Hægt að byggja þétt og vel á reitnum

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita á ...
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita á þaki Orkuhússins fyrir hádegi. mbl.is/Eggert

„Margir kalla þetta Orkuhússlóðina, en þetta er auðvitað stærra. Þetta er ekki bara Suðurlandsbraut 34, heldur er þetta líka Ármúli 31. Þegar þú dregur hring utan um lóðina er hún um það bil 26.000 fermetrar og samkvæmt okkar fyrstu skoðunum getur þú komið fyrir hérna 45.000 fermetrum af byggingarmagni,“ segir Guðjón Auðunsson forstjóri Reita í samtali við mbl.is.

Í morgun undirritaði Guðjón viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg fyrir hönd Reita, um stórfellda uppbyggingu á lóðinni, en þar er gert ráð fyrir allt að 500 íbúðum og atvinnustarfsemi sömuleiðis. Lágreist atvinnuhúsnæði neðst í Ármúlanum verður rifið til þess að rýma fyrir blandaðri byggð, sem gæti orðið að miklu leyti 5-6 hæða hús miðað við áætlað byggingamagn.

„Það segir sig sjálft að á 26.000 fermetra lóð og þú ætlar að byggja 45.000 fermetra, með götum og görðum á milli, þá ertu kominn með 5-6 hæða byggingar, að miklu leyti. Fyrirmyndin er bara hérna,“ segir Guðjón og vísar til Orkuhússins. Bláu húsin á lóðinni munu víkja og ljóst að götumynd Ármúlans verður allt önnur.

„Þarna eru náttúrulega leigutakar í dag, sem hafa sína leigusamninga og við heiðrum þá,“ segir Guðjón, sem segir Reiti og Reykjavíkurborg vera á leiðinni í „nokkuð langt ferðalag“ varðandi þessa uppbyggingu, sem ráðgert er að geti hafist um tveimur árum eftir að deiliskipulagsvinnu lýkur, samkvæmt fréttatilkynningu sem borgin lét frá sér í morgun.

Reiturinn sem um ræðir er alls 26.000 fermetrar. Gert er ...
Reiturinn sem um ræðir er alls 26.000 fermetrar. Gert er ráð fyrir 45.000 fermetra byggingamagni. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

„Einhverjir leigusamningarnir eru lengri en þetta [2-3 ár], svo við þurfum hugsanlega að vinna hérna með okkar viðskiptavinum í því hvernig við förum með það eða aðlaga byggingaframkvæmdir, af því að svæðið er svo stórt, að því hvenær samningar losna,“ segir Guðjón.

Þétt og gott borgarumhverfi

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við blaðamann að það verði útfært í deiliskipulagi hversu há hús muni rísa á lóðinni, en þrjár arkitektastofur munu vinna að hugmyndum um reitinn, samkvæmt Guðjóni. Ekki var hægt að greina frá því hvaða arkitektar taka þátt í hugmyndavinnunni að svo stöddu.

„Við sjáum ekki fyrir okkur að þetta verði einhver háhýsabyggð heldur bara þétt og gott borgarumhverfi og það tekur auðvitað bara mið af aðstæðum hér, hvernig það verður úfært,“ segir Dagur. Hann bætir við að kjarni málsins sé sá með þessari viljayfirlýsingu sé verið að gefa tóninn til framtíðar.

Hluti af þessu samkomulagi er að gera ráð fyrir borgarlínustöð hérna fyrir utan og þess vegna getum við byggt mjög þétt og vel á þessum reit,“ segir Dagur.

Hann bætir því við að aðstæður til þess að fjölga íbúum og íbúðum á þessu svæði séu frábærar, stutt sé í Laugardalinn sem borgaryfirvöld ætli að „standa vörð um“ sem útivistarsvæði og ekki sé heldur svo langt í Elliðaárdalinn.

Guðjón og Dagur undirrita viljayfirlýsinguna í morgun.
Guðjón og Dagur undirrita viljayfirlýsinguna í morgun. mbl.is/Eggert

Dagur segir að verið sér að rýna skólamálin með tilliti til uppbyggingar á þessu svæði, en segir einnig að það eigi eftir að koma í ljós hvernig íbúasamsetning á þessum nýja þéttingarreit verði og gefur í skyn að þar muni ef til vill verða mikið um eldra fólk, sem nýti sér ekki þjónustu skólanna.

„Inni í Vogabyggð er ráðgert að rísi nýr skóli, það getur kannski létt aðeins á skólahverfum hér í kring, en það fer líka svolítið eftir því hvaða aldurshópar flytja hvert. Í sumum tilvikum höfum við tekið eftir því að inn á þéttingarreiti flytur kannski eldra fólk sem er að minnka við sig en þá kannski losna íbúðir annars staðar.

Núna gefum við okkur mánuði í að deiliskipuleggja, það er talað um að framkvæmdir fari af stað innan tveggja ára frá þeim tíma og á meðan munum við rýna, ekki bara skólamálin heldur alla þjónustu, sem þarf að tryggja í tengslum við þessari nýju uppbyggingu, en það er ekki nýtt fyrir okkur, það er hluti af aðalskipulaginu,“ segir Dagur.

Nóg í gangi hjá Reitum

Reitir eru eitt stærsta fasteignafélag landsins og þetta verkefni bætist við ýmis önnur sem félagið stendur að. Það stærsta er stórfelld uppbygging í Kringlunni, þar sem gert hefur verið ráð fyrir um 400-600 íbúðum og atvinnuhúsnæði að auki.

„Það hefur aðeins dregist bara út af skipulagsmálum,“ segir Guðjón, sem segir það vera flókið verkefni og að það verði ekki einfaldara þegar „menn tala um að setja Miklubraut í stokk“ og um það hvar borgarlínan eigi að liggja.

„Þar eru fleiri hagsmunaaðilar, en við bara bíðum eftir því að það raungerist, við erum ekkert að flýta okkur, en það er bara í ferli. Það verkefni er núna hluti af aðalskipulagsbreytingum hjá Reykjavíkurborg og ég á von að því að það klárist núna í vor og þegar aðalskipulagsbreytingin er komin í gegn þá getum við farið að deiliskipuleggja,“ segir Guðjón.

mbl.is

Innlent »

Skýringar á áverkum oft fáránlegar

18:26 Áverkar á börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi eru allt öðruvísi en þeir áverkar sem koma af slysförum segir Gestur Pálsson barnalæknir. Hann segir að oft séu skýringar á áverkum fáránlegar og læknar sem skoði börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi sjá að skýringin á ekki við. Meira »

Virkja Tungufljót í Biskupstungum

18:00 Góður gangur er í framkvæmdum við byggingu Brúarvirkjunar í Tungufljóti í Biskupstungum og um 60 manns eru þar nú að störfum. Meira »

Brekkurnar loksins opnaðar

17:30 Opnun Skíðasvæðisins í Bláfjöllum hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra, en svæðið opnaði í fyrsta skipti í vetur í dag. Skíðafólk lét ekki bíða eftir sér og mbl.is var á staðnum þegar fyrstu ferðirnar niður fjallið voru í skíðaðar í frábæru færi. Meira »

„Vasar þeirra ríku dýpka“

17:11 „Stefna Samfylkingarinnar er skýr um jöfn tækifæri allra,“ sagði Bjartur Aðalbjörnsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sem flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Hann sagði samneyslu þar sem gæðunum sé jafnt dreift þannig að öllum séu tryggð lífsviðurværi sé leiðin. Meira »

Tíu bækur tilnefndar

16:30 Tíu bækur voru fyrir stundu tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir árið 2018. Verðlaunin sjálf verða afhent í Þjóðarbókhlöðunni 3. mars og nema verðlaunin 1.250.000 krónum. Meira »

Samþykkti kerfisáætlun Landsnets

16:26 Fyrir helgi var tekin ákvörðun um það af hálfu Orkustofnunar að samþykkja kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2018-2027.   Meira »

„Ekkert nýtt“ að fá sér bjór á vinnutíma

16:22 „Ég fékk póst,“ segir Karl Gauti Hjaltason þingmaður, um tölvupóst sem honum barst frá Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og nefndarmanni í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, á meðan fundi nefndarinnar stóð 1. júní í fyrra. Í póstinum stendur að hún, og fleiri þingmenn, hefðu brugðið sér á barinn Klaustur. Meira »

Samþykktu breytingar á Hamraneslínu

16:14 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að veita Landsneti tvö framkvæmdaleyfi fyrir breytingum á legu Hamraneslínu 1 og 2. Meira »

Björguðu kindum úr sjálfheldu

16:05 Sextán björgunarsveitarmenn úr Grindavík björguðu fjórum kindum úr sjálfheldu á klettasyllu í Bæjarfelli við Krísuvík í gærkvöldi. Talsmaður björgunarsveitarinnar segir að kletturinn sé um 30 metra hár og voru kindurnar fastar á syllunni um átta metra neðan við bjargbrún. Meira »

Flýgur áfram til Íslands í sumar

15:46 Bandaríska flugfélagið American Airlines hyggst fljúga áfram á milli Íslands og Dallas-borgar í Bandaríkjunum í sumar líkt og félagið gerði síðasta sumar. Hins vegar hafa íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air bæði hætt að fljúga til borgarinnar. Meira »

Vilja fjögurra þrepa skattkerfi

15:27 Miðstjórn ASÍ samþykkti á fundi sínum í dag tillögur efnahags-, skatta- og atvinnumálanefndar sambandsins um breytingar á skattkerfinu sem auka jöfnuð og ráðstöfunartekjur meginþorra launafólks. Meira »

Heita fundarlaunum fyrir bílinn

15:23 Eigendur bifreiðar af gerðinni Land Rover Discovery, sem stolið var frá Bjarnarstíg í Reykjavík í fyrrinótt, hafa ákveðið að veita 200 þúsund krónur í fundarlaun í von um að bíllinn finnist. Meira »

Óuppfyllt íbúðaþörf mun minnka

15:16 „Tillögurnar munu auka framboð, tryggja stöðugleika á markaðnum og lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá viðkvæmum hópum, komist þær til framkvæmda,“ segir Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, í samtali við mbl.is, um nýjar húsnæðistillögur átakshóps ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær. Meira »

Fiskistofa ítrekað bent á vandann

15:14 Stjórnendur Fiskistofu hafa ítrekað bent á þann vanda sem við er að etja vegna eftirlits með fiskveiðum. Þeir telja skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlitshlutverk Fiskistofu vandaða og að hún bendi réttilega á margvíslega erfiðleika í þessum efnum. Meira »

Þjórsárdalur friðlýstur í heild

15:00 Minjastofnun hefur gert tillögu að friðlýsingu alls búsetulandslags Þjórsárdals. Tillagan er unnin samhliða tillögu að friðlýsingu náttúruminja í hluta dalsins. Gangi áform Minjastofnunar eftir verður Þjórsárdalur fyrsta svæðið til að hljóta friðlýsingu í heild sinni en hingað til hefur tíðkast að friðlýsa staka minjastaði. Meira »

Skilur ekki af hverju hann er ákærður

14:55 Aðkoma Kjartans Bergs Jónssonar að því máli, sem nú er til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur, er afar takmörkuð, að hans eigin sögn, en hann gaf skýrslu núna eftir hádegið og sagðist þar meðal annars ekki einu sinni skilja þann lið ákærunnar sem beinist að honum. Meira »

Tölum ekki í farsímann við akstur

14:30 Í átaki Samgöngustofu og fleiri sem ber yfirskriftina Höldum fókus eru farnar nýjar leiðir til að minna ökumenn á hversu hættulegt það er að nota símann undir stýri. Meira »

Bíógagnrýni: Glass og Close

14:00 Raggi Eyþórsson, bíógagnrýnandi og framleiðandi, gaf Glass og Close ekki beint góða dóma, en þó eru greinilega ágætissprettir í hvorri mynd um sig. Meira »

„Verður ekki gefinn mikill tími“

13:51 „Ég held að það sé alveg morgunljóst að enn ber gríðarlega mikið í milli,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við mbl.is. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í morgun ásamt viðsemjendum sínum; fulltrúum VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...
Ljósmyndanámskeið fyrir byrjendur
Ljosmyndari.is býður upp á fjölmörg námskeið á árinu 2019. 2ja daga ljósmyndanám...