Léttir að opinbera sannleikann

Ásdís Halla Bragadóttir fjallar um eldfimt mál í nýrri bók ...
Ásdís Halla Bragadóttir fjallar um eldfimt mál í nýrri bók sinni, Hornauga. mbl.is/Ásdís

„Ég er að birta efni þessarar bókar því ég ætla ekki að flýja; ekki að loka mig af út af skömm og alls ekki að ganga í sjóinn. Ég stjórna ekki hvað gerist þegar sagan kemur út; ég get bara stjórnað hvernig mér líður. Ég er búin að fara í gegnum þessar tilfinningar og hugsanir fram og til baka. Ég er búin að gera það upp við mig að svona vil ég gera þetta og hef til þess stuðning þeirra sem skipta mig mestu máli. Ég stýri því ekki hversu óblítt hornauga samfélagsins verður og verð að taka viðbrögðunum af æðruleysi. Ég þarf ekki viðurkenningu allra. Mér dugar að einhvers staðar sé ein manneskja sem segir að lífið hafi orðið aðeins bærilegra við það að lesa þessa bók.“

Þetta segir Ásdís Halla Bragadóttir sem heldur áfram að rekja flókna fjölskyldusögu sína í bókinni Hornauga sem kom út hjá bókaforlaginu Veröld í gær. Í bókinni kemur fram að Ásdís Halla og hálfbróðir hennar felldu hugi saman eftir að skyldleiki þeirra hafði verið staðfestur með DNA-prófi.

Margir muna eftir fyrstu bók Ásdísar Höllu, Tvísögu, sem kom út fyrir tveimur árum. Í þeirri bók gerir Ásdís Halla upp fortíðina og segir sögu móður sinnar og leitar sinnar að föður sínum. Sú bók endar á að hún kemst að því hver raunverulegur blóðfaðir hennar er. 

Tvísaga vakti verðskuldaða athygli, ekki síst fyrir það að ekkert var dregið undan; Ásdísi Höllu þótti sannleikurinn vera sagna bestur, þótt hann sé ekki alltaf þægilegur. Það sama er uppi á tengingnum í Hornauga.

Aftur skrifar Ásdís Halla fjölskyldusögu sína, en að þessu sinni um fjölskylduna sem hún vissi ekki að hún ætti fyrr en 43 ára gömul. Og allt það sem gerðist í kjölfarið.

Eða eins og hún skrifar sjálf á bókarkápu: „Þegar ég loks horfðist í augu við mín eigin gen í föðurætt tók við atburðarás sem var eins og stjórnlaus hvirfilbylur, bylur sem gekk yfir tilfinningalífið og þurrkaði út allar skilgreiningar á réttu og röngu. Freistandi er að láta sem ekkert hafi gerst því enginn vill vera dæmdur fyrir þá synd sem karlmenn hafa verið hálshöggnir fyrir en konum drekkt.“

Ásdís Halla segist ekkert hafa ætlað sér að gefa út aðra bók. „Ég hefði í mesta lagi getað ímyndað mér að ég ætti eftir að skrifa um formæður mínar. Það gerist eitthvað þegar maður áttar sig á því hverra manna maður er og það var eitthvað við konurnar sem greip mig. Smám saman fór ég að kynna mér sögu þeirra, punktaði niður og geymdi allt sem ég fann. Svo byrjaði ég að skrifa en endaði svo með allt aðra bók en ég ætlaði mér. Ástæðan var einfaldlega sú að þegar ég sat ein fyrir framan tölvuna á kvöldin fór ég að skrifa um það sem ég gat ekki talað um en varð að reyna að skilja,“ segir hún.

Að opinbera sannleikann

Líkt og í Tvísögu spinnast saman í Hornauga tvær ólíkar, en þó skyldar sögur.

„Í þessari bók fléttast saman tvær sögur, annars vegar saga Ingibjargar (langömmu Ásdísar Höllu) og hins vegar hvað gerist í mínu lífi eftir að hið rétta faðerni kemur í ljós og ég kynnist hálfbróður mínum. Eins og ég nefndi áðan átti textinn að vera um formæðurnar en þegar ég sat ein fyrir framan tölvuna fann ég að ég gat ekki skrifað um erfðirnar og fjölskylduna nema opinbera líka það sem hafði verið erfiðast fyrir mig þegar ég sá sjálfa mig í ókunnugu fólki. Smám saman fór ég að skrifa um það sem ég hafði ekki getað talað um við neinn nema manninn minn. Ég fann að með því að skrifa skildi ég smám saman hvað hafði gerst, hvers vegna það hafði gerst og hvernig best væri fyrir mig að vinna úr því. Ég gaf mér langan tíma til að skrifa um þetta og mér fannst gott að móta hugsunina þegar ég sat ein við lyklaborðið. Ég get ekki lýst því í stuttu máli í blaðaviðtali, í fjölskylduboði eða í saumaklúbbum hvað gerðist og ég ætla ekki að reyna að gera það í þessu viðtali en ég geri það í bókinni vegna þess að það sem gerðist milli mín og hálfbróður míns er mjög flókið og illskiljanlegt þeim sem aldrei hafa lent í sambærilegu. Tilfinningarnar komu mér á óvart og drógu dilk á eftir sér en á sama tíma og ég átti engan veginn von á því sem gerðist er ég sannfærð um að ég er ekki eina manneskjan sem hefur glímt við þessa togstreitu. Ég er svo sannfærð um að þessi saga getur hjálpað öðrum sem hafa lent í sambærilegu, eða eiga eftir að kynnast fjölskyldu, systkinum eða ættingjum á fullorðinsárum. Þess vegna finnst mér það eiginlega vera skylda mín að opinbera þessa reynslu mína. En þrátt fyrir það að ég sé búin að skrifa heila bók finnst mér ekki gott að tala um það, ekki einu sinni hér og nú við þig,“ segir Ásdís Halla og talar hægt og vandar orð sín.

Þú opinberar þín leyndarmál frammi fyrir alþjóð þegar flestir hefðu kosið að þegja. Hvers vegna?

„Það eru margar ástæður. Ég fór í gegnum þessa atburðarás og lifði hana af en veit ekki hvernig ég hefði komist í gegnum hana nema vegna þess hve eiginmaðurinn var skilningsríkur og styðjandi. Það er ekkert sjálfsagt við það að njóta trausts og fyrirgefningar og því miður eru ekki allir sem fá annað tækifæri til þess að vinna úr mistökum sínum í ólgusjó lífsins. En ef fólk getur nýtt sér okkar sögu til að fyrirgefa sjálfu sér eða öðrum þá hefur sársaukinn okkar fengið einhvern tilgang. Ef það tekst er þess virði að opinbera leyndarmálin.“

Er léttir að opinbera sannleikann?

„Já, engin spurning. Það er ekki bara óeigingirni að gefa út svona sögu. Ég hef fundið það svo oft, eins og með Tvísögu, að ef maður leggur hlutina á borðið fylgir því mikil frelsun og góð tilfinning. Og það er líka þess vegna sem ég í Hornauga flétta saman tvær sögur, mína og Ingibjargar. Í staðinn fyrir að opinbera sannleikann og horfast í augu við hann flúði Ingibjörg frá Íslandi. Hún fór frá öllum ættingjum, nema yngsta syninum, fór frá öllum vinum og hún kom aldrei aftur. Nema til að deyja. Og þetta hafa margir gert. Ég hef heyrt um örlög fólks sem hefur lent í svipuðum hremmingum og ég og hálfbróðir minn lentum í. Ég hef heyrt um fólk sem hefur flúið. Ég hef heyrt um fólk sem gengið hefur í sjóinn af því að skömmin var svo mikil. En það er ekkert leyndarmál svo stórt að það eigi að hvíla á fólki og engin skömm svo mikil að maður eigi bugast undan henni einn með sjálfum sér.“

Fannstu fyrir skömm?

„Já, ég gerði það. Mér fannst það vont en í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt að skammast sín. Það er ekkert jákvætt við að vera svo óforskammaður að ekkert gangi nærri manni. Það þurfti svo sem enginn að vita hvað gerðist en það truflaði mig að finna fyrir þessum minningum sem af og til kýldu mig í magann. Og ef eitthvað er innra með manni eða í fortíð manns sem hægt er að segja að sé lífsmótandi viðburður, sem hefur áhrif á þroska manns og afstöðu til lífsins, þá er sanngjarnt og eðlilegt að staldra við og veita slíkum atburðum réttmæta athygli. Og þegar ég gerði það hugsaði ég: af hverju ætti ég ekki að tala um þetta?“

Ásdís Halla segist hafa fullt samþykki og stuðning fjölskyldu sinnar fyrir bókinni og opinberunum sem þar er að finna.

„Ég hefði auðvitað ekki gert það nema með þeirra stuðningi eða að minnsta kosti skilningi á því hvers vegna ég kjósi að fara þessa leið. Það hefur enginn sagt við mig að þeir hefðu gert það sama og fáir hafa beint hvatt mig til að gefa söguna út. Þvert á móti hafa nokkrir af þeim örfáum sem hafa lesið handritið sagt, „veistu Halla mín að ef þetta hefði gerst í mínu lífi hefði ég þagað yfir því,“ og ráðlögðu sumir mér að segja ekki frá þessu. En á sama tíma hefur fólk sagt við mig að ef ég velji að deila þessu í þeirri von að það verði til einhvers góðs, þá styðji það mig. En ég veit að þorri fólks er á þeirri skoðun að sumu eigi maður að halda fyrir sig. Sumt sé best gleymt og grafið. Ég geri mér grein fyrir því að ég er að fara út fyrir þægindaramma mjög margra, og ekki síst þeirra sem eiga erfitt með að opinbera tilfinningar sínar. Mörgum finnst gott að geta skýlt sér á bak við það að ekki eigi að ræða persónuleg mál og vilja heimfæra það upp á aðra, ekki síst til þess að hlífa sjálfum sér. Ég skil vel að sumir velji að hvíla innan síns þægindaramma og ég er ekki að segja að allir eigi að opinbera allt. Hver og einn verður að fá að finna sinn eigin takt.“

Viðtalið í heild má lesa í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Innlent »

Ræða bréfaskrif Jóns Baldvins

09:20 Gunnar Hrafn Birgisson, doktor í klínískri sálfræði er gestur Bjartar Ólafsdóttur í þættinum Þingvellir á K100 klukkan tíu. Þau munu meðal annars ræða bréfaskrif Jóns Baldvins Hannibalssonar til Guðrúnar Harðardóttur í þættinum. Meira »

Svipað magn og við krufningar

09:17 Ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna hefur fjölgað gríðarlega undanfarin misseri og rannsókn á blóðsýnum þeirra sýnir svo að ekki verður um villst að margir þeirra sem eru úti í umferðinni eru undir áhrifum vímuefna og eða lyfja. Kvíðalyf eru þar áberandi. Meira »

Unnið að hreinsun gatna

08:09 Hálka og hálkublettir eru á öllum stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu en starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa frá því nótt verið að hreinsa götur og stíga en heldur bætti í snjóinn í nótt. Meira »

Frábær árangur hjá íslensku konunum

07:58 Fimm af þeim átta íslensku ofurhlaupurum sem tóku þátt í Hong Kong ultra-hlaup­inu sem hófst aðfararnótt laugardags luku keppni. Íslensku konurnar stóðu sig frábærlega í hlaupinu en þær luku allar keppni. Tveir af fimm körlum náðu að ljúka hlaupinu. Meira »

Náðist eftir eftirför

07:21 Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu í hverfi 104 á fjórða tímanum í nótt en náðist eftir eftirför. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vara sviptur ökuréttindum. Hann var einn fjölmargra sem var stöðvaður í gærkvöldi og nótt fyrir akstur undir áhrifum vímuefna. Meira »

Stormur og snjókoma í kvöld

07:07 Dagurinn byrjar á klassísku vetrarveðri, suðvestanátt og éljum um landið sunnan- og vestanvert, en víða léttskýjað fyrir austan og frost um allt land. Um kvöldmatarleytið koma skil upp að landinu suðvestanverðu með suðaustan hvassviðri eða stormi og snjókomu. Meira »

Tvö útköll á dælubíla

06:58 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti tveimur brunaútköllum í nótt en í báðum tilvikum tengt eldamennsku.   Meira »

Þrír haldi vegna líkamsárásar

06:51 Lögreglan handtók þrjá menn í Hafnarfirðinum á níunda tímanum í gærkvöldi vegna líkamsárásar, vopnaburðar og vörslu fíkniefna. Mikið álag var á lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt vegna ölvunar og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Gul viðvörun á morgun

Í gær, 22:51 Gul viðvörun er í gildi vegna hríðarveðurs annað kvöld á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðvesturlandi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun á morgun ganga í suðaustan 15-23 m/s undir kvöldið með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu á láglendi. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum vegna takmarkaðs skyggnis og snjó- eða krapaþekju. Meira »

Sara keppir um sæti á heimsleikunum

Í gær, 22:20 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í crossfit, fór vel af stað á öðrum keppnisdegi af þremur á Wodapalooza-mótinu sem fram fer í Miami um helgina. Sigurvegari á mótinu öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í crossfit í ágúst. Meira »

Ísland eins og Havaí árið 1960

Í gær, 21:35 Erlendur Þór Magnússon gekk á Öræfajökul þegar hann var tólf ára gamall og renndi sér niður á snjóbretti. Þetta var árið 1995. Núna er hann meira fyrir sjó en snjó og leitar uppi öldur í kringum landið auk þess að mynda brimbrettafólk við iðju sína. Meira »

Viðtalið ekki á fölskum forsendum

Í gær, 21:26 Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir að ljóst sé að viðtal sem tekið var við Elínu Björg Ragnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fiskiframleiðenda og útflytjenda og birt í fréttaskýringarþættinum Kastljósi árið 2012 hafi ekki verið tekið á fölskum forsendum. Meira »

Línumaður Þjóðverja tók yfir Twitter

Í gær, 21:10 Ísland hóf leik í millriðli 1 á heims­meist­ara­móti karla í hand­bolta þegar þeir mættu heima­mönn­um í Þýskalandi í Lanx­ess Ar­ena í Köln í kvöld. Líkt og í fyrri leikjum liðsins á mótinu fóru íslenskir Twitter-notendur mikinn og hér má sjá brot af því besta sem gekk á á meðan leiknum stóð. Meira »

Tveir með annan vinning

Í gær, 19:51 Tveir lottóspilarar fengu annan vinning í útdrætti Lottó í kvöld og hlutu þeir 166 þúsund krónur hvor. Voru miðarnir seldir á N1 Stórahjalla og í áskrift. Meira »

Ætla í aðgerðir gegn ágengum plöntum

Í gær, 19:24 Á næstunni verða mótaðar tillögur að aðgerðum gegn ágengum plöntum hjá Akureyrarbæ, en ástæða þess er að bregðast við útbreiðslu lúpínu og kerfils í Krossanesborgum og Hrísey. Krossnesborgir er fólkvangur og útivistarsvæði rétt norðan við Akureyri. Meira »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

Í gær, 18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

Í gær, 18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »

Munu baunir bjarga mannkyni?

Í gær, 18:15 Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út árið 2050, gangi ráðleggingar 37 sérfræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

Í gær, 17:51 Erlendur karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag vegna gruns um að hann hefði látið greipar sópa í fríhöfninni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn, sem átti bókað flug til London, og flutti hann á lögreglustöð. Meira »
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
NP þjónusta
NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsinga...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...