Fundað um alþjóðaflugvöll í Árborg

Stokkseyri. Landeigendum í Flóanum verða á þriðjudag kynnt áform um ...
Stokkseyri. Landeigendum í Flóanum verða á þriðjudag kynnt áform um að hefja rannsóknir á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar fyrir norðan þéttbýlið á Stokkseyri. mbl.is/Árni Sæberg

Sveitarfélagið Árborg hefur boðað landeigendur sem eiga jarðir á áhrifasvæði hugsanlegs alþjóðaflugvallar í Flóanum, nánar tiltekið í Stokkseyrarmýri og Brautartungu, til fundar næstkomandi þriðjudag, 8. janúar.

Þar verða kynnt áform um að hefja rannsóknir á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar á þessum stað, norðan þéttbýlisins á Stokkseyri.

Samkvæmt Gísla Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra í Árborg hafa um 50 landeigendur verið boðaðir á fundinn á þriðjudag, en hann á nú ekki von á því að allir mæti, þar sem í mörgum tilfellum eru jarðir á svæðinu í sameign margra erfingja.

Gísli segir vinnuna „algjörlega á byrjunarstigum“ og í höndum áhugamanna, einkaaðila, sem hafa verið að drífa þessa vinnu áfram og fá til þess „móralskan stuðning sveitarfélagsins“, að sögn Gísla Halldórs.

„Það var niðurstaðan að það væri kannski best að kanna hvar þessi flugbraut gæti verið og hvaða jarðir myndu lenda á áhrifasvæði með tilliti til hljóðvistar, það er svæði sem tekur töluvert stóran radíus,“ segir Gísli og lýsir því að áhrifasvæðið myndi að líkum teygja sig allt frá ströndinni á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar og til norðausturs að sveitarfélagamörkum Árborgar og Flóahrepps.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson

Gísli segir að ákveðið hafi verið að byrja á því að kanna hug landeigenda og fá frá þeim ábendingar og sjónarmið um þetta hugsanlega verkefni. „Með því myndum við í rauninni „starta“ svona fýsileikagreiningu. Í henni felast jarðvegsrannsóknir, veðurfarsrannsóknir með tilliti til flugs og svo ef fram í myndi sækja, umhverfismat og hljóðvistarmat,“ segir Gísli.

Í tilkynningunni frá bæjarstjóra á vef sveitarfélagsins segir að nauðsynlegt sé að fá fram sjónarmið landeigenda, bæði afstöðu til staðsetningarinnar og einnig upplýsingar sem þeir gætu komið á framfæri og varða framkvæmd rannsókna. Þeir landeigendur sem telja sig á áhrifasvæði hugsanlegs flugvallar en hafa ekki fengið fundaboð, eru hvattir til þess að hafa samband við sveitarfélagið.

Áður hefur verið um fjallað þessi áform um hugsanlegan flugvöll norðan þéttbýlisins á Stokkseyri í Morgunblaðinu. Í byrjun september í fyrra sagði Gísli Halldór að verið væri að skoða hugmyndirnar af alvöru.

Þá nefndi hann í samtali við blaðamann að fiskveiði- og vöruflutningahöfnin í Þorlákshöfn gæti styrkt nýjan flugvöll og öfugt, auk þess sem nýr flugvöllur gæti styrkt ferðaþjónustu á Suðurlandi og létt á Keflavíkurflugvelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Í gær, 23:49 Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbrautinni á tíunda tímanum í kvöld. Atvikið átti sér stað á Reykjanesbrautinni í nágrenni við Vífilstaðavatn en mikil hálka var á veginum og blint af völdum snjókomu. Meira »

Brynjólfur handhafi Ljóðstafsins

Í gær, 23:44 Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur í 17. sinn við hátíðlega athöfn í Salnum í kvöld. Alls bárust 302 ljóð í keppnina og er Brynjólfur Þorsteinsson, handhafi Ljóðstafsins þetta árið. Meira »

Toyota innkallar 2.245 bíla vegna loftpúða

Í gær, 22:12 Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota bifreiðar af árgerðunum 2003 til 2008 og 2015 og 2018. Um er að ræða 2.245 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Stórfelld fíkniefnasala á Facebook

Í gær, 22:00 Stórfelld sala á fíkniefnum fer fram í íslenskum söluhópum á Facebook. Þetta kemur fram í samnorrænni rannsókn á fíkniefnasölu á netinu sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, hefur tekið þátt í. Meira »

„Fráleitt að halda þessu fram“

Í gær, 21:00 Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish, segir að fullyrðingar sem settar séu fram í stefnu á hendur fyrirtækinu séu alrangar. Meira »

Krefjandi aðstæður í fjallahlaupi í Hong Kong

Í gær, 20:15 Átta Íslendingar tóku þátt í hundrað kílómetra fjallahlaupinu Hong Kong 100 Ultra, sem lauk um helgina og luku fimm þeirra keppni. Meira »

Kynna nýtt skipulag Héðinsreits

Í gær, 19:30 Allt að 330 íbúðir og 230 hótelherbergi eða hótelíbúðir verða á svokölluðum Héðinsreit í miðborg Reykjavíkur, samkvæmt nýrri deiliskipulagstillögu sem er á leið í kynningu. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti að auglýsa skipulagið á fundi sínum í síðustu viku. Meira »

Leggja fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá

Í gær, 19:00 Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá, sem byggir á frumvarpi stjórnlagaráðs og þeirri vinnu sem Alþingi fór í í kjölfarið. Er þetta í fyrsta skiptið sem slíkt frumvarp er lagt fram, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Pírötum. Meira »

Skuldir lækkað um 660 milljarða frá 2013

Í gær, 18:25 Frá miðju ári 2017 til miðs árs 2018 lækkuðu skuldir ríkissjóðs um 90 milljarða og frá ársbyrjun 2013 hafa skuldir ríkissjóðs verið greiddar niður um 660 milljarða. Á þetta bendir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Meira »

Borgin í vetrarbúning

Í gær, 18:10 Það hefur snjóað mikið á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og í morgun var færðin þung. Þetta kallar á viðbrögð borgarbúa sem sumir nýttu tækifærið og fóru á gönguskíðum í búðina á meðan aðrir lentu í vandræðum og reyndu m.a. að bakka bíl sínum upp brekku í ófærðinni. mbl.is var á ferðinni í vetrarríkinu. Meira »

Héngu á skrifstofu karlkyns yfirmanna

Í gær, 17:54 Seðlabanki Íslands hafði til hliðsjónar stefnu í jafnréttismálum og stefnu gegn áreitni og einelti, og þar á meðal ákvæði um að taka beri tillit til til ábendinga um truflandi atriði í starfsumhverfi, við ákvörðun sem tekin var um að fjarlægja málverk af skrifstofu í húsnæði bankans og setja í geymslu. Meira »

Segir stefnu í heilbrigðismálum marxíska

Í gær, 17:17 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að jafnt og þétt komi betur í ljós að núverandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks sé í raun og veru tilgangslaus ríkisstjórn sem snúist aðeins um að halda sjó og stólum. Meira »

Tveir flutningabílar út af á Holtavörðuheiði

Í gær, 17:14 Tveir flutningabílar hafa farið út af á Holtavörðuheiðinni sl. sólarhring og valt annar bíllinn á hliðina. Mikil hálka er nú á heiðinni og eru ökumenn hvattir til að fara varlega. Meira »

Fengu erindi um mál Ágústs Ólafs

Í gær, 16:33 Erindi hefur borist til forsætisnefndar Alþingis þess efnis að vísa skuli máli Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar til siðanefndar Alþingis, rétt eins og máli þingmannanna sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í nóvember. Meira »

Mikilvægt að viðhalda árangrinum

Í gær, 16:31 Mikilvægt er að viðhalda árangrinum sem náðst hefur með þriggja ára meðferðarátaki heilbrigðisyfirvalda gegn lifrarbólgu C. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í ávarpi sínu á læknadögum sem nú standa yfir í Hörpu. Meira »

Rúta fór út af við Reynisfjall

Í gær, 16:21 Rúta fór út af þjóðvegi 1 norðan við Reynisfjall síðdegis í dag. Engan sakaði.  Meira »

Umferðartafir vegna tveggja óhappa

Í gær, 16:17 Talsverðar umferðartafir hafa orðið vegna tveggja umferðarslysa á Kringlumýrabraut á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru samtals sex fluttir á slysadeild. Meira »

Kynna tillögur í húsnæðismálum á morgun

Í gær, 15:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hóf almennar stjórnmálaumræður á Alþingi þegar þingið kom aftur saman eftir jólafrí. Forystumenn stjórnamálaflokkanna taka þátt í umræðunum. Katrín fjallaði í ræðu sinni um stöðuna á vinnumarkaði og endurskoðun stjórnarskrár. Meira »

Blöskrar fjarlæging málverksins

Í gær, 15:39 Ákveðið var að fjarlægja nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal úr bankanum þar sem það fór fyrir brjóstið á starfsmanni bankans. „Það er álíka fráleitt að fjarlægja listaverk eins stórkostlegasta málara 20. aldarinnar, Gunnlaugs Blöndal, af vegg í opinberri stofnun eins og að brenna bækur eða fjargviðrast út af fyrirlesara á frjálsum markaði.” Meira »
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Slakaðu á og láttu þer líða vel.Nudd er fyrir likamlega og andlega vellíðan. ...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...