Lenti á Egilsstöðum vegna veðurs

Flugvélar Titan Airways hófu að fljúga frá Breflandi til Akureyrar …
Flugvélar Titan Airways hófu að fljúga frá Breflandi til Akureyrar fyrr í desember. Ljósmynd/Auðunn Níelsson fyrir Isavia

Flugvél Titan Airways sem var á leið frá Bretlandi til Akureyrar þurfti að lenda á Egilsstöðum sökum slæmrar veðráttu. Guðjón Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, segir að farþegar séu enn um borð í vélinni og að leitast verði eftir því að fljúga til Akureyrar þegar veðrið gengur niður.

Mikill vindur, ofankoma og lélegt skyggni gerði það að verkum að vélin, sem flýgur á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Superbreak, þurfti að lenda á Egilsstaðaflugvelli.

Superbreak byrjaði að bjóða upp á flugferðir frá Bretlandi til Akureyrar í desember en ferðaskrifstofan bauð einnig upp á slíkt í fyrra.

Nokkur röskun er á flugumferð vegna veðurs í dag en flugferð Iceland Air Connect frá Reykjavík til Ísafjarðar var frestað í morgun, auk þess sem flugferð til Akureyrar sem áætlað var klukkan 11.30 seinkaði en vélin fór í loftið klukkan 13.03.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert