Kanna endurskoðun reglna um blóðgjöf

Blóð gefið í Blóðbanka Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Blóð gefið í Blóðbanka Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. mbl.is/Margrét Þóra Þórsdóttir

Ráðgjafarnefnd heilbrigðisráðherra fer yfir það hvort endurskoða skuli reglur um blóðgjöf karlmanna sem hafa haft samfarir við sama kyn.

Nefndin er ráðgefandi fyrir ráðherra, Landspítala og Blóðbankann en fagleg ákvörðun um endurskoðun reglnanna liggur hjá yfirlækni bankans, að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómalækninga á LSH, en hann er formaður nefndarinnar.

Ráðgjafarnefndin fundar um miðjan mánuðinn um málefnið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Karlmenn sem hafa haft samfarir við sama kyn eru skilgreindur áhættuhópur við blóðgjöf en áhættuhóparnir eru fleiri, að sögn Más.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert