Sindri Þór í 4 og hálfs árs fangelsi

Sindri Þór Stefánsson.
Sindri Þór Stefánsson. mbl.is/Eggert

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sindra Þór Stefánsson í fjögurra og hálfs árs fangelsi í gagnaversmálinu svokallaða.

Matthías Jón Karlsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og Hafþór Logi Hlynsson í tuttugu mánaða fangelsi, að því er RÚV greindi frá.

Aðrir sakborningar fengu vægari dóm. Öllum sakborningum var gert að greiða Advania rúmar 33 milljónir króna í skaðabætur.

Sjö voru ákærðir í málinu, sem snerist um innbrot í fjögur gagnaver í desember og janúar og tilraunir til tveggja innbrota í viðbót.

Andvirði þýfisins var metið á 96 milljónir króna en tjónið á 135 milljónir króna. Búnaðurinn hefur ekki fundist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert