Á eftir minna en maraþon

Einar er enn í góðu standi niðri í Crossfit Reykjavík.
Einar er enn í góðu standi niðri í Crossfit Reykjavík. Ljósmynd/Smári Þrastarson

Einar Hansberg á nú eftir um 35 kílómetra af 500 kílómetra löngum róðri sem hann hóf síðdegis á föstudag. Að sögn Heimis Þórs Árnasonar, bróður kappans, er Einar í góðu standi og kominn svolítill galsi í hann.

„Hann lítur rosalega vel út, það hafa allir orð á því að hann líti betur út en hann gerði snemma á laugardagsmorgninum. Það er galsi í honum, hann keyrði púlsinn á mér upp núna fyrir stuttu. Við erum alltaf passa upp á hraðann hjá honum, að hann fari ekki að ofanda. Hann var með hljóðeinangrandi heyrnartól og vildi fá frið í smástund, svo ég sat bara við hliðina á honum og var í símanum.“

Tókst að hræða bróður sinn

„Svo allt í einu tók ég eftir því hvað hann var farinn að fara hratt, lít á hann og á skjáinn og hraðinn var kominn svolítið hátt upp. Ég ætlaði að reyna að stoppa hann en hann gaf mér bara skrýtið augnaráð. Þá varð ég eitthvað smeykur, en hann fór svo bara að skellihlæja. Þessir fimm kílómetrar voru síðan bara teknir í hláturskasti,“ útskýrir Heimir.

Hann segir það lygilegt hversu vel Einari líður. Hann hefur verið að taka fimm kílómetra í einu, en nú þegar hann sér fyrir endann á róðrinum hefur hann tekið upp á því að lengja vegalengdirnar á milli hvílda. Með þessu áframhaldi ætti hann að ná að klára upp úr klukkan 21.

Kristín Sif ætlar að róa síðustu 10 kílómetrana með Einari.
Kristín Sif ætlar að róa síðustu 10 kílómetrana með Einari. Ljósmynd/Smári Þrastarson

Snemma í gærkvöldi var ákvörðun tekin um að einblína á aðalmarkmiðið, að klára 500 kílómetrana, og hætta að hafa áhyggjur af tímarammanum, sem var farinn að hafa mjög neikvæð áhrif á Einar. Tímamarkmiðið hafi verið ákveðinn eftir á, enda þurfi Crossfit-iðkendur alltaf að hafa tímaramma. „Eins og hitt hafi ekki verið nógu krefjandi,“ segir Heimir léttur í bragði.

Flestir að taka sinn lengsta róður

Róðrarvélarnar í Crossfit Reykjavík eru þéttsetnar og segir Heimir fólk bíða í röðum eftir að fá að róa með Einari. Fólk hafi komið víða að af landinu, svo sem frá Stykkishólmi og Vestmannaeyjum, til að sýna stuðning.

„Flestir sem koma hingað eru að taka sinn lengsta róður,“ segir Heimir. „Stærstur hluti þeirra sem kemur er að taka hálfmaraþon eða maraþon, og hafa kannski mest tekið tvo, þrjá kílómetra áður. Það segja allir að þetta sé miklu minna mál en þeir héldu. Róður er góður.“

Róðrarvélarnar í kring um Einar eru þéttsetnar.
Róðrarvélarnar í kring um Einar eru þéttsetnar. Ljósmynd/Smári Þrastarson
mbl.is

Innlent »

Reykvísk börn læri meira í forritun

19:30 Framboð forritunarnáms og forritunarkennslu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar mun aukast, samkvæmt tillögu sem samþykkt var samhljóða af fulltrúm allra flokka á fundi borgarstjórnar síðdegis í dag. Meira »

Niðurstaða Landsréttar „mjög sjaldgæf“

18:20 Dómur í enn einu dómsmáli þrotabús EK1923 ehf. gegn Skúla Gunnari Sigfússyni, kenndum við Subway eða félögum í hans eigu, féll á föstudaginn sl. Þá dæmdi Landsréttur Skúla til að greiða 2,3 milljónir í skaðabætur til þrotabúsins þrátt fyrir að hann hefði ekki haft formlega stöðu í félaginu. Skiptastjóri þrotabúsins, Sveinn Andri Sveinsson, segir niðurstöðuna mjög sjaldgæfa. Meira »

Takmarkanir og lokanir á Þorláksmessu

17:56 Nokkuð verður um takmarkanir og lokanir á umferð í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg en búast má við fjölda fólks í miðborgina á Þorláksmessu. Meira »

Suðurlandsvegur opinn á ný

17:54 Tveir voru fluttir slasaðir til aðhlynningar í Reykjavík eftir árekstur nærri gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar síðdegis. Lögregla hefur nú rannsakað vettvang slyssins og búið er að opna Suðurlandsveg á ný. Meira »

Hafði farið ránshendi um fríhafnir

17:42 Karlmaður var handtekinn um helgina af lögreglumönnum í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum en hann hafði farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnandi og á Írlandi og síðast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Ný samgöngumiðstöð færist nær

17:01 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu meirihlutans þess efnis að efnt verði til samkeppni um skipulag Umferðarmiðstöðvarreitsins í Vatnsmýri með það að markmiði að þar rísi alhliða samgöngumiðstöð, sem einnig geti þjónað sem flugstöð Reykjavíkurflugvallar. Meira »

Rannsókn vopnaðs ráns á frumstigi

16:23 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á vopnuðu ráni sem var framið í verslun Iceland í Glæsibæ í gærmorgun er á frumstigi. Lögregla skoðar nú upptökur úr öryggismyndavél verslunarinnar en vegna tækniörðugleika bárust þær upptökur ekki fyrr en í dag. Ræninginn talaði erlent tungumál segja heimildir mbl.is. Meira »

Suðurlandsvegur lokaður vegna slyss

16:20 Suðurlandsvegur austan við gatnamót við Biskupstungnabraut er lokaður eftir að árekstur varð með tveimur bifreiðum þar. Unnið er að því að klippa út einn aðila úr hvorum bíl. Þeir eru báðir með meðvitund en ekki er vitað frekar um ástand þeirra. Meira »

„Fólk sem hatar rafmagn“

15:59 Orkumálastjóri segir ofbeldið í kvikmyndinni Kona fer í stríð jafn úrelt og bogi og örvar sem stríðstól. Hann fjallar um myndina í jólaerindi á vef stofnunnar og segir hana einfaldað ævintýri en pistillinn ber yfirskriftina „Fólk sem hatar rafmagn“. Meira »

Losaði sig við fíkniefni við vopnaleit

15:55 Ferðalangur á leið í flug til Alicante sást losa sig við poka með hvítu dufti í vopnaleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar nýverið. Lögregla hafði uppi á aðilanum í fríhöfn flugstöðvarinnar og tók af honum vettvangsskýrslu áður en hann fékk að halda för sinni áfram Meira »

„Fer alfarið eftir fæðingardegi barns“

15:46 Reglugerð um hækkun á greiðslum til foreldra í fæðingarorlofi frá 1. janúar 2019 tekur til foreldra barna sem fæðast á árinu 2019. Eldri fjárhæðir gilda áfram vegna barna sem fæddust, voru ættleidd eða tekin í fóstur á tímabilinu 1. janúar 2017 - 31. desember 2018. Meira »

Júlíus Vífill áfrýjar dóminum

15:44 Júlíus Vífill Ingvarsson mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, en hann var í dag dæmdur í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Þetta staðfestir Hörður Felix Harðarson, verjandi Júlíusar, við mbl.is. Meira »

Varað við aurskriðum og vatnavöxtum

15:11 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Fylgdarakstur í göngunum vegna þrifa

14:56 Aðfaranótt 19. desember frá kl. 22 til 07 verður fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa.   Meira »

Rigning og auð jörð á aðfangadag

14:19 „Það er ekki útlit fyrir hvít jól í Reykjavík,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hálfgert haustveður hefur verið á landinu síðustu daga og ekki er líklegt að jólin verði hvít, nema þá kannski helst á norðausturhlutanum. Meira »

Guðmundur skoðar mál FH

14:10 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, verður settur til að taka ákvörðun um hvort hefja eigi málsmeðferð vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um framkvæmdir og kaup á mannvirkjum í Kaplakrika. Meira »

Valitor veitir jólaaðstoð

13:45 Stjórn Valitor veitti Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar og Jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu, sem er samvinnuverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð, styrk til að aðstoða efnalitlar fjölskyldur fyrir jólin. Meira »

Allt að 6.500 m² samgöngumiðstöð

13:40 Óheppilegt væri að halda því opnu hvort húsnæði BSÍ stæði eða viki í samkeppni um deiliskipulag og þróun samgöngumiðstöðvar á svokölluðum Umferðarmiðstöðvarreit. Þetta meðal þess sem fram kemur í skýrslu starfshóps Reykjavíkurborgar og Strætó bs. sem gert var að undirbúa samkeppnina. Meira »

Borgin setur upp vatnspósta á fjölförnum stöðum

13:39 Reykjavíkurborg er að byrja að setja upp vatnspósta á torgum, útivistasvæðum og fjölförnum stöðum.   Meira »
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: ...
Byggingarstjóri
Löggildur byggingarstjóri Sími 659 5648 stebbi_75@hotmail.com ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...