Greinir á um leiðréttingu

Tryggingastofnun hefur á grundvelli útreikninga sinna skert bætur til öryrkja, ...
Tryggingastofnun hefur á grundvelli útreikninga sinna skert bætur til öryrkja, en þeir voru á röngum forsendum. Félagsmálaráðuneytið telur leiðréttingu aðeins ná 4 ár aftur í tíma. mbl.is/Eggert

Tryggingastofnun hefur reiknað örorkulífeyri til þeirra sem hafa verið búsettir erlendis hluta ævinnar rangt í lengri tíma, en Öryrkjabandalag Íslands og félagsmálaráðuneytið greinir á um hvort fyrningarfrestur skuli vera á kröfum þeirra sem hafa fengið greiðslur sínar frá Tryggingastofnun skertar.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir í samtali við mbl.is að bandalagið telji að Tryggingastofnun hafi reiknað greiðslurnar rangt frá árinu 2009 og að það beri að leiðrétta.

Jafnframt segir Þuríður það skilning bandalagsins á skilaboðum sem það hefur fengið að það sé mat ráðuneytisins að leiðrétting greiðslna muni aðeins ná fjögur ár aftur í tímann.

Félagsmálaráðuneytið staðfestir túlkun bandalagsins varðandi fyrningartíma í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is. „Þetta var sú niðurstaða sem sérfræðingar ráðuneytisins meta að sé rétt.“ Tekið er þó fram að málið er á forræði Tryggingastofnunar og mun stofnunin afgreiða málið án beinnar aðkomu ráðuneytisins.

Þarf að endurgreiða

Á fundi velferðarnefndar Alþingis verður til umræðu álit umboðsmanns Alþingis þess efnis að ágallar hafa verið í útreikningum Tryggingastofnunar á greiðslum örorkulífeyris þeirra sem hafa átt búsetu erlendis.

„Þetta snýst um það að Tryggingastofnun hafi ekki verið að reikna þetta rétt og að þeir hafi túlkað lögin með einkennilegum hætti,“ segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar Alþingis, í samtali við mbl.is.

Hún segir umboðsmann kynna álit sitt fyrir nefndinni í dag, einnig að fulltrúar Öryrkjabandalagsins og Tryggingastofnunar munu funda með nefndinni í dag.

„Það þarf að byrja að greiða þetta út rétt og að endurgreiða,“ segir Halldóra sem bendir á að enn sé eftir að útkljá útfærslu endurgreiðslna. „Við þurfum að fá fram ýmsar upplýsingar, við þurfum að vita hvenær Tryggingastofnun byrjar að reikna þetta með þessum hætti. Öryrkjabandalagið tekur fyrst eftir þessu 2009.“

Spurð hvort breytingin í útreikningum sé tengd við fjárhagsstöðu íslenska ríkisins á þessum tíma segist hún ekki vita það. „Þetta er áhugaverð tímasetning alla vega.“

Halldóra Mogensen.
Halldóra Mogensen. mbl.is/Eggert

Lækkuðu greiðslur um rúman helming

Fram kemur í áliti umboðsmanns Alþingis að einstaklingur hafi leitað til embættisins í kjölfar þess að úrskurðarnefnd almannatrygginga úrskurðaði að greiðsluhlutfall örorkulífeyris hennar skyldi lækkað úr 47,14% í 21,79% vegna nýs útreiknings á búsetuhlutfalli hennar á Íslandi.

„Byggðist sú aðferð nefndarinnar einkum á reglugerð Evrópuþingsins og -ráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa. Athugun umboðsmanns laut að því hvort viðhlítandi lagastoð hefði verið fyrir því að skipta framreiknuðum búsetutíma hlutfallslega með þessum hætti.“

Sagði umboðsmaður úrskurð nefndarinnar ekki hafa verið í samræmi við lög og að ákvæði laga um almannatryggingar um útreikning búsetutíma á Íslandi væru óskýr.

mbl.is

Innlent »

Röktu ferðir ræningja í snjónum

14:09 Rán var framið í kjörbúð á Akureyri á sjöunda tímanum í morgun. Karlmaður á þrítugsaldri ógnaði tveimur starfsmönnum með hnífi og krafðist þess að fá afhenta peninga úr sjóðsvélum. Maðurinn hljóp á brott úr versluninni þegar hann var kominn með peningana. Meira »

Mismunar miðlum gróflega

14:00 Réttlátara væri að fella niður tryggingagjald hjá fjölmiðlum eða fella niður virðisaukaskatt á áskriftarmiðla frekar en að ríkið endurgreiddi hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla. Þetta sagði Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri viðskipta Morgunblaðsins, í útvarpsþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Meira »

Verkalýðsfélög stýra ekki landinu

11:42 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir forystu verkalýðsfélaganna ekki kjörna til að fara með stjórn landsmála heldur fyrst og fremst til þess að semja um kjör á markaði við sína viðsemjendur. Viðsemjendurnir eru Samtök atvinnulífsins en ekki ríkið. Meira »

Búið að opna fyrir umferð um Hellisheiði

09:35 Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði, en veginum var lokað í nótt vegna ófærðar. Fyrr í morgun var opnað fyrir umferð um Þrengslin, en þar hafði einnig verið lokað fyrir umferð í nótt. Meira »

Fjölmiðlar, kjarabarátta og kjördæmavikan

09:30 Þingkonurnar Bryndís Haraldsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Halldóra Mogensen mæta í þáttinn Þingvelli á K100 í dag og munu ræða við Björt Ólafsdóttur meðal annars um kjarabaráttuna, kjördæmaviku og afsögn varaþingmanns Pírata Meira »

Hætta á óafturkræfum inngripum

08:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði. Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland, segir að þangað til lögunum verður breytt sé hætta á að börn séu látin sæta óafturkræfum inngripum sem eru byggð á félagslegum eða útlitslegum forsendum. Meira »

Sjóveðurfréttirnar halda enn gildi sínu

08:00 Sjóveðurfréttir hafa frá áramótum verið lesnar klukkan 5.03 að morgni á Rás 1 í Ríkisútvarpinu, að loknum útvarpsfréttum sem sendar eru út klukkan fimm. Áður voru sjóveðurfréttirnar lesnar klukkan 4.30 en með þessum breytingum verða allir veðurfréttatímar í kjölfar útvarpsfrétta á RÚV. Meira »

Ók á kyrrstæða bíla og svo á brott

07:22 Yfir 80 mál komu upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í gærkvöldi fram á morgun og voru níu vistaðir í fangageymslu í nótt. Tveir menn voru meðal annars handteknir í Reykjavík seint í gærkvöldi grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Voru þeir vistaðir í fangageymslu. Meira »

Þungfært víða og Hellisheiði lokuð

07:13 Hellisheiði er enn lokuð eftir að hafa verið lokuð í nótt vegna veðurs. Þá eru hálkublettir á Reykjanesbraut, en hálka og éljagangur á Grindarvíkurvegi. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum á Suðvesturlandi. Meira »

Þrennt alvarlega slasað eftir árekstur

Í gær, 22:30 Þrír liggja alvarlega slasaðir á Landspítalanum eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða á fimmtudagskvöld, breskt par og einstaklingur frá Taívan. Meira »

Taumlaus gleði og hamingja

Í gær, 21:58 Hamingja á heimsvísu. Þó að úti hamist stríð um hagsmuni er mannsandinn samur við sig. Ástar er þörf!  Meira »

Staðbundnar fréttaveitur hlunnfarnar

Í gær, 20:45 Fjölda staðbundinna fjölmiðla íslenskra þykir sinn hlutur fyrir borð borinn í frumvarpi um breytingar á fjölmiðlalögum, ef marka má umsagnir þeirra flestra inni á samráðsgáttinni á vefsvæði stjórnvalda. Meira »

Stoltir af breyttri bjórmenningu hér

Í gær, 20:26 „Við erum að fá algjörlega mögnuð brugghús í heimsókn til okkar. Þetta verður mjög spennandi hátíð,“ segir Ólafur Ágústsson, einn skipuleggjenda The Annual Icelandic Beer Festival sem haldin verður í áttunda sinn í næstu viku. Hátíðin stendur frá fimmtudegi til laugardags og er að þessu sinni haldin í aðdraganda þess að þrjátíu ár eru liðin frá fyrsta Bjórdeginum. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í Lottó

Í gær, 19:57 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með all­ar fimm töl­ur rétt­ar í lottóút­drætti kvölds­ins og hlýtur hvor þeirra 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar vinningshafinn er í áskrift en hinn keypti miðann á lotto.is. Meira »

Úr tombólu í árlega bjórhátíð í þrjá áratugi

Í gær, 19:30 Fyrst var leyfilegt að selja bjór hérlendis 1. mars 1989 og allar götur síðan hefur Lionsklúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirði minnst þessara tímamóta. Meira »

RÚV verði að gefa eftir

Í gær, 18:58 Ofarlega á baugi í umsögnum fjölmiðla við nýtt frumvarp um fjölmiðla er staða RÚV á auglýsingamarkaði, sem þeir segja margir að geri öðrum miðlum ómögulega erfitt fyrir. Meira »

Hvetja ráðherra til að ljúka friðlýsingu

Í gær, 18:42 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er hvött til að ljúka friðlýsingu Víkurkirkjugarðs, alveg að austustu mörkum hans, eins og þau voru árið 1838. Þetta kom fram í ályktun baráttufundar um verndun Víkurkirkjugarðs í Iðnó í dag. Meira »

Varað við ferðalögum í kvöld og nótt

Í gær, 18:13 Spár gera ráð fyrir norðaustanhríðarveðri víða á landinu í nótt og varað er við ferðalögum um landið seint í kvöld og nótt eftir að þjónustutíma lýkur. Meira »

Bátur á reki úti fyrir Austurlandi

Í gær, 16:55 Um klukkan eitt í dag var óskað eftir aðstoð björgunarskips á Austurlandi vegna báts sem var á reki níu sjómílum suður af Stokksnesi. Báturinn var við veiðar þegar hann misst samband við stýrið og rak því stjórnlaust frá landi. Meira »
PALLHÝSI Travel Lite á Íslandi
Nú er besti tíminn til að panta, og fá húsið í maí. Einkaumboð fyrir TRAVEL L...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 26 þús. sem nýr. 30 Kw. hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós i...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...