Fundað um alþjóðaflugvöll í Árborg

Stokkseyri. Landeigendum í Flóanum verða á þriðjudag kynnt áform um ...
Stokkseyri. Landeigendum í Flóanum verða á þriðjudag kynnt áform um að hefja rannsóknir á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar fyrir norðan þéttbýlið á Stokkseyri. mbl.is/Árni Sæberg

Sveitarfélagið Árborg hefur boðað landeigendur sem eiga jarðir á áhrifasvæði hugsanlegs alþjóðaflugvallar í Flóanum, nánar tiltekið í Stokkseyrarmýri og Brautartungu, til fundar næstkomandi þriðjudag, 8. janúar.

Þar verða kynnt áform um að hefja rannsóknir á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar á þessum stað, norðan þéttbýlisins á Stokkseyri.

Samkvæmt Gísla Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra í Árborg hafa um 50 landeigendur verið boðaðir á fundinn á þriðjudag, en hann á nú ekki von á því að allir mæti, þar sem í mörgum tilfellum eru jarðir á svæðinu í sameign margra erfingja.

Gísli segir vinnuna „algjörlega á byrjunarstigum“ og í höndum áhugamanna, einkaaðila, sem hafa verið að drífa þessa vinnu áfram og fá til þess „móralskan stuðning sveitarfélagsins“, að sögn Gísla Halldórs.

„Það var niðurstaðan að það væri kannski best að kanna hvar þessi flugbraut gæti verið og hvaða jarðir myndu lenda á áhrifasvæði með tilliti til hljóðvistar, það er svæði sem tekur töluvert stóran radíus,“ segir Gísli og lýsir því að áhrifasvæðið myndi að líkum teygja sig allt frá ströndinni á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar og til norðausturs að sveitarfélagamörkum Árborgar og Flóahrepps.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson

Gísli segir að ákveðið hafi verið að byrja á því að kanna hug landeigenda og fá frá þeim ábendingar og sjónarmið um þetta hugsanlega verkefni. „Með því myndum við í rauninni „starta“ svona fýsileikagreiningu. Í henni felast jarðvegsrannsóknir, veðurfarsrannsóknir með tilliti til flugs og svo ef fram í myndi sækja, umhverfismat og hljóðvistarmat,“ segir Gísli.

Í tilkynningunni frá bæjarstjóra á vef sveitarfélagsins segir að nauðsynlegt sé að fá fram sjónarmið landeigenda, bæði afstöðu til staðsetningarinnar og einnig upplýsingar sem þeir gætu komið á framfæri og varða framkvæmd rannsókna. Þeir landeigendur sem telja sig á áhrifasvæði hugsanlegs flugvallar en hafa ekki fengið fundaboð, eru hvattir til þess að hafa samband við sveitarfélagið.

Áður hefur verið um fjallað þessi áform um hugsanlegan flugvöll norðan þéttbýlisins á Stokkseyri í Morgunblaðinu. Í byrjun september í fyrra sagði Gísli Halldór að verið væri að skoða hugmyndirnar af alvöru.

Þá nefndi hann í samtali við blaðamann að fiskveiði- og vöruflutningahöfnin í Þorlákshöfn gæti styrkt nýjan flugvöll og öfugt, auk þess sem nýr flugvöllur gæti styrkt ferðaþjónustu á Suðurlandi og létt á Keflavíkurflugvelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Undrast hvað liggi á

07:14 Breytingar á aðalskipulagi Skagafjarðar byggja meðal annars á því að auka afhendingaröryggi raforku í sveitarfélaginu. Þetta undrast ýmsir íbúar þar sem hvorki liggur fyrir umhverfismat né heldur sé Blöndulína 3 á framkvæmdaáætlun Landsnets næstu árin. Meira »

Lægð sem færir okkur storm

06:58 Næstu daga er spáð umhleypingum og geta veðrabrigði orðið ansi snörp. Því er mikilvægt að fylgjast vel með þróun veðurspáa og viðvarana, einkum vegna ferðalaga á milli landshluta eða framkvæmda, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Fagna frumvarpi Kristjáns Þórs

06:35 Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sem heimilar innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk. Meira »

Hrósar þýðendum Lego Movie 2

06:00 „Þegar fyrsta Lego-myndin kom hélt ég að þetta yrði bara 90 mínútna auglýsing fyrir leikföng, en það reyndist ekki svo vera,“ segir Ragnar Eyþórssson, eða Raggi bíórýnir sem kemur aðra hverja viku í síðdegisþáttinn á K100. Hann tók einnig fyrir Netflix-seríuna Umbrella Academy. Meira »

Háskólamenn fjölmennir hjá VIRK

05:30 Háskólamenntuðum einstaklingum í aðildarfélögum BHM sem leita eftir þjónustu VIRK starfsendurhæfingarsjóðs hefur fjölgað stórlega á seinustu árum. Meira »

Ungir skátar takast á við vetrarríkið

05:30 „Krakkarnir fara út fyrir þægindarammann og fá tækifæri til þess að reyna á það sem þeir hafa lært og fengið þjálfun í að gera.“ Meira »

Vilja ekki að ríkisstyrkt flug verði lagt niður

05:30 Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem harðlega er mótmælt áformum í drögum að stefnu um almenningssamgöngur að leggja af ríkisstyrkt innanlandsflug til Hafnar í Hornafirði. Meira »

Sala á miðum fyrir Þjóðhátíð byrjar vel

05:30 Sala á miðum í Herjólf, fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2019, fór vel af stað, að sögn ÍBV og Sæferða. Miðasala hófst kl. 9 í gærmorgun og rúmum klukkutíma síðar var orðið uppselt í allar ferðir hjá Sæferðum mánudaginn 2. ágúst. Meira »

Viðræðum slitið í dag?

05:30 Líklegt er að kjaraviðræðum VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins verði slitið í dag. Meira »

IKEA-blokkin í gagnið

05:30 Strax eftir komandi mánaðamót munu fyrstu íbúarnir flytja inn í fjölbýlishúsið við Urriðaholtsstræti í Garðabæ sem reist hefur verið að undirlagi IKEA á Íslandi. Meira »

Fjórmenningar með umboð til að slíta

Í gær, 22:15 Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur hafa allir fengið umboð frá sínum félögum til þess að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA). Félögin munu funda með SA á morgun og í kjölfar þess fundar munu stéttarfélögin funda um hvort skuli boða til verkfalls. Meira »

Skora á stjórnvöld að bregðast við af hörku

Í gær, 21:58 Stjórn Neytendasamtakanna skorar á stjórnvöld að bregðast við af fullri hörku til varnar neytendum vegna sviksamlegrar háttsemi bílaleigunnar Procar. Þá þurfi að tryggja að eftirlit með akstursmælum sé fullnægjandi. Meira »

Kjarnorkustyrjöld í Selsferð

Í gær, 21:15 Uppákoman í Selsferðinni er einhver mesta lífsreynsla sem ég hef mætt,“ segir Heimir Sindrason tannlæknir. „Enginn var samur á eftir; því þarna vorum við um 100 krakkar saman sem stóðum andspænis dauða okkar á ögurstund mannkynssögunnar. Skelfingin sem greip um sig var mikil, í vitund allra sem þarna voru lifir þetta mál enn og margir hefðu sjálfsagt þurft það sem í dag er kallað áfallahjálp.“ Meira »

Segir Seðlabankann undirbúa aðra sneypuför

Í gær, 21:00 Stjórnendur Seðlabanka Íslands undirbúa nú enn eina sneypuförina af hálfu bankans. Þetta segir Garðar Gíslason hæstaréttarlögmaður og vísar til bréfs sem birt var á vef Seðlabankans á þriðjudag. Meira »

Vinna að niðurfellingu starfsleyfis

Í gær, 20:50 „Við erum að bregðast við með viðeigandi hætti,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, í samtali við mbl.is, spurð út í það hvort Samgöngustofa vinni að því að svipta einhverja bílaleigu starfsleyfi sínu. Meira »

Hefur umboð til að slíta viðræðunum

Í gær, 19:48 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fékk nú síðdegis umboð frá samninganefnd félagsins til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins á morgun. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Íslendingafélag í 100 ár

Í gær, 19:40 Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn verður 100 ára 1. mars nk. og verður tímamótanna minnst sérstaklega á hátíð félagsins 17. júní, að sögn Einars Arnalds Jónassonar, formanns þess. Meira »

Persónuafsláttur frystur í þrjú ár

Í gær, 19:25 Til stendur að frysta persónuafsláttinn í þrjú ár þar til innleitt verður nýtt kerfi til þess að reikna út hver afslátturinn eigi að vera, samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar um skattkerfisbreytingar vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. Þetta staðfestir fjármálaráðuneytið í samtali við mbl.is. Meira »

Tilkynnt um eld í fjölbýli við Engihjalla

Í gær, 18:59 Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er tilkynnt var um eld á sjöundu hæð í fjölbýlishúsi við Engihjalla nú undir kvöld. Voru bílar sendir á staðinn frá öllum stöðvum en mikinn reyk lagði um stigaganginn. Meira »
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...