Fjordvik í brotajárn í Belgíu

Fjordvik á strandstað við Helguvík í byrjun nóvember. 15 manns …
Fjordvik á strandstað við Helguvík í byrjun nóvember. 15 manns var bjargað frá borði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stefnt er að því að sementsflutningaskipið Fjordvik yfirgefi Hafnarfjarðarhöfn í síðasta lagi um miðjan febrúar. Skipinu verður þó ekki siglt héðan heldur verður því fleytt inn í siglandi flotkví (Roll-Dock) og flutt til niðurrifs í Belgíu.

Fjordvik strandaði við hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt 3. nóvember. Áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-GNA, tókst að bjarga fimmtán manns frá borði við erfiðar aðstæður, en skipið lamdist við stórgrýttan hafnargarðinn meðan á aðgerðum stóð.

Tæpri viku síðar tókst að draga skipið af strandstað og inn til Keflavíkur. Þaðan var það síðan dregið yfir til Hafnarfjarðar 15. nóvember. Allar þessar aðgerðir tókust giftusamlega. Fjordvik var tekin upp í þurrkví Orms og Víglundar þar sem meðal annars var soðið upp í gat á síðunni og skipið gert flothelt.

Sjá umfjöllun um áform þessi í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert