Verða sýndar á Safnanótt

Eitt hinna umdeildu málverka Gunnlaugs Blöndal.
Eitt hinna umdeildu málverka Gunnlaugs Blöndal.

Seðlabanki Íslands mun efna til sýningar á listaverkum sínum á Safnanótt, 8. febrúar næstkomandi, þeirra á meðal brjóstamyndum Gunnlaugs Blöndal sem teknar voru niður á skrifstofu eins starfsmanns, að beiðni undirmanna hans.

Samkvæmt svörum bankans hafði hann til hliðsjónar stefnu sína í jafnréttismálum og stefnu gegn áreitni og einelti þegar myndir Gunnlaugs voru teknar niður og settar í geymslu.

Bandalag íslenskra listamanna hefur lýst furðu sinni á ákvörðun Seðlabankans. „Þessi ákvörðun vekur margar spurningar, bæði hvað varðar safneign, umgengni og vörslu listaverka stofnunarinnar og ekki síður þá undarlegu tímaskekkju puritanisma að ritskoða list með þessum hætti,“ segir m.a. í yfirlýsingu bandalagsins.

„Það blikka ákveðin viðvörunarljós þegar við finnum að fólki er misboðið við það sem við köllum klassískt myndmál,“ segir Harpa Þórsdóttir hjá Listasafni Íslands í umfjöllun um málverkin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert