Björgun í höndum útgerðarinnar

Fjordvik strand í grjótgarði í Helguvík.
Fjordvik strand í grjótgarði í Helguvík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útgerð Fjordvik fer nú alfarið með björgun sementsflutningaskipsins á strandstað við Helguvík, að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, en Fjordvik situr enn fast í Helguvík eftir að hafa strandað þar aðfaranótt laugardags.

„Það er ekki lengur verið að bjarga mannslífum og við teljum að það sé búið eins og hægt er að koma í veg fyrir hættu á umhverfisslysi vegna strandsins,“ segir Kjartan Már í Morgunblaðinu í dag.

Í yfirlýsingu sem SMT shipping, sem gerir út Fjordvik, sendi frá sér kom fram að vinna væri í fullum gangi við að koma skipinu á flot og í örugga höfn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert