Verklegar framkvæmdir hefjist 2021

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. mbl.is/Hari

Gert er ráð fyrir því að nauðsynlegar undirbúningsaðgerðir vegna uppbyggingar borgarlínu hefjist strax í ár og á næsta ári. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra í sérstakri umræðu um almenningssamgöngur og borgarlínu á þingi.

Þetta væri samkvæmt niðurstöðu samráðshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins varðandi uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

Hann sagði að í framhaldinu væri gert ráð fyrir því að verklegar framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjist að fullu 2021. „Þannig eru í samgönguáætlun áætlaðar 300 milljónir króna á árinu 2019 og 500 milljónir króna á árinu 2020 til þess að standa við samkomulagið,“ sagði ráðherra.

Ríkið hefur með virkum hætti komið að undirbúningi þess að þær hugmyndir sem lagðar hafa verið fram varðandi borgarlínuna, hágæðaalmenningssamgöngur, verði að veruleika, bæði í gegnum umræddan samráðshóp sem og þátttöku í stýrihópi um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Sigurður Ingi. Næstu skref felist í því að semja við SSH um nánari útfærslu á aðkomu sveitarfélaga og ríkisins. 

Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn Óttarsson Proppé. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG og málshefjandi umræðunnar sagði að samkvæmt umferðaspá myndi umferð á höfuðborgarsvæðinu aukast um 40% til ársins 2033 ef einungis verði ráðist í stofnvegaframkvæmdir. „Það er staðfesting á því — og allir eru orðnir sammála um það — að fara þurfi að fara í þessar framkvæmdir samhliða, stofnvegaframkvæmdirnar og almenningssamgöngurnar,“ sagði Sigurður Ingi.

Fleiri nýti sér almenningssamgöngur

Kolbeinn sagði að til að Ísland næði markmiðum sínum í loftslagsmálum, að verða kolefnishlutlaust árið 2040, yrðum við að breyta ferðavenjum okkar. „Það er morgunljóst að við náum trauðla slíkum markmiðum ef okkur ekki tekst að breyta ferðavenjum, draga úr því hvernig við ferðumst um á einkabílum, því að á þessum skamma tíma getum við varla búist við því að orkuskipti verði orðin að fullu,“ sagði Kolbeinn og bætti við að öll rök hnígi að því að við eigum að ráðast í alvöru uppbyggingu borgarlínu.

Sigurður Ingi sagði að það væri ljóst að áðurnefndum skuldbindingum yrði ekki náð nema dregið væri úr umferð bifreið og að fleiri nýttu sér almenningssamgöngur, hjólastíga og göngustíga. 

Byggja þarf upp gæðaalmenningssamgöngur sem eru raunhæfur valkostur við einkabílinn. Markmiðið með borgarlínu er að bjóða fram samkeppnishæfan valkost fyrir ferðir einstaklinga innan höfuðborgarsvæðisins og stuðla þannig að minni aukningu bílaumferðar, setja aukið framlag til stofnstígakerfis hjólreiða og göngu og efla samgöngur innan höfuðborgarsvæðisins almennt,“ sagði Sigurður Ingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gengið til mótmæla gegn hungri og örbirgð

14:59 Hópur fólks kom saman á Austurvelli við Alþingi í dag til þess að mótmæla því, að fólk fái ekki laun og lífeyri sem dugar því til að framfleyta sér. Á annað þúsund manna boðuðu komu sína á Facebook en á vettvangi voru einhverju færri. Meira »

Allt að 1.000 leggi niður störf 8. mars

14:27 Það geta verið allt að 1.000 félagsmenn Eflingar sem hætta að vinna í boðuðum verkfallsaðgerðum á hótelum í Reykjavík og nágrenni þann 8. mars. Hátt í 8.000 félagsmenn kjósa um þetta í vikunni. Meira »

Fjölskyldusamvera í skólavetrarfríi

13:40 Vetrarfríin eru hætt að koma foreldrum jafnmikið á óvart og þau gerðu fyrstu árin.  Meira »

Kiddi klaufi langvinsælastur

12:12 Dagbækur Kidda klaufa verma níu efstu sætin yfir vinsælustu bókasafnsbækurnar fyrir árið 2018, en listar yfir vinsælustu eða mest lánuðu titla í aðildarbókasöfnum Gegnis hafa nú verið gerðir aðgengilegir. Meira »

Í vinsælasta spjallþætti á Írlandi

12:00 Bræður Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dublin á dögunum, fóru í viðtal í The Late Late Show í írska ríkissjónvarpinu í gær. Þátturinn er annar langlífasti spjallþáttur í heimi. Meira »

„Sem mest tjón á sem skemmstum tíma“

11:25 Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar er harðorður í garð forystu stéttarfélaganna vegna boðaðra verkfalla. Hann segir sviplegar afleiðingar geta orðið af verkföllum í ferðaþjónustu. Meira »

Grunaðir um skipulagðan þjófnað

10:35 Lögreglumenn í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum höfðu afskipti af fjórum erlendum karlmönnum í Leifsstöð í vikunni vegna gruns um að þeir væru að reyna að komast með þýfi úr landi. Meira »

Umfangsmesta aðgerðin hingað til

10:00 Í dag hefst umfangsmesta einstaka aðgerðin í leitinni að Jóni Þresti Jónssyni, Íslendingi sem hvarf í Dublin fyrir tveimur vikum síðan. Fleiri tugir írskra sjálfboðaliða taka þátt í þaulskipulagðri aðgerð. Meira »

HÍ brautskráir 444 í dag

09:50 Háskóli Íslands brautskráir 444 kandídata, 313 konur og 131 karl, úr grunn- og framhaldsnámi við hátíðlega athöfn klukkan 13 í dag. Meira »

MDE kveður upp dóm í máli Landsréttar

09:05 Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp dóm vegna skipan dómara í Landsrétt 12. mars næstkomandi, en þá mun koma í ljós hvort skipanin standist lög og ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Meira »

Atvinnumaður í Reykjavík

09:00 Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuboltakona landsins um langt árabil, hefur ekki fundið fyrir því að minni kröfur séu gerðar til kvenna en karla í körfubolta. „Mér finnst við hafa sömu tækifærin og strákarnir.“ Meira »

Vatnsleki á veitingahúsum í Austurstræti

08:26 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í tvö útköll vegna vatnsleka á sjötta tímanum í morgun. Um var að ræða leka vegna mikillar úrkomu og flæddi inn í kjallara tveggja veitingahúsa. Meira »

Njóta skattleysis í Portúgal

08:18 Vegna ákvæða í tvísköttunarsamningi milli Íslands og Portúgals geta íslenskir eftirlaunaþegar flutt lögheimili sitt til Portúgals og fengið greidd eftirlaun frá Íslandi án þess að greiða af þeim skatta, hvorki á Íslandi né í Portúgal. Meira »

Segja hæstu launin hækka mest

07:57 Lægstu byrjunarlaun myndu hækka um 59% á næstu þremur árum og hæsta aldursþrep í hæsta virka launaflokki um 82% ef kröfur Eflingar í kjaraviðræðunum yrðu samþykktar óbreyttar. Meira »

Kjarabaráttan snýst ekki um staðreyndir

07:37 Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands og fv. hagfræðingur verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar, segir grundvallarbreytingu hafa orðið á kjarabaráttunni. Meira »

Ekkert lát á umhleypingum í veðri

07:33 Lægð fer norður yfir land með rigningu og mildu veðri í dag, en vindur snýst síðan í suðvestan 15 til 25 metra á sekúndu og hvassast verður á Norður- og Austurlandi. Meira »

Aðalfundi Íslandspósts frestað

07:25 Aðalfundi Íslandspósts, sem fara átti fram í gær, var frestað um ótilgreindan tíma að beiðni handhafa hlutabréfa félagsins: fjármálaráðherra. Þar átti meðal annars að birta ársskýrslu, þar sem fram koma breytingar á kaupi og kjörum stjórnenda félagsins. Meira »

Eftirlitið kostað milljarða króna

05:30 Ekki reyndist unnt að svara með fullnægjandi hætti fyrirspurn Birgis Þórarinssonar alþingismanns sem laut að rekstrarkostnaði gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Meira »

Krossgjafaskipti í burðarliðnum

05:30 Bið eftir nýrnagjöf ætti að styttast komist á samkomulag um svonefnd krossgjafaskipti innan Norðurlandanna en undirbúningur að því er vel á veg kominn. Meira »
Mitsub pajeró 3,2 D 2001 til sölu
kemur á götuna 29 des 2001 ekinn aðeins 209.000 km 2 eigendur. bíl í fínu stand...
Í boði á bokmenntir.netserv.is
Anna í Grænuhlíð I-III. Íslenskar ljósmæður I-II. Forn frægðarsetur I-IV. Fles...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...