Pokarnir eru ekki svo slæmir

Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka …
Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti. Ljósmynd/Thinkstock

Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti. Bannið sé ekki sjálfbært í neinu tilliti, skapi kostnað fyrir samfélagið, hafi neikvæð umhverfisáhrif og flæki úrgangsmál að óþörfu.

Enginn hafi sýnt fram á að slíkt bann ætti að vera í forgangi miðað við vistferilsgreiningu hinna ýmsu aðgerða eða að slíkt bann hafi einhver áhrif á viðhorf eða hegðan fólks við innkaup eða úrgangsmál.

Kemur þetta sjónarmið fram í umsögn Sorpu um tillögur samráðsvettvangs um aðgerðaáætlun í plastmálefnum sem skilað var til umhverfisráðherra.

Sorpa vitnar til nýlegrar danskrar rannsóknar á ýmsum gerðum innkaupapoka. Þar komi fram að venjulegir haldapokar úr plasti hafi minnst áhrif á umhverfið.

T.d. þurfi að nota margnota innkaupapoka 52 sinnum til að jafna plastpoka og tvöfalt oftar ef pokinn er notaður tvisvar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »