Þriggja ára stúlka tendraði jólaljósin

Svala Sandgreen, 3 ára, tendraði ljósin á jólatrénu á Ráðhústorgi …
Svala Sandgreen, 3 ára, tendraði ljósin á jólatrénu á Ráðhústorgi í dag og naut hún örlítillar aðstoðar frá jólasveininum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Ljós­in voru kveikt á jóla­trénu á Ráðhús­torgi á Ak­ur­eyri síðdeg­is. Tréð er að vanda gjöf frá vina­bæn­um Rand­ers í Dan­mörku og afhenti Helgi Jóhannesson, konsúll Dana á Akureyri og forstjóri Norðurorku, jólatréð formlega. 

Lúðrasveit Akureyrar spilaði nokkur jólalög undir stjórn Sóleyjar Einarsdóttur og Barnakór Akureyrarkirkju söng með dyggri aðstoð vaskra jólasveina sem komu kafrjóðir til byggða.  Sigrún Magna Þórsteinsdóttir stjórnaði kórnum og spilaði undir.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri sagði einnig nokkur orð og að því loknu tendraði hin þriggja ára gamla Svala Sandgreen ljósin á trénu. Að lokum tóku jólasveinarnir lagið með áhorfendum og gáfu börnunum góðgæti, sum fengu mandarínur en einnig var eitthvað um kartöflur, en það skyggði ekki á gleðina sem tók öll völd á Ráðhústorginu, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Þorgeir Baldursson, fréttaritari Morgunblaðsins, tók. 

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, ásamt vöskum jólasveinum.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, ásamt vöskum jólasveinum. mbl.is/Þorgeir Baldursson
Jólatréð er gjöf frá vinabænum Randers í Danmörku.
Jólatréð er gjöf frá vinabænum Randers í Danmörku. mbl.is/Þorgeir Baldursson
Svala Sandgreen ásamt jólasveinunum norðlensku.
Svala Sandgreen ásamt jólasveinunum norðlensku. mbl.is/Þorgeir Baldursson
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Svala Sandgreen ásamt móður sinni og Helgi …
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Svala Sandgreen ásamt móður sinni og Helgi Jóhannesson, konsúll Dana á Akureyri. mbl.is/Þorgeir Baldursson
Barnakór Akureyrarkirkju söng við tendrunina.
Barnakór Akureyrarkirkju söng við tendrunina. mbl.is/Þorgeir Baldursson
Jólasveinarnir gáfu börnunum góðgæti.
Jólasveinarnir gáfu börnunum góðgæti. mbl.is/Þorgeir Baldursson
Ætli þetta sé Gluggagægir?
Ætli þetta sé Gluggagægir? mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert