Hægt að byggja þétt og vel á reitnum

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita á ...
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita á þaki Orkuhússins fyrir hádegi. mbl.is/Eggert

„Margir kalla þetta Orkuhússlóðina, en þetta er auðvitað stærra. Þetta er ekki bara Suðurlandsbraut 34, heldur er þetta líka Ármúli 31. Þegar þú dregur hring utan um lóðina er hún um það bil 26.000 fermetrar og samkvæmt okkar fyrstu skoðunum getur þú komið fyrir hérna 45.000 fermetrum af byggingarmagni,“ segir Guðjón Auðunsson forstjóri Reita í samtali við mbl.is.

Í morgun undirritaði Guðjón viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg fyrir hönd Reita, um stórfellda uppbyggingu á lóðinni, en þar er gert ráð fyrir allt að 500 íbúðum og atvinnustarfsemi sömuleiðis. Lágreist atvinnuhúsnæði neðst í Ármúlanum verður rifið til þess að rýma fyrir blandaðri byggð, sem gæti orðið að miklu leyti 5-6 hæða hús miðað við áætlað byggingamagn.

„Það segir sig sjálft að á 26.000 fermetra lóð og þú ætlar að byggja 45.000 fermetra, með götum og görðum á milli, þá ertu kominn með 5-6 hæða byggingar, að miklu leyti. Fyrirmyndin er bara hérna,“ segir Guðjón og vísar til Orkuhússins. Bláu húsin á lóðinni munu víkja og ljóst að götumynd Ármúlans verður allt önnur.

„Þarna eru náttúrulega leigutakar í dag, sem hafa sína leigusamninga og við heiðrum þá,“ segir Guðjón, sem segir Reiti og Reykjavíkurborg vera á leiðinni í „nokkuð langt ferðalag“ varðandi þessa uppbyggingu, sem ráðgert er að geti hafist um tveimur árum eftir að deiliskipulagsvinnu lýkur, samkvæmt fréttatilkynningu sem borgin lét frá sér í morgun.

Reiturinn sem um ræðir er alls 26.000 fermetrar. Gert er ...
Reiturinn sem um ræðir er alls 26.000 fermetrar. Gert er ráð fyrir 45.000 fermetra byggingamagni. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

„Einhverjir leigusamningarnir eru lengri en þetta [2-3 ár], svo við þurfum hugsanlega að vinna hérna með okkar viðskiptavinum í því hvernig við förum með það eða aðlaga byggingaframkvæmdir, af því að svæðið er svo stórt, að því hvenær samningar losna,“ segir Guðjón.

Þétt og gott borgarumhverfi

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við blaðamann að það verði útfært í deiliskipulagi hversu há hús muni rísa á lóðinni, en þrjár arkitektastofur munu vinna að hugmyndum um reitinn, samkvæmt Guðjóni. Ekki var hægt að greina frá því hvaða arkitektar taka þátt í hugmyndavinnunni að svo stöddu.

„Við sjáum ekki fyrir okkur að þetta verði einhver háhýsabyggð heldur bara þétt og gott borgarumhverfi og það tekur auðvitað bara mið af aðstæðum hér, hvernig það verður úfært,“ segir Dagur. Hann bætir við að kjarni málsins sé sá með þessari viljayfirlýsingu sé verið að gefa tóninn til framtíðar.

Hluti af þessu samkomulagi er að gera ráð fyrir borgarlínustöð hérna fyrir utan og þess vegna getum við byggt mjög þétt og vel á þessum reit,“ segir Dagur.

Hann bætir því við að aðstæður til þess að fjölga íbúum og íbúðum á þessu svæði séu frábærar, stutt sé í Laugardalinn sem borgaryfirvöld ætli að „standa vörð um“ sem útivistarsvæði og ekki sé heldur svo langt í Elliðaárdalinn.

Guðjón og Dagur undirrita viljayfirlýsinguna í morgun.
Guðjón og Dagur undirrita viljayfirlýsinguna í morgun. mbl.is/Eggert

Dagur segir að verið sér að rýna skólamálin með tilliti til uppbyggingar á þessu svæði, en segir einnig að það eigi eftir að koma í ljós hvernig íbúasamsetning á þessum nýja þéttingarreit verði og gefur í skyn að þar muni ef til vill verða mikið um eldra fólk, sem nýti sér ekki þjónustu skólanna.

„Inni í Vogabyggð er ráðgert að rísi nýr skóli, það getur kannski létt aðeins á skólahverfum hér í kring, en það fer líka svolítið eftir því hvaða aldurshópar flytja hvert. Í sumum tilvikum höfum við tekið eftir því að inn á þéttingarreiti flytur kannski eldra fólk sem er að minnka við sig en þá kannski losna íbúðir annars staðar.

Núna gefum við okkur mánuði í að deiliskipuleggja, það er talað um að framkvæmdir fari af stað innan tveggja ára frá þeim tíma og á meðan munum við rýna, ekki bara skólamálin heldur alla þjónustu, sem þarf að tryggja í tengslum við þessari nýju uppbyggingu, en það er ekki nýtt fyrir okkur, það er hluti af aðalskipulaginu,“ segir Dagur.

Nóg í gangi hjá Reitum

Reitir eru eitt stærsta fasteignafélag landsins og þetta verkefni bætist við ýmis önnur sem félagið stendur að. Það stærsta er stórfelld uppbygging í Kringlunni, þar sem gert hefur verið ráð fyrir um 400-600 íbúðum og atvinnuhúsnæði að auki.

„Það hefur aðeins dregist bara út af skipulagsmálum,“ segir Guðjón, sem segir það vera flókið verkefni og að það verði ekki einfaldara þegar „menn tala um að setja Miklubraut í stokk“ og um það hvar borgarlínan eigi að liggja.

„Þar eru fleiri hagsmunaaðilar, en við bara bíðum eftir því að það raungerist, við erum ekkert að flýta okkur, en það er bara í ferli. Það verkefni er núna hluti af aðalskipulagsbreytingum hjá Reykjavíkurborg og ég á von að því að það klárist núna í vor og þegar aðalskipulagsbreytingin er komin í gegn þá getum við farið að deiliskipuleggja,“ segir Guðjón.

mbl.is

Innlent »

Réttindalaus með stera í bílnum

06:21 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af nokkrum ökumönnum í nótt. Ökumaður sem var stöðvaður í Breiðholti reyndist undir áhrifum fíkniefna og hafði hann verið sviptur ökuréttindum, auk þess sem bifreiðin sem hann ók á var á röngum skráningarmerkjum. Einnig fundust fíkniefni í bifreiðinni. Meira »

Xanadu-söngleikurinn á svið

06:00 Sýningar Nemendafélagsins í Verslunarskóla Íslands vekja gjarnan mikla athygli og má segja að þær séu ákveðin skrautfjöður í félagslífi skólans. Í ár bjóða þau upp á söngleikinn Xanadu. Meira »

Enginn lax slapp úr sjókví Arnarlax

05:30 „Það er búið að vitja allra netanna og það hefur enginn fiskur fundist. Það eru góðar fréttir,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, en í gær var vitjað neta sem lögð voru til að kanna hvort lax hefði sloppið úr sjókví fyrirtækisins við Hringsdal í Arnarfirði. Fiskistofa stýrði aðgerðum í gær. Meira »

Vill fjölga þrepum í tekjuskatti

05:30 Miðstjórn ASÍ samþykkti í gær tillögur um breytingar á skattkerfinu sem efnahags-, skatta- og atvinnumálanefnd sambandsins hefur unnið. Þar er m.a. lagt til að tekin verði upp fjögur skattþrep, þar sem fjórða skattþrepið verði hátekjuþrep, og að skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. Meira »

„Miður mín yfir mörgu sem ég sagði“

05:30 „Ég hef talað við áfengisráðgjafa og leitað aðstoðar sálfræðings og ég hef átt löng og hispurslaus samtöl við þá sem lengi hafa þekkt mig.“ Meira »

Enginn fjöldaflótti úr VR

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vísar því á bug að margir félagsmenn VR hafi undanfarið gengið í önnur stéttarfélög vegna óánægju með málflutning verkalýðshreyfingarinnar. Meira »

Borgin semji um Keldnalandið

05:30 Sjálfstæðismenn munu bera upp tillögu í borgarráði í dag um að Reykjavíkurborg semji við ríkið um Keldnalandið og hefjist tafarlaust handa við skipulagningu svæðisins. Meira »

Rústir 22ja bæja eru í dalnum

05:30 Minjastofnun hefur gert tillögu að friðlýsingu alls búsetulandslags Þjórsárdals, jafnhliða því sem óskað hefur verið eftir að Gjáin og fleiri náttúruminjar í dalnum verði friðlýstar. Meira »

Reisa timburhús við Kirkjusand

05:30 Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands. Meðal annars er íbúðum fjölgað á reitum G, H og I úr 100 í 125. Meira »

Snjóhengja féll af húsi á konu

Í gær, 23:47 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um snjóhengju sem féll af húsi í Faxafeni á konu sem átti leið um.  Meira »

Áströlsku hjónin stefna Mountaineers

Í gær, 22:55 Áströlsk hjón sem týndust í sjö tíma í vélsleðaferð við Langjökul fyrir tveimur árum hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Þau krefjast miskabóta og segja atvikið hafa haft mikil sálræn áhrif á þau. Meira »

Reikningur barns tæmdur vegna mistaka

Í gær, 22:47 Solveig Rut Sigurðardóttir rak upp stór augu eftir að 18 ára drengur setti sig í samband við hana í gærkvöldi og upplýsti hana um að dóttir hennar hefði millifært á reikning hans rúmlega 100 þúsund krónur. Hann þóttist vita að mistök hefðu verið gerð. Meira »

Enginn samningur og ekkert samráð

Í gær, 21:58 Stjórn Neytendasamtakanna hefur áhyggjur af stöðu leigjendamála á Íslandi og lýsir yfir furðu á samráðsleysi við samtökin í tengslum við tillögur átakshóps við vanda á húsnæðismarkaði. Þá gagnrýnir stjórnin að samningur Neytendasamtakanna og ríkisins um leigjendaaðstoð hafi ekki verið endurnýjaður. Meira »

Lögreglan varar við grýlukertum

Í gær, 21:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við grýlukertum en þau er víða að finna þessa dagana. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nokkur hætta geti stafað af grýlukertum og því sé full ástæða til að hvetja vegfarendur til að sýna aðgát, ekki síst á miðborgarsvæðinu. Meira »

Sleginn ítrekað í andlitið

Í gær, 21:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að öðrum manni í Mosfellsbæ og slegið hann ítrekað með krepptum hnefa í andlitið. Meira »

Óvíst með lögmæti upplýsingagjafar

Í gær, 20:39 Félagsmálaráðuneytið sér sér ekki fært að afhenda Alþingi upplýsingar um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs árin 2008 til 2017 vegna lagalegrar óvissu um heimild til opinberrar birtingar slíkra persónuupplýsinga. Meira »

Favourite fer í almenna sýningu

Í gær, 20:25 Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru gerðar opinberar í gær og eru þar í forystu Netflix-kvikmyndin Roma og kvikmyndin The Favourite, sem hljóta tíu tilnefningar hvor, meðal annars sem kvikmyndir ársins. Athygli hefur vakið að The Favourite hefur ekki verið í sýningu hér á landi. Meira »

Sjáum slaka í félagslegu taumhaldi

Í gær, 19:36 Samvera grunnskólabarna í 9. og 10. bekk á Akureyri með foreldrum sínum mældist örlítið undir landsmeðaltali í könnun Rannsókna og greiningar. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir akureyrsk ungmenni annars koma svipað út og ungmenni annars staðar. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 19:31 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en hann hljóðaði upp á tæpa 1,2 milljarða króna. Enginn hlaut heldur annan vinning, þar sem rúmar 33 milljónir króna voru í boði. Meira »
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...
Infrarauður Saunaklefi 229.000
Infrarauður Saunaklefi - 249.000 Tilboð : 229.000 Er á leiðinni 8-10 vikur ( 30...
- Studio íbúð til leigu.
Til leigu í Biskupstungum fyrir 1-2, bað/sturta og eldhús, gasgrill. leigist ...