Ásmundur skipar í þrjár stöður

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, Gissur Pétursson og Svanhvít Jakobsdóttir.
Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, Gissur Pétursson og Svanhvít Jakobsdóttir. Samsett mynd

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ákveðið hverjir munu skipa embætti ráðuneytisstjóra í nýju félagsmálaráðuneyti sem tekur til starfa um áramótin, embætti skrifstofu fjárlaga í ráðuneytinu og embætti forstjóra Vinnueftirlits ríkisins.

Einstaklingarnir sem í hlut eiga eru allir starfandi embættismenn en hafa orðið við ósk ráðherra um að taka að sér framangreindar stöður á grundvelli heimildar um flutning embættismanna í starfi í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. 

Gissur Pétursson nýr ráðuneytisstjóri

Gissur Pétursson ráðuneytisstjóri.
Gissur Pétursson ráðuneytisstjóri. Ljósmynd/Aðsend

Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. Gissur hefur verið forstjóri Vinnumálastofnunar frá því að stofnunin var sett á fót árið 1997. Áður veitti hann um skeið forstöðu skrifstofu vinnumála í félagsmálaráðuneytinu og árin 1986 – 1996 starfaði hann sem sérfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu. Gissur er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og BA-gráðu í stjórnmálafræði.

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra segist hlakka til að vinna með Gissuri við uppbyggingu á nýju ráðuneyti félagsmála. Þar sé fyrir sterkur hópur starfsfólks með mikla þekkingu á verkefnum ráðuneytisins: „Nú bætast við ný verkefni með aukinni ábyrgð á húsnæðismálum samhliða því að Mannvirkjastofnun færist undir ábyrgðarsvið míns nýja ráðherraembættis. Eins og fram hefur komið breytist embættisheiti mitt í félags- og barnamálaráðherra þar sem ég mun leggja mikinn þunga í verkefni í þágu barna, bæði innan ráðuneytisins og í samvinnu þvert á ráðuneyti og stofnanir. Meðal verkefna Gissurar sem ráðuneytisstjóra verður að greina helstu sóknarfæri og huga að því hvernig skipulagi nýs ráðuneytis verði best hagað í þágu verkefnanna sem undir það heyra,“ segir ráðherra.

Frá 1. janúar mun Unnur Sverrisdóttir aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar taka tímabundið við stjórn hennar.

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir nýr forstjóri Vinnueftirlitsins

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins.
Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins. Ljósmynd/Aðsend

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ákveðið að skipa Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur, núverandi skrifstofustjóra skrifstofu lífskjara og vinnumála í velferðarráðuneytinu, forstjóra Vinnueftirlits ríkisins. Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu, hefur verið við stjórnvöl stofnunarinnar frá því að Eyjólfur Sæmundsson forstjóri lést fyrr á þessu ári.

Hanna Sigríður er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og BA-próf í sálfræði. Hún á baki langan starfsferil innan stjórnsýslunnar og lengst af sem stjórnandi, eða allt frá því hún var sett yfir skrifstofu jafnréttis- og vinnumála í félagsmálaráðuneytinu árið 2004. Þá starfaði hún um nokkurra mánaða skeið árið 2009 sem settur ráðuneytisstjóri í félags- og tryggingamálaráðuneytinu. Hanna Sigríður hefur yfirgripsmikla þekkingu á verkefnum sem lúta að vinnumálum í víðu samhengi enda hefur hún um langt árabil sem skrifstofustjóri þessara málefna fjallað um verkefni sem varða réttindi og skyldur launafólks og atvinnurekenda, vinnumarkaðsaðgerðir, starfsendurhæfingu, vinnueftirlit og fleira.

Svanhvít Jakobsdóttir verður skrifstofustjóri fjárlaga

Svanhvít Jakobsdóttir, skrifstofustjóri fjárlaga.
Svanhvít Jakobsdóttir, skrifstofustjóri fjárlaga. Ljósmynd/Aðsend

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ákveðið að skipa Svanhvíti Jakobsdóttur, núverandi forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, skrifstofustjóra yfir skrifstofu fjárlaga í félagsmálaráðuneytinu frá 1. janúar næstkomandi. Svanhvít er viðskiptafræðingur að mennt. Hún hefur starfað sem forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2008. Fyrir þann tíma var hún skrifstofustjóri fjármálaskrifstofu heilbrigðisráðuneytisins í 15 ár en hafði áður starfað um nokkurra ára skeið í ráðuneytinu sem sérfræðingur.

mbl.is

Innlent »

Átta ofurhlauparar í Hong Kong

08:47 Átta Íslendingar, fimm karlar og þrjár konur, taka þátt í Hong Kong ultra hlaupinu sem hófst í nótt en það er 103 km fjallahlaup með um 5.400 m hækkun. Meira »

Auka öryggi í Fljótavík

08:18 Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að komið verði upp lendingaraðstöðu í Fljótavík innan Hornstrandafriðlandsins.  Meira »

Huga að gerð varnargarðs við Vík

07:57 Varnargarður við Víkurklett austan við Vík í Mýrdal, vegna hugsanlegs Kötluhlaups, var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti málið. Meira »

Mikil hálka á Akureyri

07:43 Lögreglan á Norðurlandi eystra vill vara fólk við mikilli hálku á gangstígum og götum á Akureyri en þar er hitastigið komið upp fyrir frostmark. Vegagerðin varar einnig við hálku víða á landinu. Meira »

Mikið leitað um Ísland á Google

07:37 Áhugi á Íslandi fer stöðugt vaxandi, ef marka má fjölda leita á vefsvæðinu Google. Alls var þar leitað 27 milljón sinnum að hótelum og gistingu á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Meira »

Kalt loft þvingar sér yfir landið

07:19 Nú í morgunsárið nálgast kuldaskil landið úr vestri. Þessi skil eru afskaplega skörp og um miðjan morgun kemur mun kaldara loft til okkar, fyrst á vestanverðu landinu. Þetta kalda loft þvingar sér yfir landið til austurs og mun því hlýna alls staðar áður en kólnar aftur. Meira »

Segir sögurnar hreinan uppspuna

06:42 Jón Baldvin Hannibalsson segir sögur um hann eiga það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjanlegur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti, segir hann í yfirlýsingu. Meira »

Ágreiningur um vinnutíma

05:30 Efling hafnaði í gær tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA) um breytingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær ganga út á að víkka ramma dagvinnutímans og geta stytt vinnutíma með því að taka kaffitíma úr launuðum vinnutíma. Meira »

Ekki ástæða fyrir frekari veikingu

05:30 Engin sérstök ástæða er til að búast við meiri veikingu íslensku krónunnar, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Meira »

Fleiri duftker jarðsett en kistur

05:30 Þeim fjölgar sífellt sem kjósa bálför í stað hefðbundinnar útfarar. Í fyrra voru í fyrsta sinn fleiri duftker jarðsett hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma en hefðbundnar kistur. Meira »

Of víðtæk friðlýsing

05:30 Orkustofnun telur að útmörk á fyrirhuguðu friðlýstu svæði á Reykjatorfunni fyrir ofan Hveragerði séu algerlega óraunhæf og svæðið of víðtækt í og kringum Reykjadal, að teknu tilliti til varmaorkuhagsmuna íbúa í Hveragerði og Ölfusi, nema að ætlunin sé að setja því sérstaka friðlýsingarskilmála er leyfðu orkurannsóknir og sjálfbæra orkuvinnslu innan þess svæðis. Meira »

Slökkti á símanum

05:30 „Ég æfi mikið íþróttir, crossfit og handbolta, og þar af leiðandi skiptir svefn mig miklu máli. Ég var áður að fá of lítinn svefn og tengi það við að ég var í símanum á kvöldin.“ Meira »

Hrafnaþing — Þriðji þáttur

Í gær, 22:06 Þriðji þáttur Hrafnaþings er nú aðgengilegur í Sjónvarpi mbl.is. Smávægilegir tæknilegir örðugleikar urðu til þess að þátturinn fór ekki loftið á tilskildum tíma, það er klukkan 20. Meira »

Vann tvær milljónir í Jókernum

Í gær, 21:57 Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Rúmlega 3,8 milljarðar voru í pottinum og flyst upphæðin yfir í næstu viku. Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík. Meira »

Kerfi loks sniðið að þörfum starfsmanna

Í gær, 20:52 Miðstöðin tók í dag í notkun nýtt samskiptakerfi sem starfsmenn með skerta sjón geta notað. Kerfið var formlega tekið í notkun af Eyþóri Þrastarsyni, blindum starfsmanni Miðstöðvarinnar, en Miðstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Meira »

Gillette á hvers manns vörum

Í gær, 20:50 Sérfræðingar í auglýsinga- og markaðsmálum virðast almennt ánægðir með nýja auglýsingu rakvélaframleiðandans Gillette sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Meira »

Harmar ákvörðun ráðuneytisins

Í gær, 20:10 Fjölskylduráð Hafnarfjarðar harmar ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um að hafna því að greiða fyrir viðbótarrými í Drafnarhúsi fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Það er fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. Meira »

Katrín Júl og Margeir gestir

Í gær, 19:13 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Meira »

Boðar lækkun tekjuskatts

Í gær, 17:53 Unnið hefur verið að því um langt skeið að útfæra leiðir til þess að aðstoða aðila vinnumarkaðarins að ná saman í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þegar hefur verið gripið til ráðstafana. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um mögulega aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum. Meira »
Silfurlituð Toyota Corolla 2005 árg
Nýskoðaður og góður bíll! keyrður 224 þús. Negld vetrardekk og sumardekk í góðu ...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...