Léttir að opinbera sannleikann

Ásdís Halla Bragadóttir fjallar um eldfimt mál í nýrri bók ...
Ásdís Halla Bragadóttir fjallar um eldfimt mál í nýrri bók sinni, Hornauga. mbl.is/Ásdís

„Ég er að birta efni þessarar bókar því ég ætla ekki að flýja; ekki að loka mig af út af skömm og alls ekki að ganga í sjóinn. Ég stjórna ekki hvað gerist þegar sagan kemur út; ég get bara stjórnað hvernig mér líður. Ég er búin að fara í gegnum þessar tilfinningar og hugsanir fram og til baka. Ég er búin að gera það upp við mig að svona vil ég gera þetta og hef til þess stuðning þeirra sem skipta mig mestu máli. Ég stýri því ekki hversu óblítt hornauga samfélagsins verður og verð að taka viðbrögðunum af æðruleysi. Ég þarf ekki viðurkenningu allra. Mér dugar að einhvers staðar sé ein manneskja sem segir að lífið hafi orðið aðeins bærilegra við það að lesa þessa bók.“

Þetta segir Ásdís Halla Bragadóttir sem heldur áfram að rekja flókna fjölskyldusögu sína í bókinni Hornauga sem kom út hjá bókaforlaginu Veröld í gær. Í bókinni kemur fram að Ásdís Halla og hálfbróðir hennar felldu hugi saman eftir að skyldleiki þeirra hafði verið staðfestur með DNA-prófi.

Margir muna eftir fyrstu bók Ásdísar Höllu, Tvísögu, sem kom út fyrir tveimur árum. Í þeirri bók gerir Ásdís Halla upp fortíðina og segir sögu móður sinnar og leitar sinnar að föður sínum. Sú bók endar á að hún kemst að því hver raunverulegur blóðfaðir hennar er. 

Tvísaga vakti verðskuldaða athygli, ekki síst fyrir það að ekkert var dregið undan; Ásdísi Höllu þótti sannleikurinn vera sagna bestur, þótt hann sé ekki alltaf þægilegur. Það sama er uppi á tengingnum í Hornauga.

Aftur skrifar Ásdís Halla fjölskyldusögu sína, en að þessu sinni um fjölskylduna sem hún vissi ekki að hún ætti fyrr en 43 ára gömul. Og allt það sem gerðist í kjölfarið.

Eða eins og hún skrifar sjálf á bókarkápu: „Þegar ég loks horfðist í augu við mín eigin gen í föðurætt tók við atburðarás sem var eins og stjórnlaus hvirfilbylur, bylur sem gekk yfir tilfinningalífið og þurrkaði út allar skilgreiningar á réttu og röngu. Freistandi er að láta sem ekkert hafi gerst því enginn vill vera dæmdur fyrir þá synd sem karlmenn hafa verið hálshöggnir fyrir en konum drekkt.“

Ásdís Halla segist ekkert hafa ætlað sér að gefa út aðra bók. „Ég hefði í mesta lagi getað ímyndað mér að ég ætti eftir að skrifa um formæður mínar. Það gerist eitthvað þegar maður áttar sig á því hverra manna maður er og það var eitthvað við konurnar sem greip mig. Smám saman fór ég að kynna mér sögu þeirra, punktaði niður og geymdi allt sem ég fann. Svo byrjaði ég að skrifa en endaði svo með allt aðra bók en ég ætlaði mér. Ástæðan var einfaldlega sú að þegar ég sat ein fyrir framan tölvuna á kvöldin fór ég að skrifa um það sem ég gat ekki talað um en varð að reyna að skilja,“ segir hún.

Að opinbera sannleikann

Líkt og í Tvísögu spinnast saman í Hornauga tvær ólíkar, en þó skyldar sögur.

„Í þessari bók fléttast saman tvær sögur, annars vegar saga Ingibjargar (langömmu Ásdísar Höllu) og hins vegar hvað gerist í mínu lífi eftir að hið rétta faðerni kemur í ljós og ég kynnist hálfbróður mínum. Eins og ég nefndi áðan átti textinn að vera um formæðurnar en þegar ég sat ein fyrir framan tölvuna fann ég að ég gat ekki skrifað um erfðirnar og fjölskylduna nema opinbera líka það sem hafði verið erfiðast fyrir mig þegar ég sá sjálfa mig í ókunnugu fólki. Smám saman fór ég að skrifa um það sem ég hafði ekki getað talað um við neinn nema manninn minn. Ég fann að með því að skrifa skildi ég smám saman hvað hafði gerst, hvers vegna það hafði gerst og hvernig best væri fyrir mig að vinna úr því. Ég gaf mér langan tíma til að skrifa um þetta og mér fannst gott að móta hugsunina þegar ég sat ein við lyklaborðið. Ég get ekki lýst því í stuttu máli í blaðaviðtali, í fjölskylduboði eða í saumaklúbbum hvað gerðist og ég ætla ekki að reyna að gera það í þessu viðtali en ég geri það í bókinni vegna þess að það sem gerðist milli mín og hálfbróður míns er mjög flókið og illskiljanlegt þeim sem aldrei hafa lent í sambærilegu. Tilfinningarnar komu mér á óvart og drógu dilk á eftir sér en á sama tíma og ég átti engan veginn von á því sem gerðist er ég sannfærð um að ég er ekki eina manneskjan sem hefur glímt við þessa togstreitu. Ég er svo sannfærð um að þessi saga getur hjálpað öðrum sem hafa lent í sambærilegu, eða eiga eftir að kynnast fjölskyldu, systkinum eða ættingjum á fullorðinsárum. Þess vegna finnst mér það eiginlega vera skylda mín að opinbera þessa reynslu mína. En þrátt fyrir það að ég sé búin að skrifa heila bók finnst mér ekki gott að tala um það, ekki einu sinni hér og nú við þig,“ segir Ásdís Halla og talar hægt og vandar orð sín.

Þú opinberar þín leyndarmál frammi fyrir alþjóð þegar flestir hefðu kosið að þegja. Hvers vegna?

„Það eru margar ástæður. Ég fór í gegnum þessa atburðarás og lifði hana af en veit ekki hvernig ég hefði komist í gegnum hana nema vegna þess hve eiginmaðurinn var skilningsríkur og styðjandi. Það er ekkert sjálfsagt við það að njóta trausts og fyrirgefningar og því miður eru ekki allir sem fá annað tækifæri til þess að vinna úr mistökum sínum í ólgusjó lífsins. En ef fólk getur nýtt sér okkar sögu til að fyrirgefa sjálfu sér eða öðrum þá hefur sársaukinn okkar fengið einhvern tilgang. Ef það tekst er þess virði að opinbera leyndarmálin.“

Er léttir að opinbera sannleikann?

„Já, engin spurning. Það er ekki bara óeigingirni að gefa út svona sögu. Ég hef fundið það svo oft, eins og með Tvísögu, að ef maður leggur hlutina á borðið fylgir því mikil frelsun og góð tilfinning. Og það er líka þess vegna sem ég í Hornauga flétta saman tvær sögur, mína og Ingibjargar. Í staðinn fyrir að opinbera sannleikann og horfast í augu við hann flúði Ingibjörg frá Íslandi. Hún fór frá öllum ættingjum, nema yngsta syninum, fór frá öllum vinum og hún kom aldrei aftur. Nema til að deyja. Og þetta hafa margir gert. Ég hef heyrt um örlög fólks sem hefur lent í svipuðum hremmingum og ég og hálfbróðir minn lentum í. Ég hef heyrt um fólk sem hefur flúið. Ég hef heyrt um fólk sem gengið hefur í sjóinn af því að skömmin var svo mikil. En það er ekkert leyndarmál svo stórt að það eigi að hvíla á fólki og engin skömm svo mikil að maður eigi bugast undan henni einn með sjálfum sér.“

Fannstu fyrir skömm?

„Já, ég gerði það. Mér fannst það vont en í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt að skammast sín. Það er ekkert jákvætt við að vera svo óforskammaður að ekkert gangi nærri manni. Það þurfti svo sem enginn að vita hvað gerðist en það truflaði mig að finna fyrir þessum minningum sem af og til kýldu mig í magann. Og ef eitthvað er innra með manni eða í fortíð manns sem hægt er að segja að sé lífsmótandi viðburður, sem hefur áhrif á þroska manns og afstöðu til lífsins, þá er sanngjarnt og eðlilegt að staldra við og veita slíkum atburðum réttmæta athygli. Og þegar ég gerði það hugsaði ég: af hverju ætti ég ekki að tala um þetta?“

Ásdís Halla segist hafa fullt samþykki og stuðning fjölskyldu sinnar fyrir bókinni og opinberunum sem þar er að finna.

„Ég hefði auðvitað ekki gert það nema með þeirra stuðningi eða að minnsta kosti skilningi á því hvers vegna ég kjósi að fara þessa leið. Það hefur enginn sagt við mig að þeir hefðu gert það sama og fáir hafa beint hvatt mig til að gefa söguna út. Þvert á móti hafa nokkrir af þeim örfáum sem hafa lesið handritið sagt, „veistu Halla mín að ef þetta hefði gerst í mínu lífi hefði ég þagað yfir því,“ og ráðlögðu sumir mér að segja ekki frá þessu. En á sama tíma hefur fólk sagt við mig að ef ég velji að deila þessu í þeirri von að það verði til einhvers góðs, þá styðji það mig. En ég veit að þorri fólks er á þeirri skoðun að sumu eigi maður að halda fyrir sig. Sumt sé best gleymt og grafið. Ég geri mér grein fyrir því að ég er að fara út fyrir þægindaramma mjög margra, og ekki síst þeirra sem eiga erfitt með að opinbera tilfinningar sínar. Mörgum finnst gott að geta skýlt sér á bak við það að ekki eigi að ræða persónuleg mál og vilja heimfæra það upp á aðra, ekki síst til þess að hlífa sjálfum sér. Ég skil vel að sumir velji að hvíla innan síns þægindaramma og ég er ekki að segja að allir eigi að opinbera allt. Hver og einn verður að fá að finna sinn eigin takt.“

Viðtalið í heild má lesa í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Innlent »

Fjordvik sett í flotkví í dag

10:35 Verið er að undirbúa að setja Fjordvik í flotkví í Hafnarfjarðarhöfn. Búið er að gera allar þær ráðstafanir sem til þarf, meðal annars að þyngja skipið að framan til að rétta það af, auk þess sem búið er að koma olíuvarnargirðingum og öðru fyrir. Á annað hundrað tonn eru komin framan á skipið. Meira »

Kostnaðaráætlanir standist að jafnaði vel

10:33 Að jafnaði hafa stór verk Vegagerðarinnar undanfarin áratug aðeins farið 7 prósent framúr kostnaðaráætlun hefðbundinna verkefna í vegagerð. Í jarðgangaverkum er kostnaðurinn tæp 109 prósent af kostnaðaráætlun að meðaltali. Meira »

Fjölbreytt efnistök á ráðstefnunni

10:31 Sjávarútvegsráðstefnan hefst í Hörpu í dag og lýkur síðdegis á morgun. Hún er mikilvægur vettvangur fyrir fólk í atvinnugreininni til að koma saman og ráða ráðum sínum, segir Helga Franklínsdóttir, stjórnarformaður ráðstefnunnar. Meira »

Segja ráðherra fara með rangt mál

10:25 Fjármálaráðherra fullyrðir að bætur til lífeyrisþega hafi hækkað um 1,1 milljón króna á ári frá árinu 2010. Það væri hækkun sem næmi hátt í 92 þúsundum á mánuði, á hvern mann í hverjum mánuði undanfarin átta ár. Erfitt er að koma þessum upplýsingum heim og saman við þann veruleika sem öryrkjar búa við. Meira »

„Erum að reyna að laga vond fjárlög“

10:17 Framlag til öryrkja verður áfram fjórir milljarðar og stofnframlög til almennra íbúða verða aukin í tvo milljarða króna, verði breytingartillögur þingmanna Samfylkingarinnar við frumvarp til fjárlaga 2019 samþykktar. Þingmenn flokksins kynntu 17 breytingartillögur á fjárlagafrumvarpinu í morgun. Meira »

Óráðlegt að stunda sjósund í Arnarnesvogi

09:41 Yfirvöld í Garðabæ hafa í samráði við heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sett dælustöðina við Arnarnesvog á yfirfall vegna viðhalds í dag. Meira »

„Mín ítalska móðir“

09:31 Lengi hefur loðað við unga ítalska karlmenn að þeir fari seint úr foreldrahúsum – vilji helst búa sem lengst á „hótel mömmu“. UNICEF, í samstarfi við umboðsmann barna í sikileysku borginni Palermo, hefur komið á laggirnar nýrri útfærslu á ítölsku móðurinni fyrir börn sem eru fylgdarlaus á flótta. Meira »

Landsprent í Stjörnuklúbbi prentsmiðja

08:18 Alþjóðleg samtök blaðaútgefenda, WAN-IFRA, hafa útnefnt Landsprent, prentsmiðju Morgunblaðsins, í svokallaðan Stjörnuklúbb („Star Club“) bestu blaðaprentsmiðja heims. Þar eru fyrir einungis 48 prentsmiðjur víðs vegar um heim. Meira »

Hafa áhyggjur af heróínneyslu hér

07:57 „Það er farið líta á margt sem eðlilegt í tengslum við þessa auknu neyslu og tilefni til að hafa ákveðnar áhyggjur,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn. Meira »

TF-LIF blindflugshæf fyrir jól

07:37 Ein þriggja þyrlna Landhelgisgæslu Íslands, TF-LIF, hefur verið biluð undanfarið og sökum þess ekki mátt sinna verkefnum úti á sjó að nóttu til. Meira »

Snjókoma á Öxnadalsheiði

07:00 Greiðfært er í Húnavatnssýslum en hálka eða hálkublettir eru víða í Skagafirði. Snjóþekja og snjókoma er á Öxnadalsheiði en snjóþekja og éljagangur er í Víkurskarði.  Meira »

Andlát: Erlingur Sigurðarson

06:50 Erlingur Sigurðarson, skáld og fv. kennari, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 12. nóvember sl., sjötugur að aldri.  Meira »

Varað við erfiðum skilyrðum

06:43 Gul viðvörun er í gildi víða á norðan- og austanverðu landinu og eru ferðalangar varaðir við erfiðum akstursskilyrðum og beðnir um að sýna aðgát. Slydda eða snjókoma er á heiðum og fjallvegum norðan- og austanlands. Meira »

Nýkomin frá Nepal

06:00 „Þetta er miklu meira mál heldur en fólk gerir sér grein fyrir, þá aðallega út af hæðinni,“ segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir sem lýsir lungnaerfiðleikum, asmaeinkennum, miklu ryki í dalnum og fleiri þáttum sem spila inn í. Meira »

Líkamsárás, rán og fíkniefni

05:46 Lögreglan handtók seint í gærkvöldi tvo menn í Breiðholtinu sem grunaðir eru um líkamsárás, rán og vörslu fíkniefna.  Mennirnir eru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.  Meira »

Sterkari tilfinning fyrir Kötlugosi

05:30 Mýrdælingar hafa varann á sér gagnvart Kötlu, enda er Kötlugos ekkert gamanmál.   Meira »

Verði miðstöð fyrir N-Atlantshaf

05:30 Gangi áætlanir Isavia eftir munu 14,5 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll um miðjan næsta áratug. Það samsvarar 40 þúsund farþegum á dag og er 45% aukning frá áætlaðri flugumferð í ár. Meira »

Pólitískir aðstoðarmenn þingmanna

05:30 Reikna má með að 6-8 aðstoðarmenn alþingismanna taki til starfa frá næstu áramótum, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Aðstoðarmönnunum verður svo fjölgað út kjörtímabilið þar til fjöldi þeirra nær 15-17. Meira »

Niðurstaðan mikil vonbrigði

05:30 „Tillagan veldur íbúum miklum vonbrigðum. Þar er gert ráð fyrir að byggðar verði 32 íbúðir. Af þeim hafi 24 stæði í bílakjallara. Aðrar íbúðir hafa ekki bílastæði,“ segir Lára Áslaug Sverrisdóttir, lögfræðingur og fulltrúi íbúa í Furugerði í Reykjavík. Meira »
LAGERHREINSUN - FÆÐUBÓTAREFNI Á FRÁBÆRU VERÐI!
Lagerhreinsun á fæðubótarefnum frá þekktum framleiðendum á morgun laugardag 10. ...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...