Einar kominn í mark – 500 kílómetrar

Einar hefur unnið mikla þrekraun og róið í yfir 50 …
Einar hefur unnið mikla þrekraun og róið í yfir 50 klukkustundir. Ljósmynd/Smári Þrastarson

Einar Hansberg hefur lokið 500 kílómetra löngum róðri til styrktar Kristínu Sif og fjölskyldu hennar. Ætlunarverkið tókst nú rétt eftir klukkan tíu, en Kristín Sif reri síðustu tíu kílómetrana með Einari.

Í lok októ­ber missti Krist­ín Sif, einn þátt­ar­stjórn­enda Ísland vakn­ar á K100, mann­inn sinn, mann á besta aldri, skyndi­lega. Einar er góður vinur Kristínar og ákvað að sýna stuðning í verki með því að róa 500 kílómetra.

Hann hefur unnið mikla þrekraun, enda búinn að róa nánast sleitulaust í yfir 50 klukkustundir. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína niður í Crossfit Reykjavík síðan á föstudag til að sýna stuðning.

Fyr­ir þá sem vilja leggja Ein­ari og Krist­ínu Sif og fjöl­skyldu lið er minnt á styrkt­ar­reikn­ing­inn 0326-26-003131 á kenni­tölu 021283-3399.

Kristín Sif faðmar Einar að loknum róðrinum ógurlega.
Kristín Sif faðmar Einar að loknum róðrinum ógurlega. Mynd/Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert