurlandi

Í gær, 18:50 „Þetta er ekki að fólk sé illa búið eða glæfraakstur sem veldur. Þetta er aðallega hversu lúmsk hálkan er,“ segir Hilmar Hilmarsson, lögreglumaður á Norðurlandi vestra, í samtali við mbl.is. Fimm umferðaróhöpp hafa átt sér stað í umdæminu um helgina og er aðallega um bílveltur að ræða. Engin alvarleg slys hafa orðið á fólki. Meira »

Eiga rétt á að velja hvar þeir búa

Í gær, 18:30 Það er klárt brot á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að þvinga einstakling til búsetu einhvers staðar, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. RÚV greindi í gær frá karlmanni með alvarlegan geðsjúkdóm sem var komið fyrir á sveitabæ á Austurlandi því ekki voru önnur úrræði í boði. Meira »

„Milljón væri stórsigur“

Í gær, 18:00 Söfnun sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir Frú Ragnheiði sem fer fram með vikulöngum róðri í verslun Under Armour í Kringlunni gengur gríðarlega vel og upphaflega markmiðinu hefur þegar verið náð. Talið er að milli ríflega sex hundrað þúsund krónur hafi safnast nú þegar og mórallinn er góður. Meira »

„Það er tundurdufl – skipið er að sökkva!“

Í gær, 17:02 Þrír hildarleikir á þremur árum eru umfjöllunarefni nýjustu bókar Óttars Sveinssonar. Með góðfúslegu leyfi Óttars er hér stuttlega gripið niður í einn þeirra atburða sem greint er frá. Meira »

Ekki áður í svo stórum verkefnum

Í gær, 16:02 Reykjavíkurborg og íslenska ríkið eru formlega búin að sækja um að fá að halda 33. verðlaunahátíð evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. Þetta staðfestir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Meira »

VG og Samfylkingin sitja á bar

Í gær, 15:50 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti í dag pistil á vefsíðu sinni þar sem velt er upp hver viðbrögð af Klausturmálinu hefðu verið ef annar flokkur en Miðflokkurinn ætti í hlut. Segist hann hafa fengið að birta pistilinn og kveðst vona að einhverjum þyki þetta jafn áhugavert og sér. Meira »

Veggjöld samþykkt eftir áramót

Í gær, 14:01 Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir að samgönguáætlun verði afgreidd snemma á nýju ári. Full samstaða er meðal ríkisstjórnarflokkanna um afgreiðslu samgönguáætlunar en samkomulag var gert milli ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um að samgönguáætlun verði í forgangi þegar þing kemur saman að nýju eftir jólafrí. Meira »

„Þarna er mikilvægum áfanga náð“

Í gær, 13:23 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir niðurstöðuna á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í Póllandi í gær vera mikilvægan áfanga þó að enn standi ákveðin atriði út af sem þurfi að klára á ráðstefnunni að ári. Meira »
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Bækurnar að vestan slá í gegn!
Hvaða nýju bækur skyldu þetta nú vera? Brautryðjendur fyrir vestan, Að fortíð s...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
ALVÖRU KERRUR FYRIR ATHAFNAFÓLK
Vorum að fá sendingu m.a. af 2 tonna og 2,6 tonna kerrum, tveggja öxla, möguleik...