Gróðurhvelfingar rísi í Löngugróf

Skýringaruppdráttur; þrívíddarmynd af svæðinu sem sýnir hvernig það gæti litið ...
Skýringaruppdráttur; þrívíddarmynd af svæðinu sem sýnir hvernig það gæti litið út í framtíðinni Teikning Landslag

Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst nýtt deiliskipulag fyrir þróunarsvæðið Stekkjarbakki Þ73.

Hugmyndir eru um gróðurhvelfingar. Skilmálar eiga að tryggja að ljósmengun frá starfsemi á svæðinu verði innan marka. „Búið er að mæla núverandi ljósmengun á svæðinu sem er í dag töluverð og ólíklegt að hún aukist mikið,“ segir í kynningu.

Skýringaruppdráttur; þrívíddarmynd þar sem sést í átt að lóð 3 ...
Skýringaruppdráttur; þrívíddarmynd þar sem sést í átt að lóð 3 frá göngustíg í Elliðaárdalnum Teikning Landslag

Í fréttatilkynningu á Facebook-síðu Spora í sandinn segir:

Nýtt deiliskipulag fyrir þróunarreit í aðalskipulagi (þ73) í Löngugróf norðan Stekkjarbakka og sunnan þeirra marka sem skilgreindu hugmyndir um „borgargarðinn“ Elliðaárdal, hefur verið samþykkt til auglýsingar, í borgarráði 10 janúar og borgarstjórn í gær 15, janúar. Í skipulaginu, sem nú fer í opna kynningu, er gert ráð fyrir að ALDIN Biodome rísi. 

Hjördísar Sigurðardóttur frumkvöðull og framkvæmdastjóri verkefnisins segir á Facebook:

„Ég er afskaplega ánægð með yfirlýstan stuðning kjörinna fulltrúa og vil ég þakka fyrir uppbyggileg innlegg. Þetta verður einstakt verkefni sem stuðlar að auknu jafnvægi í líf okkar, einkum yfir dimma vetrarmánuðina. Í ALDIN Biodome verður gestum boðið upp á fjölbreytta náttúruupplifun undir samfelldum hvolfþökum. Okkar reynda hönnunarteymi hefur lagt fram tillögur að útfærslum hvelfinganna þannig að þær falli sem best að landslagi og umhverfinu í kring en verði að sama skapa fallegt og aðlaðandi kennileiti. Eftir fjögurra ára sleitulausa vinnu, sem er drifin áfram af þeirri sýn að nauðsyn sé að bæta tengingu okkar við náttúruna og koma á betra jafnvægi inn í annasamt líf okkar, er þessum áfanga náð. Ég óska eftir stuðning sem flestra við þetta samfélagsjákvæða framtak.“

„ALDIN Biodome verður gróðursælt umhverfi undir glerþökum þar sem íbúar og gestir geta sótt ýmiskonar þjónustu og upplifanir í þægilegum hita og gróðurilm allt árið. Markmiðið er að fólk geti sótt sér orku í ALDIN Biodome en jafnframt sinnt fjölbreyttum verkefnum daglegs lífs. Þar verður hægt að stunda vinnu og sækja fundi, versla á grænum markaði og njóta afþreyingar. Þá er hugað að heilsunni t.a.m með ljósameðferð og hugleiðslujóga. Einnig verða í ALDIN Biodome veitingastaðir og kaffihús sem framreiða matvæli beint af beði. Þá verður lögð áhersla á aðlaðandi útisvæði og fallega gróðurframvindu í kringum mannvirkin. Markhópur verkefnisins er manneskjan, óháð stétt eða stöðu, búsetu eða uppruna.

Þróunarreiturinn er í svokallaðri Löngugróf, á röskuðu svæði á suðurjaðri Elliðaárdals sem liggur á tiltölulega háum bakka, séð frá dalnum. Um er að ræða forna sjávarkamba mótaða af ísaldarjökli. Áður fyrr voru þar óskráð býli (m.a. Laufás og Hraunprýði) og um tíma malarnáma sem nýtt var í vegagerð í borginni. Um svæðið liggja flest öll mannvirki Veitna, þar með talinn Vatnsveituvegur og nokkrar heitavatns borholur. 
Elliðaárdalur er eitt stærsta og verðmætasta útivistarsvæði borgarinnar sem laðar að fólk á öllum tímum ársins Hönnunarteymið hefur leitað leiða til að fyrirhuguð mannvirki falli eins vel og unnt er að umhverfinu, að tekið sé mið af sjónarmiðum mismunandi aðila og að framkvæmdin bæti núverandi umhverfi. Í þróunarferlinu verður unnið eftir alþjóðlegum stöðlum um sjálfbær og heilsusamleg mannvirki.

„Í raun er verið að skapa suðrænt loftslag fyrir tilstilli jarðhitans á Norðurslóðum með nýsköpun í nýtingu orkuauðlindarinnar,“ segir Hjördís Sigurðardóttir. "Inni í hvelfingunum verður gróður sem dafnar í slíku loftslagi. Gert er ráð fyrir að mannvirkin verði niðurgrafin að hálfu leyti og mótuð inn í landið, nái mest 9 m hæð og njóti skjóls frá trjám og gróðri í kring".

Deiliskipulagið hefur verið í þróun í tvö ár og er það því mikilvæg varða á leiðinni að markinu að það sé nú komið í kynningu. Á auglýsingatímanum, sem er samkvæmt skipulagslögum 6 vikur, geta allir kynnt sér skipulagsgögn, forsendur og framtíðarsýn. Á tímabilinu verður verkefnið kynnt á opnum fundi með íbúum. Í núverandi áætlunum er miðað við að ALDIN Biodome opni fyrir gesti snemma árs 2021,“ segir á Facebook.

Skýringaruppdráttur; þrívíddarmynd þar sem sést í átt að lóð 3 ...
Skýringaruppdráttur; þrívíddarmynd þar sem sést í átt að lóð 3 frá Hamrastekk. Teikning Landslag
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Búið að opna fyrir umferð um Hellisheiði

09:35 Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði, en veginum var lokað í nótt vegna ófærðar. Fyrr í morgun var opnað fyrir umferð um Þrengslin, en þar hafði einnig verið lokað fyrir umferð í nótt. Meira »

Fjölmiðlar, kjarabarátta og kjördæmavikan

09:30 Þingkonurnar Bryndís Haraldsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Halldóra Mogensen mæta í þáttinn Þingvelli á K100 í dag og munu ræða við Björt Ólafsdóttur meðal annars um kjarabaráttuna, kjördæmaviku og afsögn varaþingmanns Pírata Meira »

Hætta á óafturkræfum inngripum

08:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði. Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland, segir að þangað til lögunum verður breytt sé hætta á að börn séu látin sæta óafturkræfum inngripum sem eru byggð á félagslegum eða útlitslegum forsendum. Meira »

Sjóveðurfréttirnar halda enn gildi sínu

08:00 Sjóveðurfréttir hafa frá áramótum verið lesnar klukkan 5.03 að morgni á Rás 1 í Ríkisútvarpinu, að loknum útvarpsfréttum sem sendar eru út klukkan fimm. Áður voru sjóveðurfréttirnar lesnar klukkan 4.30 en með þessum breytingum verða allir veðurfréttatímar í kjölfar útvarpsfrétta á RÚV. Meira »

Ók á kyrrstæða bíla og svo á brott

07:22 Yfir 80 mál komu upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í gærkvöldi fram á morgun og voru níu vistaðir í fangageymslu í nótt. Tveir menn voru meðal annars handteknir í Reykjavík seint í gærkvöldi grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Voru þeir vistaðir í fangageymslu. Meira »

Þungfært víða og Hellisheiði lokuð

07:13 Hellisheiði er enn lokuð eftir að hafa verið lokuð í nótt vegna veðurs. Þá eru hálkublettir á Reykjanesbraut, en hálka og éljagangur á Grindarvíkurvegi. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum á Suðvesturlandi. Meira »

Þrennt alvarlega slasað eftir árekstur

Í gær, 22:30 Þrír liggja alvarlega slasaðir á Landspítalanum eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða á fimmtudagskvöld, breskt par og einstaklingur frá Taívan. Meira »

Taumlaus gleði og hamingja

Í gær, 21:58 Hamingja á heimsvísu. Þó að úti hamist stríð um hagsmuni er mannsandinn samur við sig. Ástar er þörf!  Meira »

Staðbundnar fréttaveitur hlunnfarnar

Í gær, 20:45 Fjölda staðbundinna fjölmiðla íslenskra þykir sinn hlutur fyrir borð borinn í frumvarpi um breytingar á fjölmiðlalögum, ef marka má umsagnir þeirra flestra inni á samráðsgáttinni á vefsvæði stjórnvalda. Meira »

Stoltir af breyttri bjórmenningu hér

Í gær, 20:26 „Við erum að fá algjörlega mögnuð brugghús í heimsókn til okkar. Þetta verður mjög spennandi hátíð,“ segir Ólafur Ágústsson, einn skipuleggjenda The Annual Icelandic Beer Festival sem haldin verður í áttunda sinn í næstu viku. Hátíðin stendur frá fimmtudegi til laugardags og er að þessu sinni haldin í aðdraganda þess að þrjátíu ár eru liðin frá fyrsta Bjórdeginum. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í Lottó

Í gær, 19:57 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með all­ar fimm töl­ur rétt­ar í lottóút­drætti kvölds­ins og hlýtur hvor þeirra 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar vinningshafinn er í áskrift en hinn keypti miðann á lotto.is. Meira »

Úr tombólu í árlega bjórhátíð í þrjá áratugi

Í gær, 19:30 Fyrst var leyfilegt að selja bjór hérlendis 1. mars 1989 og allar götur síðan hefur Lionsklúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirði minnst þessara tímamóta. Meira »

RÚV verði að gefa eftir

Í gær, 18:58 Ofarlega á baugi í umsögnum fjölmiðla við nýtt frumvarp um fjölmiðla er staða RÚV á auglýsingamarkaði, sem þeir segja margir að geri öðrum miðlum ómögulega erfitt fyrir. Meira »

Hvetja ráðherra til að ljúka friðlýsingu

Í gær, 18:42 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er hvött til að ljúka friðlýsingu Víkurkirkjugarðs, alveg að austustu mörkum hans, eins og þau voru árið 1838. Þetta kom fram í ályktun baráttufundar um verndun Víkurkirkjugarðs í Iðnó í dag. Meira »

Varað við ferðalögum í kvöld og nótt

Í gær, 18:13 Spár gera ráð fyrir norðaustanhríðarveðri víða á landinu í nótt og varað er við ferðalögum um landið seint í kvöld og nótt eftir að þjónustutíma lýkur. Meira »

Bátur á reki úti fyrir Austurlandi

Í gær, 16:55 Um klukkan eitt í dag var óskað eftir aðstoð björgunarskips á Austurlandi vegna báts sem var á reki níu sjómílum suður af Stokksnesi. Báturinn var við veiðar þegar hann misst samband við stýrið og rak því stjórnlaust frá landi. Meira »

Betri undirbúningur hefði sparað vinnu og fé

Í gær, 16:40 Alls nam kostnaður vegna flutnings Fiskistofu til Akureyrar árið 2016 tæplega 180 milljónum króna. Stærstu einstöku liðirnir eru vegna starfslokakostnaðar upp á 45 milljónir og flugkostnaður innanlands, dagpeningar og annar ferða- og dvalarkostnaður nam samtals um 42 milljónum. Meira »

Selmu Björns boðið að skemmta í Ísrael

Í gær, 16:22 Selmu Björnsdóttur söngkonu var boðið að koma og syngja á skemmtun í Ísrael í Eurovision-vikunni í maí. Skemmtunin fer ekki fram á vegum sjálfrar hátíðarinnar heldur einkaaðila. Meira »

Ekki fylgst með kílómetrafjöldanum

Í gær, 16:05 Engar sérstakar athugasemdir eru gerðar við það í skoðunarferli bíla hér á landi, þó að kílómetrastaða bílsins sé röng. Bíla, sem t.d. er búið að skipta um mælaborð í, er hægt að nota áfram sem bílaleigubíla, án þess að nokkrar athugasemdir séu við það gerðar af hálfu eftirlitsaðila. Meira »