Fleiri lýsa yfir efasemdum um innleiðingu þriðja orkupakkans

Sæstrengur tekinn á land úr kapalskipi við Vestdalseyri í Seyðisfirði.
Sæstrengur tekinn á land úr kapalskipi við Vestdalseyri í Seyðisfirði. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi samþykktu á kjördæmisþingi framsóknarmanna í kjördæminu að hafna þriðja orkupakkanum.

Í stjórnmálaályktun sem samþykkt var á þinginu kemur fram að margt hafi áunnist með EES-samningnum en að þess þurfi að gæta að ekki verði tekið upp ónauðsynlegt og hamlandi regluverk sem sniðið er að aðstæðum á meginlandi Evrópu.

Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir miklar efasemdir meðal framsóknarmanna um innleiðingu þriðja orkupakkans. „Þetta verður rætt á haustfundi miðstjórnar um næstu helgi. Flokksþing hefur ályktað gegn orkupakkanum og þetta er eitthvað sem okkar bakland vill fara gaumgæfulega yfir, enda rík ástæða til,“ segir Lilja og bætir við að það sé skýrt í hennar huga að Framsóknarflokkurinn taki ekki þátt í að samþykkja framsal fullveldis til stofnana sem Ísland eigi ekki aðild að.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert