Lokanir í miðborginni í dag

Mikill fjöldi fólks er jafnan í miðborginni á Þorláksmessu, enda …
Mikill fjöldi fólks er jafnan í miðborginni á Þorláksmessu, enda einn af stærstu dögum ársins fyrir verslunar- og veitingamenn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Takmarkanir og lokanir á umferð verða á nokkrum stöðum í miðborginni í dag á Þorláksmessu og verður göngugötusvæðið stækkað. Nú klukkan ellefu verður hluta Laugavegar lokað, en klukkan 18 í kvöld verða lokanir umfangsmeiri. Lokanirnar eru setta á til að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfarenda á þessum fjölsótta verslunardegi að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar.

Frá klukkan ellefu verður Laugavegur lokaður frá Vatnsstíg, Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti og niður Bankastræti að Þingholtsstræti.

Klukkan 18 verða lokanir umfangsmeiri og ná að mótum Barónsstígs og Laugavegs,  auk þess sem kaflinn frá Barónsstíg að Snorrabraut verður líka lokaður frá 17-18 vegna upphafs friðargöngu niður Laugaveg.

Hægt er að sjá lokanirnar á meðfylgjandi korti, en Reykjavíkurborg bendir fólki á að nota almenningssamgöngur og bílahús borgarinnar.

Lokanir á Þorláksmessu í miðborg Reykjavíkur
Lokanir á Þorláksmessu í miðborg Reykjavíkur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert