Gróðurhvelfingar rísi í Löngugróf

Skýringaruppdráttur; þrívíddarmynd af svæðinu sem sýnir hvernig það gæti litið ...
Skýringaruppdráttur; þrívíddarmynd af svæðinu sem sýnir hvernig það gæti litið út í framtíðinni Teikning Landslag

Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst nýtt deiliskipulag fyrir þróunarsvæðið Stekkjarbakki Þ73.

Hugmyndir eru um gróðurhvelfingar. Skilmálar eiga að tryggja að ljósmengun frá starfsemi á svæðinu verði innan marka. „Búið er að mæla núverandi ljósmengun á svæðinu sem er í dag töluverð og ólíklegt að hún aukist mikið,“ segir í kynningu.

Skýringaruppdráttur; þrívíddarmynd þar sem sést í átt að lóð 3 ...
Skýringaruppdráttur; þrívíddarmynd þar sem sést í átt að lóð 3 frá göngustíg í Elliðaárdalnum Teikning Landslag

Í fréttatilkynningu á Facebook-síðu Spora í sandinn segir:

Nýtt deiliskipulag fyrir þróunarreit í aðalskipulagi (þ73) í Löngugróf norðan Stekkjarbakka og sunnan þeirra marka sem skilgreindu hugmyndir um „borgargarðinn“ Elliðaárdal, hefur verið samþykkt til auglýsingar, í borgarráði 10 janúar og borgarstjórn í gær 15, janúar. Í skipulaginu, sem nú fer í opna kynningu, er gert ráð fyrir að ALDIN Biodome rísi. 

Hjördísar Sigurðardóttur frumkvöðull og framkvæmdastjóri verkefnisins segir á Facebook:

„Ég er afskaplega ánægð með yfirlýstan stuðning kjörinna fulltrúa og vil ég þakka fyrir uppbyggileg innlegg. Þetta verður einstakt verkefni sem stuðlar að auknu jafnvægi í líf okkar, einkum yfir dimma vetrarmánuðina. Í ALDIN Biodome verður gestum boðið upp á fjölbreytta náttúruupplifun undir samfelldum hvolfþökum. Okkar reynda hönnunarteymi hefur lagt fram tillögur að útfærslum hvelfinganna þannig að þær falli sem best að landslagi og umhverfinu í kring en verði að sama skapa fallegt og aðlaðandi kennileiti. Eftir fjögurra ára sleitulausa vinnu, sem er drifin áfram af þeirri sýn að nauðsyn sé að bæta tengingu okkar við náttúruna og koma á betra jafnvægi inn í annasamt líf okkar, er þessum áfanga náð. Ég óska eftir stuðning sem flestra við þetta samfélagsjákvæða framtak.“

„ALDIN Biodome verður gróðursælt umhverfi undir glerþökum þar sem íbúar og gestir geta sótt ýmiskonar þjónustu og upplifanir í þægilegum hita og gróðurilm allt árið. Markmiðið er að fólk geti sótt sér orku í ALDIN Biodome en jafnframt sinnt fjölbreyttum verkefnum daglegs lífs. Þar verður hægt að stunda vinnu og sækja fundi, versla á grænum markaði og njóta afþreyingar. Þá er hugað að heilsunni t.a.m með ljósameðferð og hugleiðslujóga. Einnig verða í ALDIN Biodome veitingastaðir og kaffihús sem framreiða matvæli beint af beði. Þá verður lögð áhersla á aðlaðandi útisvæði og fallega gróðurframvindu í kringum mannvirkin. Markhópur verkefnisins er manneskjan, óháð stétt eða stöðu, búsetu eða uppruna.

Þróunarreiturinn er í svokallaðri Löngugróf, á röskuðu svæði á suðurjaðri Elliðaárdals sem liggur á tiltölulega háum bakka, séð frá dalnum. Um er að ræða forna sjávarkamba mótaða af ísaldarjökli. Áður fyrr voru þar óskráð býli (m.a. Laufás og Hraunprýði) og um tíma malarnáma sem nýtt var í vegagerð í borginni. Um svæðið liggja flest öll mannvirki Veitna, þar með talinn Vatnsveituvegur og nokkrar heitavatns borholur. 
Elliðaárdalur er eitt stærsta og verðmætasta útivistarsvæði borgarinnar sem laðar að fólk á öllum tímum ársins Hönnunarteymið hefur leitað leiða til að fyrirhuguð mannvirki falli eins vel og unnt er að umhverfinu, að tekið sé mið af sjónarmiðum mismunandi aðila og að framkvæmdin bæti núverandi umhverfi. Í þróunarferlinu verður unnið eftir alþjóðlegum stöðlum um sjálfbær og heilsusamleg mannvirki.

„Í raun er verið að skapa suðrænt loftslag fyrir tilstilli jarðhitans á Norðurslóðum með nýsköpun í nýtingu orkuauðlindarinnar,“ segir Hjördís Sigurðardóttir. "Inni í hvelfingunum verður gróður sem dafnar í slíku loftslagi. Gert er ráð fyrir að mannvirkin verði niðurgrafin að hálfu leyti og mótuð inn í landið, nái mest 9 m hæð og njóti skjóls frá trjám og gróðri í kring".

Deiliskipulagið hefur verið í þróun í tvö ár og er það því mikilvæg varða á leiðinni að markinu að það sé nú komið í kynningu. Á auglýsingatímanum, sem er samkvæmt skipulagslögum 6 vikur, geta allir kynnt sér skipulagsgögn, forsendur og framtíðarsýn. Á tímabilinu verður verkefnið kynnt á opnum fundi með íbúum. Í núverandi áætlunum er miðað við að ALDIN Biodome opni fyrir gesti snemma árs 2021,“ segir á Facebook.

Skýringaruppdráttur; þrívíddarmynd þar sem sést í átt að lóð 3 ...
Skýringaruppdráttur; þrívíddarmynd þar sem sést í átt að lóð 3 frá Hamrastekk. Teikning Landslag
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Höfðu afskipti af „virki“ í flugstöðinni

09:54 Flugvallarstarfsmenn á Keflavíkurflugvelli óskuðu nýverið eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna flugfarþega sem höfðu hreiðrað um sig hjá söluskrifstofu Icelandair í flugstöðinni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að öryggisgæslan á flugvellinum hafi reynt að koma þeim á æskilegri stað, en þau brugðist illa við þeim umleitunum. Meira »

Grænmetismarkaðurinn jafnar sig

08:18 „Mér sýnist markaðurinn vera heldur að jafna sig á Costco-áhrifunum. Ég upplifi það líka sem viðskiptavinur að hægt er að fá körfu þótt komið sé þangað á föstudegi,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, um þróunina í sölu á grænmeti og berjum. Meira »

Auka verður framlög til viðhalds og vegagerðar

07:57 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa áhyggjur af tíðum umferðarslysum á þjóðvegunum, að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF. Hann benti á að auknum fjölda erlendra ferðamanna hefði fylgt fjölgun slysa. Meira »

Erlendir svikahrappar í símanum

07:37 Heimilisfólk á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík hefur orðið fyrir ónæði vegna hringinga í heimilissíma, þar sem hringjendur tala ensku, segjast vera frá tölvufyrirtæki og vilja laga tölvur viðkomandi með aðstoð eigendanna. Meira »

Réðst á gesti og starfsfólk

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ölvaðri konu við veitingahús í miðborginni á fjórða tímanum í nótt. Konan er grunuð um að hafa ráðist á gesti og starfsfólk veitingahússins. Konan neitaði aðspurð að gefa lögreglu nafn sitt eða kennitölu og var hún vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Meira »

Handtekinn eftir umferðarslys

07:14 Á þriðja tímanum í nótt var lögreglan kölluð til vegna umferðarslyss á Bústaðarvegi við Sprengisand, en þar höfðu tveir bílar skollið saman. Annar ökumaðurinn var handtekinn grunaðar um ölvun við akstur og að hafa ekið án réttinda. Meira »

Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin

05:30 „Ég var frekar undrandi að sjá þetta og kannaðist ekki við að hafa verið þarna á ferðinni, eða bílar á mínum vegum,“ segir Anders Hansen á Leirubakka í Landsveit á Suðurlandi, sem rak augun í rukkun frá Vaðlaheiðargöngum í vikunni, þegar hann opnaði heimabanka sinn í tölvunni. Meira »

Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón

05:30 Áætla má að kostnaður við útfarir sé nokkuð á þriðja milljarð króna á ári. Þórólfur Sveinsson, búfræðikandidat á Ferjubakka í Borgarfirði, segir að ef kostnaður við „venjulega“ útför sé orðinn yfir milljón skipti hann verulegu máli fyrir talsverðan hóp fólks. Meira »

Kostir stjórnvalda skýrir

05:30 „Valkostirnir eru skýrir fyrir stjórnvöld, það er annaðhvort að vera með vinnumarkaðinn í fanginu út kjörtímabilið eða fá vinnufrið og byggja upp betra, réttlátara og stöðugra samfélag,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, eftir að verkalýðsfélögin höfnuðu tilboði Samtaka atvinnulífsins í gær. Meira »

Reglur um kaupauka íþyngi ekki

05:30 Starfsfólk fjármálafyrirtækja á Íslandi getur fengið mest 25% kaupauka sem hlutfall af árslaunum. Slíkt hámark er ekki hjá öðrum starfsstéttum á Íslandi. Meira »

Sex skip voru við loðnuleit

05:30 Tvö norsk veiðiskip hafa bæst í hóp skipa sem leita loðnu við landið og í gær voru sex skip við loðnuleit. Langt er síðan slíkur fjöldi skipa hefur tekið þátt í verkefni sem þessu ef þá nokkurn tímann. Meira »

Heiðursborgarar funda í Iðnó

05:30 Boðað er til svonefndrar baráttuskemmtunar um Víkurkirkjugarð í Iðnó í dag, laugardag, kl. 14. Ávörp flytja Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Hjörleifur Stefánsson. Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar söng og leikarar flytja leikþátt. Meira »

Fjórhjólum ekið um göngustíga

05:30 Nokkur brögð eru að því innan og utan höfuðborgarsvæðisins að fjórhjólum sé ekið um göngustíga eða aðra slóða sem ökutækjum er bannað að aka eftir. Meira »

Vistaður í fangageymslu eftir bílveltu

Í gær, 23:42 Bíll valt á Vesturlandsvegi í Kollafirði á tíunda tímanum í kvöld. Ökumaður var fluttur á slysadeild Landspítala en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Meira »

Grunnurinn lagður með 25 aurum á mann

Í gær, 23:01 Knattspyrnufélag Reykjavíkur var stofnað 1899 og verður 120 ára á morgun, laugardaginn 16. febrúar. „Ekki mörg félög hérlendis eiga sögu sem nær til þriggja alda,“ segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR, en áfanganum verður fagnað með ýmsum hætti á árinu og byrjað á köku að loknu getraunakaffinu í fyrramálið. Meira »

„Þeir eru óheiðarlegir“

Í gær, 22:48 Alþjóðlega bílaleiguvefsíðan Auto Europe er hætt viðskiptum við íslensku bílaleiguna Procar. Sú ákvörðun var tekin í dag, að sögn forstjóra fyrirtækisins, Imad Khalidi, sem svaraði fyrirspurn mbl.is í kvöld. Meira »

Olli óhappi undir áhrifum

Í gær, 22:40 Ökumaður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, var handtekinn eftir að hann missti stjórn á bifreið sinni og ók á annan bíl á Nýbýlavegi í Kópavogi um klukkan níu í kvöld. Meira »

Ullin er óendanleg uppspretta

Í gær, 22:07 „Ég er alltaf með eitthvað skemmtilegt á prjónunun,“ segir Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir í Mosfellsbæ. Síðan í barnæsku hefur handverk og prjónaskapur verið hennar hálfa líf og starfsvettvangur síðustu árin. Hún var kennari um langt árabil, en valdi hins vegar að róa á ný mið og setti árið 2009 á laggirnar fyrirtækið Culture and Craft. Meira »

FSu sló ríkjandi meistara úr keppni

Í gær, 22:04 Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) sigraði lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ, sigurvegara síðasta árs, í Gettu betur í kvöld, með 37 stigum gegn 22. FSu tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum en lið Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans á Akureyri eru þegar komin í undanúrslit. Meira »