Hitnar í kolum vegna fiskveiði

ESB hefur krafist óbreytts fyrirkomulags og aðgengis fiskveiðiflota bandalagsríkjanna í …
ESB hefur krafist óbreytts fyrirkomulags og aðgengis fiskveiðiflota bandalagsríkjanna í breskri lögsögu. AFP

Nokkur hiti hefur síðustu daga einkennt viðræður um mál sem tengjast útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB), en lítt hefur miðað í þrátefli um fiskveiðimál. Breska stjórnin varaði í gær ESB við og hvatti sambandið til að „auðsýna meira raunsæi“ á lokaspretti samningaviðræðnanna.

Breskir sjómenn hvetja stjórnina til að gefa ekki tommu eftir. Hent hefur verið á loft hótunum um stríð á miðunum ef floti ESB héldi enn til veiða við Bretland eftir að frestur til samninga rennur út. Einnig herma óstaðfestar fregnir að breski flotinn sé að undirbúa aukinn viðbúnað af sinni hálfu á miðunum til að skakka leikinn ef upp úr sýður.

Pattstaða frá upphafi ársins

Fiskveiðideilunni hefur lítt eða ekkert miðað frá í byrjun ársins. ESB hefur krafist óbreytts fyrirkomulags og aðgengis fiskveiðiflota bandalagsríkjanna í breskri lögsögu. Með öðrum orðum þýddi það óbreytt stjórnun veiðanna eins og fyrir útgöngu Breta úr ESB. Það hefur stjórn Boris Johnson ekki viljað færa í tal. Ásetningur hans er að varpa sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB fyrir róða og taka í stað upp svæðisbundna nýtingu fiskistofna er færði breskum sjómönnum miklu hærri aflaheimildir en áður.

„Forsætisráðherrann er trúfastur þeirri stefnu sinni fyrir kosningar, sem leiddu til umtalsverðs meirihlutasigurs hans í kosningunum í fyrra, að taka aftur við veiðistjórn í efnahagslögsögunni. Það er ásetningur hans að standa við það,“ sagði talsmaður Downing-strætis 10 í gær. Bætti hann því við að mjög mikilvægt væri að fá fiskveiðistjórnunina aftur heim og veita með því breskum sjómönnum aukinn ávinning af fiskistofnum í bresku lögsögunni. Sagði talsmaðurinn að til að ljúka ágreiningi í fiskveiðimálum yrði ESB að auðsýna meiri raunsæi í viðræðunum.

Ummæli talsmannsins féllu eftir fund Boris Johnson og leiðtoga Evrópusambandsins, Ursulu von der Leyen, sem hétu því að „leggja hart að sér“ til að ná samningum um óleyst mál. „Það eru óleyst vandamál sem eftir er að yfirstíga. Það er engin spurning að Evrópusambandið þarf að skilja að við erum gersamlega staðráðnir í að framfylgja okkar eigin lögum og reglum. Að sama skapi verður sambandið að gangast við því að heimflutningur stjórnunar breskra fiskveiða sem við töpuðum frá okkur 1973 er afar mikilvægur,“ sagði Johnson í viðtali við sjónvarpsmanninn Andrew Marr á BBC-stöðinni.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.5.23 440,55 kr/kg
Þorskur, slægður 26.5.23 490,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.5.23 426,23 kr/kg
Ýsa, slægð 26.5.23 244,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.5.23 277,76 kr/kg
Ufsi, slægður 26.5.23 371,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.5.23 152,00 kr/kg
Gullkarfi 26.5.23 384,78 kr/kg
Litli karfi 15.5.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.5.23 192,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.5.23 Auður Vésteins SU-088 Lína
Þorskur 560 kg
Keila 144 kg
Hlýri 91 kg
Steinbítur 35 kg
Ufsi 20 kg
Karfi 2 kg
Samtals 852 kg
28.5.23 Langvía ÍS-416 Sjóstöng
Steinbítur 397 kg
Þorskur 137 kg
Ýsa 21 kg
Karfi 16 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 578 kg
28.5.23 Stuttnefja BA-408 Sjóstöng
Þorskur 200 kg
Samtals 200 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.5.23 440,55 kr/kg
Þorskur, slægður 26.5.23 490,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.5.23 426,23 kr/kg
Ýsa, slægð 26.5.23 244,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.5.23 277,76 kr/kg
Ufsi, slægður 26.5.23 371,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.5.23 152,00 kr/kg
Gullkarfi 26.5.23 384,78 kr/kg
Litli karfi 15.5.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.5.23 192,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.5.23 Auður Vésteins SU-088 Lína
Þorskur 560 kg
Keila 144 kg
Hlýri 91 kg
Steinbítur 35 kg
Ufsi 20 kg
Karfi 2 kg
Samtals 852 kg
28.5.23 Langvía ÍS-416 Sjóstöng
Steinbítur 397 kg
Þorskur 137 kg
Ýsa 21 kg
Karfi 16 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 578 kg
28.5.23 Stuttnefja BA-408 Sjóstöng
Þorskur 200 kg
Samtals 200 kg

Skoða allar landanir »