Hvað vildu Kirgisíumenn á Króknum?

Sauðárkrókur.
Sauðárkrókur. Sigurður Bogi Sævarsson

Forvitnileg frétt var á baksíðu Morgunblaðsins á þessum degi fyrir réttum þrjátíu árum, 11.11. 1988. Hún fjallaði um að fulltrúar frá sovétlýðveldinu Kirgisíu hefðu óskað eftir samvinnu við Loðskinn hf. á Sauðárkróki um uppbyggingu á skinnaiðnaði í lýðveldinu. „Fulltrúar stjórnvalda í Kirgízíju ræddu við fulltrúa Loðskinns hf. og Búnaðarbankans í fyrradag og sagði Eyjólfur Konráð Jónsson stjórnarformaður Loðskinns að fyrirtækið hefði á fundinum tekið vel í þetta mál. Formlegt tilboð Kírgízíjumanna væri væntanlegt á næstu vikum.“

Ennfremur var sagt að „Kírgízíja“ væri fjallaland í Mið-Asíuhluta Sovétríkjanna, við landamæri Kína. Þar væri talsverð sauðfjárrækt og lítið gert með þær tíu milljón gærur sem til falla árlega, og þeim jafnvel hent í stórum stíl. Fulltrúar stjórnvalda í lýðveldinu voru hér á landi m.a. til að kanna möguleika á samvinnu við uppbyggingu skinnaiðnaðar á nokkrum stöðum í landinu. Eyjólfur Konráð sagði að þeir segðust geta samið sjálfir við erlenda aðila og þyrftu viðskiptin ekki að fara um Moskvu.

Séra Matthías Jochumsson.
Séra Matthías Jochumsson.

11.11. 1913 þegar Morgunblaðið var aðeins ríflega vikugamalt var hermt af afmæli broddborgara á forsíðu blaðsins, síra Matthíasar Jochumssonar. Og erfitt átti blaðið með að trúa því að hann væri orðinn 78 ára.
„Ganghraður, snarlegur, orðglettinn og hláturmildur, gáskafenginn og spilandi fjörugur. Svona er hinn árum aldni skáldþulur, sem nú skilur 78 árin að baki sér.“
Og ennfremur: „Vér Reykvíkingar erum svo hepnir að hafa hann meðal vor í dag, og ættum að láta hann sjá, að hann er oss meira en „núll og nichte“.“

Nánar er fjallað um um fréttadaginn 11.11. í sögulegu samhengi í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert