Opið sjókvíaeldi enn leyft í Noregi

Sjókvíaeldi á Vestfjörðum.
Sjókvíaeldi á Vestfjörðum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Ný leyfi fyrir laxeldi í opnum sjókvíum eru gefin út og rekstur hafinn meðfram mestallri strönd Noregs nánast í viku hverri.

Þetta segir Gunnar Davíðsson, deildarstjóri atvinnuþróunar hjá Troms-fylki í Norður-Noregi, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Gunnar segir það algengan misskilning eða missögn í umræðu um laxeldi á Íslandi að lokað hafi verið fyrir útgáfu á eldisleyfum fyrir opið sjókvíaeldi í Noregi og það sé meginástæða þess að Norðmenn sæki nú til Íslands með eldi í opnum sjókvíum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag birtir Gunnar tölur um útgefin starfsleyfi í laxeldi í Noregi en frá 1980 hafa verið gefin út ríflega 1.000 leyfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert