Telur fimm ár of þungan dóm

Sindri Þór Stefánsson, einn hinna ákærðu í gagnaversmálinu.
Sindri Þór Stefánsson, einn hinna ákærðu í gagnaversmálinu. mbl.is/Eggert

Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar telur kröfu ákæruvaldsins um fimm ára óskilorðsbundið fangelsi vegna gagnaversmálsins vera alltof þunga refsingu. Vill verjandinn, Þorgils Þorgilsson lögmaður, að Sindri verði sýknaður af öllum ákæruliðum nema þeim sem hann hafi játað aðild sína að sem er innbrot í gagnaver Advania á Ásbrú og í Borgarnesi fyrir um ári.

Krafðist Þorgils við aðalmeðferð málsins í dag í Héraðsdómi Reykjaness vægustu refsingar ig að bótakröfu yrði vísað frá eða verulega lækkuð. Ákæruvaldið fer fram á að hinir ákærðu greiði allan sakarkostnað eða rúmar 14,5 milljónir króna. Þá krefst Advania 56 milljóna króna í bætur með vöxtum frá innbrotsdegi vegna tjóns og tapaðs hagnaðar af tölvunum.

Þá fer ákæruvaldið fram á að lágmarki þriggja ára óskilorðsbundins fangelsis yfir Hafþóri Loga Hlynssyni og að aðrir yrðu dæmdir í sex mánaða til þriggja ára fangelsis. Ríkisútvarpið fjallar um málið á fréttavef sínum.

mbl.is
Loka