Bara tæpir 130 km eftir

Einar Hansberg og Kristín Sif
Einar Hansberg og Kristín Sif Ljósmynd/Smári Þrastarson

Einar Hansberg var ótrúlega hress þegar blaðamaður mbl.is kom við Crossfit Reykjavík um sex leytið í morgun. Þá hafði hann lagt að baki rúmlega 370 kílómetra af þeim 500 sem hann ætlar að róa til styrktar Kristínu Sif og fjölskyldu.

„Það eru bara tæpir 130 kílómetrar eftir,“ sagði Einar snemma í morgun en hann er svo sannarlega ekki einn að róa því fjölmargir hafa lagt málefninu lið og þegar blaðamaður var í Crossfit Reykjavík snemma í morgun var salurinn fullur af fólki sem tekur þátt í að styðja við Kristínu Sif Björgvinsdóttur og börn hennar. 

Mark­mið Ein­ars í upphafi var að róa kíló­metr­ana 500 inn­an 50 klukku­stunda, en róður­inn hófst í stöð Cross­fit Reykja­vík síðdeg­is á föstudag. Hann segir að ekki sé lengur horft til þess að ljúka verkefninu innan 50 tíma heldur að ljúka því. 

Í lok október missti Kristín Sif, einn þáttarstjórnenda Ísland vaknar á K100, manninn sinn, mann á besta aldri skyndilega. Kristín hefur verið mjög opinská um sorgina og áfallið sem þessu fylgir og fundið huggun í að tjá sig um málið. Hún hefur meðal annars opnað sig um þá nöturlegu staðreynd að fjölmargir karlmenn kjósa að kveðja þennan heim þar sem þeir treysta sér ekki til að horfast í augu við lífið, að því er fram kemur í frétt K100.

Aðstand­end­ur áskor­un­ar­inn­ar hvetja fólk til að mæta í Cross­fit Reykja­vík til að sýna Ein­ari stuðning. „Það er fullt af róðrar­vél­um hérna og það er öll­um vel­komið að koma, hvort sem þeir eru meðlim­ir í Cross­fit Reykja­vík eða ekki. Ef það er laus vél þá má setj­ast á hana og byrja. Það sem er að gefa hon­um mestu ork­una er að sjá ný and­lit koma hérna inn,“ sagði bróðir Einars, Heim­ir Þór Árna­son, sem mbl.is ræddi við í gær. 

Ekki er úr vegi að óska Kristínu Sif til hamingju með afmælið en hún á afmæli í dag. 

Fyr­ir þá sem vilja leggja Ein­ari og Krist­ínu Sif og fjöl­skyldu lið er minnt á styrkt­ar­reikn­ing­inn 0326-26-003131 á kenni­tölu 021283-3399. Þá eru all­ir hvatt­ir til þess að mæta í Cross­fit Reykja­vík og sýna Ein­ari stuðning í verki. Hægt er að fylgj­ast með Ein­ari á Face­book og í beinni á vef K100.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert