Hægt að byggja þétt og vel á reitnum

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita á ...
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita á þaki Orkuhússins fyrir hádegi. mbl.is/Eggert

„Margir kalla þetta Orkuhússlóðina, en þetta er auðvitað stærra. Þetta er ekki bara Suðurlandsbraut 34, heldur er þetta líka Ármúli 31. Þegar þú dregur hring utan um lóðina er hún um það bil 26.000 fermetrar og samkvæmt okkar fyrstu skoðunum getur þú komið fyrir hérna 45.000 fermetrum af byggingarmagni,“ segir Guðjón Auðunsson forstjóri Reita í samtali við mbl.is.

Í morgun undirritaði Guðjón viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg fyrir hönd Reita, um stórfellda uppbyggingu á lóðinni, en þar er gert ráð fyrir allt að 500 íbúðum og atvinnustarfsemi sömuleiðis. Lágreist atvinnuhúsnæði neðst í Ármúlanum verður rifið til þess að rýma fyrir blandaðri byggð, sem gæti orðið að miklu leyti 5-6 hæða hús miðað við áætlað byggingamagn.

„Það segir sig sjálft að á 26.000 fermetra lóð og þú ætlar að byggja 45.000 fermetra, með götum og görðum á milli, þá ertu kominn með 5-6 hæða byggingar, að miklu leyti. Fyrirmyndin er bara hérna,“ segir Guðjón og vísar til Orkuhússins. Bláu húsin á lóðinni munu víkja og ljóst að götumynd Ármúlans verður allt önnur.

„Þarna eru náttúrulega leigutakar í dag, sem hafa sína leigusamninga og við heiðrum þá,“ segir Guðjón, sem segir Reiti og Reykjavíkurborg vera á leiðinni í „nokkuð langt ferðalag“ varðandi þessa uppbyggingu, sem ráðgert er að geti hafist um tveimur árum eftir að deiliskipulagsvinnu lýkur, samkvæmt fréttatilkynningu sem borgin lét frá sér í morgun.

Reiturinn sem um ræðir er alls 26.000 fermetrar. Gert er ...
Reiturinn sem um ræðir er alls 26.000 fermetrar. Gert er ráð fyrir 45.000 fermetra byggingamagni. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

„Einhverjir leigusamningarnir eru lengri en þetta [2-3 ár], svo við þurfum hugsanlega að vinna hérna með okkar viðskiptavinum í því hvernig við förum með það eða aðlaga byggingaframkvæmdir, af því að svæðið er svo stórt, að því hvenær samningar losna,“ segir Guðjón.

Þétt og gott borgarumhverfi

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við blaðamann að það verði útfært í deiliskipulagi hversu há hús muni rísa á lóðinni, en þrjár arkitektastofur munu vinna að hugmyndum um reitinn, samkvæmt Guðjóni. Ekki var hægt að greina frá því hvaða arkitektar taka þátt í hugmyndavinnunni að svo stöddu.

„Við sjáum ekki fyrir okkur að þetta verði einhver háhýsabyggð heldur bara þétt og gott borgarumhverfi og það tekur auðvitað bara mið af aðstæðum hér, hvernig það verður úfært,“ segir Dagur. Hann bætir við að kjarni málsins sé sá með þessari viljayfirlýsingu sé verið að gefa tóninn til framtíðar.

Hluti af þessu samkomulagi er að gera ráð fyrir borgarlínustöð hérna fyrir utan og þess vegna getum við byggt mjög þétt og vel á þessum reit,“ segir Dagur.

Hann bætir því við að aðstæður til þess að fjölga íbúum og íbúðum á þessu svæði séu frábærar, stutt sé í Laugardalinn sem borgaryfirvöld ætli að „standa vörð um“ sem útivistarsvæði og ekki sé heldur svo langt í Elliðaárdalinn.

Guðjón og Dagur undirrita viljayfirlýsinguna í morgun.
Guðjón og Dagur undirrita viljayfirlýsinguna í morgun. mbl.is/Eggert

Dagur segir að verið sér að rýna skólamálin með tilliti til uppbyggingar á þessu svæði, en segir einnig að það eigi eftir að koma í ljós hvernig íbúasamsetning á þessum nýja þéttingarreit verði og gefur í skyn að þar muni ef til vill verða mikið um eldra fólk, sem nýti sér ekki þjónustu skólanna.

„Inni í Vogabyggð er ráðgert að rísi nýr skóli, það getur kannski létt aðeins á skólahverfum hér í kring, en það fer líka svolítið eftir því hvaða aldurshópar flytja hvert. Í sumum tilvikum höfum við tekið eftir því að inn á þéttingarreiti flytur kannski eldra fólk sem er að minnka við sig en þá kannski losna íbúðir annars staðar.

Núna gefum við okkur mánuði í að deiliskipuleggja, það er talað um að framkvæmdir fari af stað innan tveggja ára frá þeim tíma og á meðan munum við rýna, ekki bara skólamálin heldur alla þjónustu, sem þarf að tryggja í tengslum við þessari nýju uppbyggingu, en það er ekki nýtt fyrir okkur, það er hluti af aðalskipulaginu,“ segir Dagur.

Nóg í gangi hjá Reitum

Reitir eru eitt stærsta fasteignafélag landsins og þetta verkefni bætist við ýmis önnur sem félagið stendur að. Það stærsta er stórfelld uppbygging í Kringlunni, þar sem gert hefur verið ráð fyrir um 400-600 íbúðum og atvinnuhúsnæði að auki.

„Það hefur aðeins dregist bara út af skipulagsmálum,“ segir Guðjón, sem segir það vera flókið verkefni og að það verði ekki einfaldara þegar „menn tala um að setja Miklubraut í stokk“ og um það hvar borgarlínan eigi að liggja.

„Þar eru fleiri hagsmunaaðilar, en við bara bíðum eftir því að það raungerist, við erum ekkert að flýta okkur, en það er bara í ferli. Það verkefni er núna hluti af aðalskipulagsbreytingum hjá Reykjavíkurborg og ég á von að því að það klárist núna í vor og þegar aðalskipulagsbreytingin er komin í gegn þá getum við farið að deiliskipuleggja,“ segir Guðjón.

mbl.is

Innlent »

Hrafnaþing — Þriðji þáttur

22:06 Þriðji þáttur Hrafnaþings er nú aðgengilegur í Sjónvarpi mbl.is. Smávægilegir tæknilegir örðugleikar urðu til þess að þátturinn fór ekki loftið á tilskildum tíma, það er klukkan 20. Meira »

Vann tvær milljónir í Jókernum

21:57 Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Rúmlega 3,8 milljarðar voru í pottinum og flyst upphæðin yfir í næstu viku. Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík. Meira »

Kerfi loks sniðið að þörfum starfsmanna

20:52 Miðstöðin tók í dag í notkun nýtt samskiptakerfi sem starfsmenn með skerta sjón geta notað. Kerfið var formlega tekið í notkun af Eyþóri Þrastarsyni, blindum starfsmanni Miðstöðvarinnar, en Miðstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Meira »

Gillette á hvers manns vörum

20:50 Sérfræðingar í auglýsinga- og markaðsmálum virðast almennt ánægðir með nýja auglýsingu rakvélaframleiðandans Gillette sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Meira »

Harmar ákvörðun ráðuneytisins

20:10 Fjölskylduráð Hafnarfjarðar harmar ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um að hafna því að greiða fyrir viðbótarrými í Drafnarhúsi fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Það er fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. Meira »

Katrín Júl og Margeir gestir

19:13 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Meira »

Boðar lækkun tekjuskatts

17:53 Unnið hefur verið að því um langt skeið að útfæra leiðir til þess að aðstoða aðila vinnumarkaðarins að ná saman í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þegar hefur verið gripið til ráðstafana. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um mögulega aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum. Meira »

Áreitti og sendi „ógeðslegar typpamyndir“

17:07 Landsréttur hefur staðfest þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm yfir karlmanni fyrir að áreita konu með dónalegum smáskilaboðum. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, bauð konunni meðal annars pening í skiptum fyrir kynlíf og sendi henni þrjár typpamyndir. Meira »

Tólf aðstoðarsáttasemjarar tilnefndir

16:54 Ríkissáttasemjari hefur tilnefnt hóp aðstoðarsáttasemjara sem koma til með að aðstoða ríkissáttasemjara og aðstoðarríkissáttasemjara, sem aðeins hefur verið einn hingað til, í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Meira »

Skora á ráðuneyti að bregðast við

16:19 Hjúkrunarráð Landspítala skorar á heilbrigðisyfirvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í áskorun sem hjúkrunarráð sendi heilbrigðisráðuneyti í gær. Meira »

Pattstaða í fatasöfnun yfir jólin

16:00 „Allt þetta hökt í keðjunni hafði mikil áhrif. Við gátum ekki annað öllu sem okkur barst, en við erum að ná þessu upp aftur og fólk þarf ekki að óttast að ekki verði tekið við fötum í Sorpu um helgina,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins. Meira »

Skoða aðstæður barnshafandi á landsbyggðinni

15:56 Félags- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu á ríkisstjórnarfundi í morgun áform um skoða í sameiningu breytingar til að styðja betur við barnshafandi konur á landsbyggðinni og fjölskyldur þeirra. Meira »

Greiðir fyrir beinu flugi milli Íslands og Japans

15:28 Sendinefnd utanríkisráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fundaði með fulltrúum samgönguráðuneytis Japans í Tókýó í gær um gagnkvæm loftferðasamskipti. Meira »

Flugvirkjar semja við Bluebird

14:53 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Bluebird undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á öðrum tímanum í dag samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara. Meira »

Mikill meirihluti vill seinkun klukku

14:48 Rúm 63% Íslendinga eru hlynnt því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er, en rúm 36% vilja óbreytta stöðu klukkunnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Meira »

Landsréttur staðfestir dóm yfir Cairo

14:11 Sextán ára fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Khaled Cairo, sem varð Sanitu Brauna að bana í íbúð við Hagamel í september árið 2017, hefur verið staðfestur af Landsrétti. Cairo mun una niðurstöðu Landsréttar. Meira »

Vatnsmýri verði 102 Reykjavík

13:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um að þess verði farið á leit við póstnúmeranefnd Íslandspósts að Vatnsmýri fái póstnúmerið 102. Íbúar í Skerjafirði eru mótfallnir breytingunni og segja að íbúðaverð muni lækka við póstnúmerabreytinguna. Meira »

Meðferð Hjartar Elíasar gengur vel

13:45 „Það gengur vel með Hjört sem lauk krabbameinsmeðferð þegar hann útskrifaðist frá Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð en hann þarf enn að taka krabbameinslyf. Hjörtur fór í jáeindaskanna í dag [í gær] og það kemur í ljós næstu daga hvort hann sé læknaður af krabbameininu,“ segir móðir hans. Meira »

Nauðungarvistun litlar skorður settar

13:38 Sérfræðinefnd Evrópuráðsins hefur ítrekað farið fram á endurbætur á lögræðislögum Íslands, en það er ekkert í íslenskum lögum sem kemur í veg fyrir að saga Aldísar Schram, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar, endurtaki sig. Meira »
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...