Hægt að byggja þétt og vel á reitnum

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita á ...
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita á þaki Orkuhússins fyrir hádegi. mbl.is/Eggert

„Margir kalla þetta Orkuhússlóðina, en þetta er auðvitað stærra. Þetta er ekki bara Suðurlandsbraut 34, heldur er þetta líka Ármúli 31. Þegar þú dregur hring utan um lóðina er hún um það bil 26.000 fermetrar og samkvæmt okkar fyrstu skoðunum getur þú komið fyrir hérna 45.000 fermetrum af byggingarmagni,“ segir Guðjón Auðunsson forstjóri Reita í samtali við mbl.is.

Í morgun undirritaði Guðjón viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg fyrir hönd Reita, um stórfellda uppbyggingu á lóðinni, en þar er gert ráð fyrir allt að 500 íbúðum og atvinnustarfsemi sömuleiðis. Lágreist atvinnuhúsnæði neðst í Ármúlanum verður rifið til þess að rýma fyrir blandaðri byggð, sem gæti orðið að miklu leyti 5-6 hæða hús miðað við áætlað byggingamagn.

„Það segir sig sjálft að á 26.000 fermetra lóð og þú ætlar að byggja 45.000 fermetra, með götum og görðum á milli, þá ertu kominn með 5-6 hæða byggingar, að miklu leyti. Fyrirmyndin er bara hérna,“ segir Guðjón og vísar til Orkuhússins. Bláu húsin á lóðinni munu víkja og ljóst að götumynd Ármúlans verður allt önnur.

„Þarna eru náttúrulega leigutakar í dag, sem hafa sína leigusamninga og við heiðrum þá,“ segir Guðjón, sem segir Reiti og Reykjavíkurborg vera á leiðinni í „nokkuð langt ferðalag“ varðandi þessa uppbyggingu, sem ráðgert er að geti hafist um tveimur árum eftir að deiliskipulagsvinnu lýkur, samkvæmt fréttatilkynningu sem borgin lét frá sér í morgun.

Reiturinn sem um ræðir er alls 26.000 fermetrar. Gert er ...
Reiturinn sem um ræðir er alls 26.000 fermetrar. Gert er ráð fyrir 45.000 fermetra byggingamagni. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

„Einhverjir leigusamningarnir eru lengri en þetta [2-3 ár], svo við þurfum hugsanlega að vinna hérna með okkar viðskiptavinum í því hvernig við förum með það eða aðlaga byggingaframkvæmdir, af því að svæðið er svo stórt, að því hvenær samningar losna,“ segir Guðjón.

Þétt og gott borgarumhverfi

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við blaðamann að það verði útfært í deiliskipulagi hversu há hús muni rísa á lóðinni, en þrjár arkitektastofur munu vinna að hugmyndum um reitinn, samkvæmt Guðjóni. Ekki var hægt að greina frá því hvaða arkitektar taka þátt í hugmyndavinnunni að svo stöddu.

„Við sjáum ekki fyrir okkur að þetta verði einhver háhýsabyggð heldur bara þétt og gott borgarumhverfi og það tekur auðvitað bara mið af aðstæðum hér, hvernig það verður úfært,“ segir Dagur. Hann bætir við að kjarni málsins sé sá með þessari viljayfirlýsingu sé verið að gefa tóninn til framtíðar.

Hluti af þessu samkomulagi er að gera ráð fyrir borgarlínustöð hérna fyrir utan og þess vegna getum við byggt mjög þétt og vel á þessum reit,“ segir Dagur.

Hann bætir því við að aðstæður til þess að fjölga íbúum og íbúðum á þessu svæði séu frábærar, stutt sé í Laugardalinn sem borgaryfirvöld ætli að „standa vörð um“ sem útivistarsvæði og ekki sé heldur svo langt í Elliðaárdalinn.

Guðjón og Dagur undirrita viljayfirlýsinguna í morgun.
Guðjón og Dagur undirrita viljayfirlýsinguna í morgun. mbl.is/Eggert

Dagur segir að verið sér að rýna skólamálin með tilliti til uppbyggingar á þessu svæði, en segir einnig að það eigi eftir að koma í ljós hvernig íbúasamsetning á þessum nýja þéttingarreit verði og gefur í skyn að þar muni ef til vill verða mikið um eldra fólk, sem nýti sér ekki þjónustu skólanna.

„Inni í Vogabyggð er ráðgert að rísi nýr skóli, það getur kannski létt aðeins á skólahverfum hér í kring, en það fer líka svolítið eftir því hvaða aldurshópar flytja hvert. Í sumum tilvikum höfum við tekið eftir því að inn á þéttingarreiti flytur kannski eldra fólk sem er að minnka við sig en þá kannski losna íbúðir annars staðar.

Núna gefum við okkur mánuði í að deiliskipuleggja, það er talað um að framkvæmdir fari af stað innan tveggja ára frá þeim tíma og á meðan munum við rýna, ekki bara skólamálin heldur alla þjónustu, sem þarf að tryggja í tengslum við þessari nýju uppbyggingu, en það er ekki nýtt fyrir okkur, það er hluti af aðalskipulaginu,“ segir Dagur.

Nóg í gangi hjá Reitum

Reitir eru eitt stærsta fasteignafélag landsins og þetta verkefni bætist við ýmis önnur sem félagið stendur að. Það stærsta er stórfelld uppbygging í Kringlunni, þar sem gert hefur verið ráð fyrir um 400-600 íbúðum og atvinnuhúsnæði að auki.

„Það hefur aðeins dregist bara út af skipulagsmálum,“ segir Guðjón, sem segir það vera flókið verkefni og að það verði ekki einfaldara þegar „menn tala um að setja Miklubraut í stokk“ og um það hvar borgarlínan eigi að liggja.

„Þar eru fleiri hagsmunaaðilar, en við bara bíðum eftir því að það raungerist, við erum ekkert að flýta okkur, en það er bara í ferli. Það verkefni er núna hluti af aðalskipulagsbreytingum hjá Reykjavíkurborg og ég á von að því að það klárist núna í vor og þegar aðalskipulagsbreytingin er komin í gegn þá getum við farið að deiliskipuleggja,“ segir Guðjón.

mbl.is

Innlent »

Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum

13:15 Litlar kröfur eru gerðar um eignarhald bújarða hér á landi. Samkvæmt meginreglu 1. greinar laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem gilda um allar fasteignir í rýmri merkingu (þ.m.t. land) á Íslandi, er áskilið að menn megi ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum nema þeir séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi. Meira »

Hitinn fer í allt að 20 stig

12:37 Spáð er norðaustangolu eða -kalda og súld eða dálítilli rigningu austanlands í dag, en skýjað verður með köflum vestan til á landinu og allvíða skúrir síðdegis. Hitinn verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum á Suðvesturlandi en kaldast við norður- og austurströndina. Meira »

Dansar þegar nýja nýrað kemur

12:02 María Dungal mun loksins fá nýtt nýra í september eftir áralanga baráttu við nýrnabilunarsjúkdóm. Fréttirnar fékk hún í gær. Hún ætlar ekki í fallhlífastökk, en ætlar í ræktina og að bjóða fólki í mat að aðgerð lokinni. Meira »

Vilja aðgerðir en lítið hefur gerst

09:53 Fjölmargir forystumenn í íslenskum stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni opinberlega á undanförnum árum að nauðsynlegt sé að taka umfangsmikil jarðakaup hér á landi til skoðunar með það fyrir augum að setja þeim ákveðnar skorður. Þá ekki hvað síst forystumenn núverandi ríkisstjórnarflokka. Lítið hefur hins vegar gerst. Meira »

Hamsturinn kominn heim

08:28 Hamstur, sem lenti í átökum við kött í Reykjanesbæ í fyrradag, er kominn í hendur eiganda síns. Þessu greinir lögreglan á Suðurnesjum frá á facebooksíðu sinni. Meira »

Fuglalífið blómstrar í borginni í sumar

08:18 Náttúran skartar sínu fegursta þessa dagana og þar er fuglalífið engin undantekning. Víða eru komnir ungar og þeir sem fyrst komust á legg í vor eru löngu orðnir fleygir. Meira »

Hvött til að stofna nýtt framboð

08:01 „Ég ætla ekki að fara í opinber rifrildi við fyrrum samstarfsfólk,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og einn stofnenda flokksins, á facebooksíðu sinni. Meira »

625 nemendur í skóla fyrir 450

07:57 Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, hafa óskað eftir aukafundi í ráðinu sem fyrst vegna málefna Norðlingaskóla og annarra skóla þar sem stefnir í að skólastarf verði í uppnámi við skólabyrjun í haust. Meira »

Átti í ágreiningi vopnaður hnífi

07:42 Horfa þurfti í ýmis horn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt. Í mörgum tilfellum vegna einstaklinga undir áhrifum vímuefna. Meira »

Drottningin langa bakkaði að bryggjunni

07:37 Það fjölgaði mjög í höfuðborginni í gærmorgun þegar farþegar skemmtiferðaskipsins Queen Mary 2 stigu frá borði og lögðu af stað í skoðunarferðir. Farþegarnir eru alls 2.630 og fóru þeir flestir í skipulagðar ferðir. Meira »

Eignarhaldið virðist vera á huldu

07:30 Hér um bil 60 jarðir á Íslandi eru komnar í eigu erlendra fjárfesta og viðskiptafélaga þeirra. Talningin byggist á fasteignaskrá og fréttum og gæti talan verið hærri. Með kaupunum hafa fjárfestarnir eignast stór svæði í nokkrum landshlutum og tilheyrandi veiðiréttindi. Meira »

Loftrýmisgæsla NATO hefst á ný

05:30 Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar bandaríska flughersins.  Meira »

Nú hillir undir byggingu ódýrari íbúða

05:30 Sex aðilar hyggjast hefja byggingu á ódýrari íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á næstunni, ef áform og fjármögnun ganga eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Ákvörðunin kemur á óvart

05:30 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), kom af fjöllum spurð hvort það setti ekki þrýsting á SÍS að Reykjavíkurborg hefði ákveðið að greiða öllum starfsmönnum sínum 105 þúsund króna eingreiðslu 1. ágúst, vegna tafa á viðræðum um nýja kjarasamninga. Meira »

Útboð vegna Stjórnarráðslóðar stendur

05:30 Minjastofnun Íslands fékk í síðustu viku umsókn um rannsóknarleyfi á Stjórnarráðsreitnum frá VG-fornleifarannsóknum, sem eru undirverktaki hjá Hellum og lögnum ehf. sem buðu lægst. Meira »

Orkupakkamálið líklegasta skýringin

05:30 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins nú 19%. Er þetta minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í könnun MMR til þessa. Meira »

Leki á tveimur stöðum á Seltjörn

05:30 Leki kom upp á tveimur stöðum á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi sem vígt var í febrúar. Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts, félags á vegum ríkisins sem rekur Seltjörn, segir að aðeins sé um smit að ræða sem sé óverulegt og trufli ekki starfsemina. Meira »

Bræðurnir vissu ekki hvor af öðrum

05:30 Natan Dagur Berndsen, 10 ára íslenskur strákur, hitti hálfbróður sinn, Isak Ahlgren, í fyrsta sinn í Svíþjóð í fyrradag. Natan Dagur, Isak og 10 ára drengur í Danmörku eru allir getnir með gjafasæði sama manns. Meira »

Fjölmenn skötumessa

Í gær, 23:12 „Þetta var ótrúlega magnað, það hafa aldrei áður mætt svona margir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður og frumkvöðull Skötumessunnar í Garðinum. Fjölmennasta Skötumessan til þessa var haldin á miðvikudagskvöld í Miðgarði Gerðaskóla. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Ýmislegt til bókbandsvinnu
Til sölu eru ýmsir hlutir til bókbandsvinnu, pressur, saumastól m.m. Áhugasamir...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
Sprautulökkun
Ónotað síubox til sölu, stærð breidd 241 cm, dýpt 78 cm og hæð 115 cm + plús gri...