Skjálftahrina ríður yfir nærri Eldey á Reykjaneshrygg og mældist stærsti skjálftinn 3,5 rétt eftir kl. hálfníu í kvöld.
Skjálfti af stærðinni 3,0 varð við Eldey einmitt þegar blaðamaður ræddi símleiðis við Bjarka Friis, náttúruvársérfræðing hjá Veðurstofu Íslands..
Yfir 20 skjálftar hafa síðan mælst á svæðinu. Klukkan 21.16 mældist skjálfti 3,2 að stærð.
Bjarki segir ekki óalgengt að skjálftar mælist á svæðinu.
Ólíklegt sé að skjálftarnir nærri Eldey valdi spennubreytingum sem nái til jarðhræringa við Svartsengi, en þó sé ekki hægt að útiloka það.
Dagana 12.-18. febrúar reið hrina skjálfta yfir sama svæði, þar sem um hundrað skjálftar mældust. Stærsti skjálfti þeirrar hrinu var 3,5 að stærð.
Fréttin hefur verið uppfærð.