Katrín svaraði fyrir „fullveldisfernur“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með fullveldisfernurnar frá MS í fanginu.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með fullveldisfernurnar frá MS í fanginu. Ljósmynd/Af vefnum fullveldi1918.is

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að því á Alþingi í dag, hvort hvaða fyrirtæki sem er gæti útbúið nýjar umbúðir í tilefni af fullveldisafmæli Íslands og fengið svo forsætisráðherra til þess að sitja fyrir og auglýsa vörurnar.

Tilefni fyrirspurnarinnar eru nýjar „fullveldisfernur“ sem Mjólkursamsalan (MS) hefur útbúið, en þær eru afrakstur samstarfs afmælisnefndar fullveldis Íslands og MS. Á fernunum má finna fróðleiksmola um markverða atburði sem áttu sér stað á fullveldisárinu 1918. Á föstudag veitti forsætisráðherra fyrstu mjólkurfernunum viðtöku, við athöfn í anddyri þinghússins.

Stundin fjallaði um þetta mál í dag og fékk þau svör frá skrifstofustjóra þingsins, Helga Bernódussyni, að reglur hafi ekki verið brotnar er forsætisráðherra sat fyrir með mjólkurfernurnar í anddyri hússins.

„Reglan er sú að húsið er ekki notað til kynningar á vörum og við teljum nú að það hafi ekki verið í þessu tilviki,“ sagði Helgi við Stundina og lagði áherslu á að þetta væri viðburður tengdur fullveldisafmælinu.

Forsætisráðherra líklega mesti áhrifavaldur landsins

„Í ríkissjónvarpinu hafa verið sýndir þættir síðustu vikurnar sem eru kallaðir Sítengd. Þar er farið yfir áhrif af markaðssetningu áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Í ljósi þess hlýtur maður að spyrja: Hvað kostar klukkustund með forsætisráðherra, líklega mesta áhrifavaldi landsins? Er virkilega ekki um dulda auglýsingu að ræða? Hefði mögulega átt að setja undir myndina #samstarf, eins og Neytendastofa hefur ítrekað bent á að sé nauðsynleg forsenda þess að neytendur átti sig á hvort um dulda auglýsingu sé að ræða eða ekki?,“ spurði Þorgerður Katrín.

Í svari sínu sagði þakkaði Katrín fyrir áhugaverða fyrirspurn og útskýrði að aldarafmælisnefnd, þar sem fulltrúar allra flokka sitji, hefði beðið sig um að taka á móti mjólkurfernunum sem um ræðir.

„Ég kannaði hvort þessi atburður væri með leyfi Alþingis því að við vitum að Alþingishúsið hefur stundum verið notað án leyfis í slíkum tilgangi. Fékkst það staðfest að svo væri og þetta var gert með leyfi Alþingis. Þar sem ég hef tekið þátt í óteljandi viðburðum á þessu afmælisári tengdum fullveldinu, bæði með einkafyrirtækjum, frjálsum félagasamtökum og stofnunum, sá ég í í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að veita þessum mjólkurfernum viðtöku,“ sagði Katrín, sem einnig þakkaði Þorgerði Katrínu „fyrir að hafa þá trú á forsætisráðherra að hún teljist í hópi hinna miklu áhrifavalda á samfélagsmiðlum“ en sagðist sjálf ekki viss um að svo væri.

Þorgerður Katrín sagðist miður sín yfir svari Katrínar og telur ljóst um að dulda auglýsingu hafi verið að ræða, innan veggja þinghússins. Hún spurði hvernig forsætisráðherra myndi taka í svipaðar tillögur í framtíðinni og hvort ekki væri rétt að setja einhvern ramma utan um atburði sem þessa.

Katrín lagði til að Þorgerður Katrín myndi taka þetta mál upp við forsætisnefnd Alþingis, sem marki stefnu um notkun þinghússins.

„Ég er algjörlega tilbúin til slíks samtals við hæstvirtan þingmann og aðra um hvernig við nýtum þinghúsið og hvort við viljum setja slíkar skýrari reglur. Ég vil bara ítreka það sem kom fram, að þetta var gert með leyfi yfirstjórnar þingsins að frumkvæði afmælisnefndar Alþingis,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.

mbl.is

Innlent »

Ákvörðun Katrínar vekur heimsathygli

12:02 Er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sýna samnorrænum ráðherrum sínum stuðning með því að vera ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands í byrjun næsta mánaðar? Meira »

Þeir sem vita gefi sig fram

11:45 „Ég hvet þá sem enn eru á lífi og vita hvað gerðist í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að stíga fram og útskýra hvað gerðist. Fyrr lýkur þessum málum ekki.“ Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar eins þeirra sakborninga í málinu sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra. Meira »

Ræða verklag lögreglu á borgarhátíðum

11:39 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur boðað komu sína á fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í dag, en þar verður verklag lögreglu á hátíðum á vegum borgarinnar til umræðu. Meira »

Þór dregur fiskibát í land

11:34 Skipstjóri á fiskibáti með bilaða stýrisvél á Húnaflóa hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar snemma í morgun og óskaði eftir aðstoð. Meira »

CLN-máli áfrýjað til Landréttar

11:21 Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða, sem einnig hefur verið kallað Chesterfield-málið, til Landsréttar. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að ráða í 98% stöðugilda

11:17 Búið var að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum þann 16. ágúst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Er ekki seinna vænna, enda hefst skólastarf í grunnskólum í dag. Meira »

Allt að árs bið eftir gigtarlækni

10:58 Bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú tveir til tólf mánuðir, sem er mun lengri tími en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Meira »

Styrkja félaga sem lenti í bílslysi

10:46 Annað kvöld fer fram leikur Knattspyrnufélagsins Elliða og Ægis á Würth-vellinum í Árbæ, þar sem fé verður safnað til styrktar Aroni Sigurvinssyni, ungum manni sem lenti í alvarlegu bílslysi til móts við Rauðhóla um verslunarmannahelgina. Hann var tíu daga á gjörgæslu, en er nú á batavegi. Meira »

Á 200 km/klst. í hrauninu

09:42 „Það verður bara asnalegt að keyra bílinn hratt á almennum vegi,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, um útrásina sem fæst af því að keyra hratt í Kvartmílubrautinni. Í vikunni hefur fólki gefist kostur á að prufa nýjustu Porsche-bílana í brautinni og fá kennslu hjá finnskum ökuþór. Meira »

3,1% atvinnuleysi í júlí

09:13 3,1% atvinnuleysi var í júlí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Litlar breytingar voru á milli mánaða og var árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægra en í júní. Meira »

Sandauðnirnar þekja um fimmtung Íslands

08:18 Sandauðnir þekja um 22.000 km2 af Íslandi. Áfokið frá sandauðnunum hefur haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Áður gat sandfokið verið slíkt að búfénaður drapst og bújarðir lögðust í eyði bæði á Suðurlandi og Norðausturlandi. Það voru hamfarir sem fólk í dag á bágt með að skilja. Meira »

Pysjum fjölgar og stofn styrkist

07:57 Ævintýratími er nú runninn upp í Vestmannaeyjum. Helsta skemmtun krakka í bænum er að leita uppi pysjur sem nú á síðsumarskvöldum sveima úr klettum og fjöllum að ljósunum í bænum, en fatast þar flugið. Meira »

Fjarlægðu tvö tonn af drasli úr fjörunni

07:37 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og fjöldi sjálfboðaliða lögðu Marglyttunum og Bláa hernum lið við að hreinsa fjöruna í Mölvík við Grindavík í gærkvöldi. Meira »

Allt að 18 stiga hiti

07:08 Búast má við norðaustlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestanlands, í dag. Skýjað og dálítil væta fyrir austan, en bjartara yfir og þurrt að kalla vestan til. Þó einhverjar smáskúrir síðdegis. Meira »

Erla hyggst stefna ríkinu

06:06 Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna höfnunar endurupptökunefndar á beiðni hennar um að taka upp dóm hennar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, en hún var þar dæmd fyrir meinsæri ásamt tveimur öðrum. Meira »

Möguleg málshöfðun gegn stjórnendum

06:06 Þátttakendur í skuldabréfaútboði WOW air skoða rétt sinn eftir fyrsta skiptafund WOW. Mögulegt er að látið verði reyna á ábyrgð stjórnenda. Meira »

Á yfir tvöföldum hámarkshraða

05:58 Lögreglan svipti tvo ökumenn ökuréttindum til bráðabirgða í gærkvöldi en þeir óku báðir á meira en tvöföldum hámarkshraða innanbæjar. Meira »

Ofurölvi á reiðhjóli auk fleiri brota

05:50 Lögreglan handtók ölvaðan mann í Mosfellsbæ um miðnætti en maðurinn er grunaður um húsbrot, að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, hótanir, að segja ekki til nafns auk fleiri brota. Meira »

Geta ekki leyft sér lúxus

05:30 Íslandspósti er ekki heimilt samkvæmt núgildandi lögum að ákveða einhliða að hætta að gefa út frímerki. Póst- og fjarskiptastofnun bendir þó á að nokkur óvissa ríki um það hvernig þessum málum verði háttað eftir að ný lög um póstþjónustu taka gildi um áramót en þá fellur niður einkaréttur póstsins. Meira »
4949 skart hálfesti og armband
Útskriftargjöf, Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu h...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann.Hafið samband við kattholt@katthol...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4 til leigu
Til leigu er 230 fermetra skrifstofurými í austurenda á 5. og efstu hæð Bolholts...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...