Gróðurhvelfingar rísi í Löngugróf

Skýringaruppdráttur; þrívíddarmynd af svæðinu sem sýnir hvernig það gæti litið ...
Skýringaruppdráttur; þrívíddarmynd af svæðinu sem sýnir hvernig það gæti litið út í framtíðinni Teikning Landslag

Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst nýtt deiliskipulag fyrir þróunarsvæðið Stekkjarbakki Þ73.

Hugmyndir eru um gróðurhvelfingar. Skilmálar eiga að tryggja að ljósmengun frá starfsemi á svæðinu verði innan marka. „Búið er að mæla núverandi ljósmengun á svæðinu sem er í dag töluverð og ólíklegt að hún aukist mikið,“ segir í kynningu.

Skýringaruppdráttur; þrívíddarmynd þar sem sést í átt að lóð 3 ...
Skýringaruppdráttur; þrívíddarmynd þar sem sést í átt að lóð 3 frá göngustíg í Elliðaárdalnum Teikning Landslag

Í fréttatilkynningu á Facebook-síðu Spora í sandinn segir:

Nýtt deiliskipulag fyrir þróunarreit í aðalskipulagi (þ73) í Löngugróf norðan Stekkjarbakka og sunnan þeirra marka sem skilgreindu hugmyndir um „borgargarðinn“ Elliðaárdal, hefur verið samþykkt til auglýsingar, í borgarráði 10 janúar og borgarstjórn í gær 15, janúar. Í skipulaginu, sem nú fer í opna kynningu, er gert ráð fyrir að ALDIN Biodome rísi. 

Hjördísar Sigurðardóttur frumkvöðull og framkvæmdastjóri verkefnisins segir á Facebook:

„Ég er afskaplega ánægð með yfirlýstan stuðning kjörinna fulltrúa og vil ég þakka fyrir uppbyggileg innlegg. Þetta verður einstakt verkefni sem stuðlar að auknu jafnvægi í líf okkar, einkum yfir dimma vetrarmánuðina. Í ALDIN Biodome verður gestum boðið upp á fjölbreytta náttúruupplifun undir samfelldum hvolfþökum. Okkar reynda hönnunarteymi hefur lagt fram tillögur að útfærslum hvelfinganna þannig að þær falli sem best að landslagi og umhverfinu í kring en verði að sama skapa fallegt og aðlaðandi kennileiti. Eftir fjögurra ára sleitulausa vinnu, sem er drifin áfram af þeirri sýn að nauðsyn sé að bæta tengingu okkar við náttúruna og koma á betra jafnvægi inn í annasamt líf okkar, er þessum áfanga náð. Ég óska eftir stuðning sem flestra við þetta samfélagsjákvæða framtak.“

„ALDIN Biodome verður gróðursælt umhverfi undir glerþökum þar sem íbúar og gestir geta sótt ýmiskonar þjónustu og upplifanir í þægilegum hita og gróðurilm allt árið. Markmiðið er að fólk geti sótt sér orku í ALDIN Biodome en jafnframt sinnt fjölbreyttum verkefnum daglegs lífs. Þar verður hægt að stunda vinnu og sækja fundi, versla á grænum markaði og njóta afþreyingar. Þá er hugað að heilsunni t.a.m með ljósameðferð og hugleiðslujóga. Einnig verða í ALDIN Biodome veitingastaðir og kaffihús sem framreiða matvæli beint af beði. Þá verður lögð áhersla á aðlaðandi útisvæði og fallega gróðurframvindu í kringum mannvirkin. Markhópur verkefnisins er manneskjan, óháð stétt eða stöðu, búsetu eða uppruna.

Þróunarreiturinn er í svokallaðri Löngugróf, á röskuðu svæði á suðurjaðri Elliðaárdals sem liggur á tiltölulega háum bakka, séð frá dalnum. Um er að ræða forna sjávarkamba mótaða af ísaldarjökli. Áður fyrr voru þar óskráð býli (m.a. Laufás og Hraunprýði) og um tíma malarnáma sem nýtt var í vegagerð í borginni. Um svæðið liggja flest öll mannvirki Veitna, þar með talinn Vatnsveituvegur og nokkrar heitavatns borholur. 
Elliðaárdalur er eitt stærsta og verðmætasta útivistarsvæði borgarinnar sem laðar að fólk á öllum tímum ársins Hönnunarteymið hefur leitað leiða til að fyrirhuguð mannvirki falli eins vel og unnt er að umhverfinu, að tekið sé mið af sjónarmiðum mismunandi aðila og að framkvæmdin bæti núverandi umhverfi. Í þróunarferlinu verður unnið eftir alþjóðlegum stöðlum um sjálfbær og heilsusamleg mannvirki.

„Í raun er verið að skapa suðrænt loftslag fyrir tilstilli jarðhitans á Norðurslóðum með nýsköpun í nýtingu orkuauðlindarinnar,“ segir Hjördís Sigurðardóttir. "Inni í hvelfingunum verður gróður sem dafnar í slíku loftslagi. Gert er ráð fyrir að mannvirkin verði niðurgrafin að hálfu leyti og mótuð inn í landið, nái mest 9 m hæð og njóti skjóls frá trjám og gróðri í kring".

Deiliskipulagið hefur verið í þróun í tvö ár og er það því mikilvæg varða á leiðinni að markinu að það sé nú komið í kynningu. Á auglýsingatímanum, sem er samkvæmt skipulagslögum 6 vikur, geta allir kynnt sér skipulagsgögn, forsendur og framtíðarsýn. Á tímabilinu verður verkefnið kynnt á opnum fundi með íbúum. Í núverandi áætlunum er miðað við að ALDIN Biodome opni fyrir gesti snemma árs 2021,“ segir á Facebook.

Skýringaruppdráttur; þrívíddarmynd þar sem sést í átt að lóð 3 ...
Skýringaruppdráttur; þrívíddarmynd þar sem sést í átt að lóð 3 frá Hamrastekk. Teikning Landslag
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Farnar að éta og hreyfa sig

07:25 Litla Grá og Litla Hvít fóru fljótlega að hreyfa sig og éta eftir komuna í laugina í Vestmannaeyjum í nótt. fara síðar í griðasvæði í Klettsvík sem er hið fyrsta í heiminum sem er sérhannað fyrir mjaldra. Meira »

Þinglok væntanlega á morgun

07:10 Þingfundur stóð yfir til klukkan 1:44 í nótt og hefst að nýju klukkan 10. Samið hefur verið um að þinglok verði væntanlega á morgun. Fyrsta mál á dagskrá Alþingis í dag er þingsályktunartillaga forsætisráðherra um frestun á fundum Alþingis til 28. ágúst. Meira »

Sést til sólar milli skýjanna

06:52 Útlit er fyrir svipað veður á landinu í dag og var í gær. Búast má við norðanátt, ekki er hún hvöss, heldur víða á bilinu 3-8 m/s. Eitthvað gæti sést til sólar milli skýjanna. Hitinn verður frá 5 stigum með norðurströndinni upp í 15 stig á Suðurlandi þegar best lætur. Meira »

Útgjöld ríkissjóðs aukin

05:30 Ekki er gert ráð fyrir afgangi af rekstri ríkissjóðs næstu tvö árin, samkvæmt breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar á þingsályktunartillögu fjármálaráðherra um fjármálaáætlun fyrir næstu fjögur ár. Meira »

Lokaverkefni við HÍ á íslensku táknmáli

05:30 Eyrún Ólafsdóttir skilaði meistaraprófsverkefni sínu frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands á íslensku táknmáli og varð þar með fyrst nemenda til þess, en hún brautskráist á laugardag. Meira »

Meta áhrif þess að afnema skerðingar

05:30 Fela á félags- og barnamálaráðherra að láta gera úttekt á fjárhagslegum áhrifum þess fyrir ríkissjóð að afnema skerðingar ellilífeyris almannatrygginga vegna tekna af atvinnu verði þingsályktunartillaga velferðarnefndar Alþingis samþykkt. Meira »

Fleiri hafa sótt um hæli í ár

05:30 Fleiri hælisleitendur hafa sótt um alþjóðlega vernd það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum Útlendingastofnunar. Þar kemur fram að 322 einstaklingar hafi sótt um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir lok maí, sem er meiri fjöldi en á sama tíma í fyrra, þegar talan var alls 235. Meira »

Fyrsta mótið í krossgátum

05:30 Í tilefni af útgáfu bókarinnar Krossgátur, veglegrar bókar sem inniheldur 50 krossgátur af síðum Morgunblaðsins, verður haldið meistaramót í krossgátum í Hádegismóum í dag, fimmtudag, klukkan 17. Meira »

Grillin fóru á góða staði hjá áskrifendum

05:30 Grillin sem fimm áskrifendur Morgunblaðsins fengu í gær eftir útdrátt í áskrifendahappdrætti Morgunblaðsins komu sér vel.  Meira »

Segir Willum fara með rangt mál

Í gær, 23:44 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Sam­fylk­ing­ar og nefnd­armaður í fjár­laga­nefnd, seg­ir í færslu á Face­book-síðu sinni að það hafi verið ótrúlegt að hlusta á formann fjárlaganefndar fara með rangt mál og ósannindi þegar hann sagði að trúnaður hefði verið á breytingartillögum ríkisstjórnarinnar á fjármálaáætlun. Meira »

Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim

Í gær, 23:14 Löngu og ströngu ferðalagi mjaldrasystranna Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar lauk nú á ellefta tímanum þegar þær komu til Vestmannaeyja með Herjólfi. Ferðalagið tók alls um 19 klukkustundir og systurnar voru farnar að sýna þreytumerki við komuna til Eyja að sögn Sig­ur­jóns Inga Sig­urðsson­ar. Meira »

Allt gert fyrir Litlu Grá og Litlu Hvít

Í gær, 21:37 Áhöfn og farþegar í Herjólfi bíða nú þolinmóðir eftir flutningabílunum tveimur sem flytja mjaldrasysturnar sem komu til landsins í dag eftir langt og strangt flug frá Sjanghæ. Meira »

Smíðar eru ekki fjarlægar guðspjöllum

Í gær, 21:24 Sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju í Reykjavík undanfarin 13 ár, útskrifaðist úr húsasmíði í kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti á dögunum. Meira »

Hvað er íslenskt og hvað ekki?

Í gær, 20:16 Framleiðendur lopapeysa á Íslandi eru ekki ánægðir með aukna framleiðslu lopapeysa í Kína sem seldar eru undir þeim formerkjum að vera íslenskar. Þó að notuð sé íslensk ull til framleiðslunnar þar eystra þykir handbragðið sjálft ekki vera það sama. Meira »

Reyna að ná Herjólfi fyrir níu

Í gær, 19:39 Ferð flutningabílanna tveggja með mjaldrasysturnar Litlu Grá og Litlu Hvít hefur gengið eins og í sögu frá því að lagt var af stað frá Keflavík laust eftir klukkan 18. Bílarnir eru að nálgast Þorlákshöfn. Meira »

Steypireyðarmæðgur sáust í Faxaflóa

Í gær, 19:11 Hvalaskoðunarskip hitti tvær steypireyðar í Faxaflóa á 17. júní. Það eru sannarlega tíðindi og leiðsögumaður um borð segir að farþegum hafi verið stórbrugðið. Hann komst í návígi við dýrin. Meira »

7 sekúndna grænt ljós „algjörlega ólíðandi“

Í gær, 18:59 Bæjarstjóri Seltjarnarness ætlar að óska eftir svörum frá starfsbróður sínum í Reykjavík, Degi B. Eggertssyni, vegna knapps græns beygjuljóss á gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu sem margir Seltirningar nýta sér á leið heim úr vinnu og daglegum störfum. Meira »

Norsku eldisrisarnir lögsóttir fyrir meint verðsamráð

Í gær, 18:45 Tíu lögsóknir vofa nú yfir nokkrum af stærstu laxeldisfyrirtækjum Noregs og dótturfyrirtækjum þeirra, þar sem þau eru sökuð um verðsamráð. Meira »

Magnús fær Tesluna ekki aftur

Í gær, 18:21 Hæstiréttur hafnaði því í dag að mál Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi for­stjóra United Silicon, vegna hraðaksturs hans á Teslu-bifreið á Reykjanesbrautinni yrði tekið fyrir. Magnús var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti fyrir hraðakstur og að hafa valdið slysi. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Nudd - Rafbekkkur 184.000 Tilboð:169.000 til 4 júlí 2019
Egat Standard. Nudd Rafbekkur Verð 184.000 Tilboð:169.000 til 4 júlí 2019 Lyft...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...