Aðalmeðferð hefst í innherjasvikamáli

Mennirnir eru ákærðir fyrir innherjasvik og hlutdeild í innherjasvikum, sem …
Mennirnir eru ákærðir fyrir innherjasvik og hlutdeild í innherjasvikum, sem tengjast viðskiptum með hlutabréf í Icelandair Group hf. mbl.is/Þorsteinn Ásgrímsson

Aðalmeðferð hefst í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þriggja manna, sem ákærðir eru af héraðssóknara fyrir innherjasvik og hlutdeild í innherjasvikum, sem tengjast viðskiptum með hlutabréf í Icelandair Group hf.

Menn­irn­ir þrír, Kjart­an Jóns­son, Kristján Georg Jó­steins­son og Kjart­an Berg­ur Jóns­son, eru ákærðir vegna viðskipta sem þeir tveir síðast­nefndu áttu með af­leiður, í flest­um til­fell­um kaup- eða sölu­rétti í fé­lag­inu, en Kjartan er fyrrverandi forstöðumaður leiðastjórnunarkerfis Icelandair.

Kjart­an og Kristján Georg eru ákærðir fyr­ir inn­herja­svik en Kjart­an Berg­ur fyr­ir hlut­deild í inn­herja­svik­um. Viðskipt­in sem ákært er fyr­ir áttu sér stað í októ­ber og nóv­em­ber 2015, júlí 2016 og janú­ar og fe­brú­ar 2017. Allir hafa þeir neitað sök.

Kjartan var lykilstarfsmaður flugfélagsins og sem slíkur skráður fruminnherji hjá Icelandair Group hf. Hann er sakaður um að hafa veitt Kristjáni Georg inn­herja­upp­lýs­ing­ar sem sem lík­leg­ar voru til að hafa mark­tæk áhrif á hluta­bréfa­verð Icelanda­ir Group hf., ým­ist já­kvæð eða nei­kvæð eft­ir at­vik­um.

Innherjaupplýsingunum deilt áfram

Kristján Georg er sakaður um að hafa nýtt sér þessar upplýsingar til þess að stunda viðskipti í nafni félagsins VIP Travel ehf., sem nú heitir Fastrek ehf. Kjart­an og Kristján Georg eru ákærðir í þrem­ur liðum og í ákæru seg­ir að það þyki ljóst að þeir fé­lag­ar hafi sam­mælst um að skipta með sér áhættu og hagnaðar­von í þess­um viðskipt­um.

Kristjáni Georg er svo einnig gefið að sök að hafa deilt þess­um inn­herja­upp­lýs­ing­um sem hann fékk hjá Kjart­ani með Kjart­ani Bergi vini sín­um. Hann mun hafa sent honum mynd af val­rétt­ar­samn­ingi sem hann gerði fyr­ir hönd VIP Tra­vel ehf., en í ákæru málsins seg­ir að Kjart­an Berg­ur hafi fram­vísað ra­f­rænu mynd­inni í banka og óskað eft­ir „ná­kvæm­lega eins samn­ingi fyr­ir sig“.

Mennirnir eru allir á fimmtudagsaldri, en þeir Kjartan og Kjartan Bergur þekkjast einungis lítillega í gegnum sinn sameiginlega vin, Kristján Georg, samkvæmt ákæru málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert