Ástþór kvartar undan Stöð 2

Ástþór Magnússon vill meiri sýnileika.
Ástþór Magnússon vill meiri sýnileika. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölmiðlanefnd hafa borist fimm kvartanir vegna umfjöllunar fjölmiðla í aðdraganda forsetakosninga. Síðasta kvörtunin barst frá Ástþóri Magnússyni sem kvartaði undan því að fá ekki sæti í forsetakappræðunum sem haldnar voru í gær á Stöð 2.

Þar fengu einungis sex frambjóðendur af þeim 12 sem bjóða sig fram að koma fram. 

Fjórum kvartana hefur þegar verið vísað frá. Þrjár voru frá Axel Pétri Axelssyni, sem tilkynnti um framboð en náði ekki lágmarksfjölda meðmælanda, og ein frá manneskju sem ekki er í framboði. Að sögn Elfu Ýrar Gylfadóttur snúa umkvartanir í öllum tilvikum að því að frambjóðendur fái ekki nægjanlegan sýnileika í fjölmiðlum. 

Elfa segir ekki liggja fyrir hvenær kvörtun Ástþórs verði tekin til umfjöllunar af nefndinni en að hún hafi borist fyrir stuttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert