Fyrsta íslenska Instagram-öndin

Öndin Búkolla missti væng eftir árás villikattar á Vestfjörðum í sumar þegar hún var bara ungi. Dýravinir úr Norðlingaholti komu henni þó til bjargar og fluttu hana með sér í bæinn þar sem hún býr nú og nýtur lífsins.

Búkolla er, eins og flestir málsmetandi Íslendingar, komin á instagram þar sem hún safnar fylgjendum undir nafninu 0ndin (tölustafurinn núll en ekki o). Áhugasamir geta fundið hana hér.

Það er hin sautján ára gamla Sara Hlín Geirsdóttir sem hugsar mest um Búkollu á heimilinu og í myndskeiðinu eru þær stöllur heimsóttar. Búkolla gæti orðið allt að tuttugu ára gömul og Sara Hlín segist sjá lítið annað í stöðunni en að hugsa um öndina allan þann tíma þar sem Búkolla gæti aldrei bjargað sér í náttúrunni.

Búkolla kann því eðlilega vel að meta meta vinskapinn við mannfólkið og byrjar að kurra þegar Sara Hlín kemur heim úr skólanum, sem mun vera eitthvað svipað og þegar kettir mala.

View this post on Instagram

Ferðastiklur

A post shared by Chicklet/(Bú)Kolla (@0ndin) on Jan 24, 2019 at 12:39pm PST

Búkolla fylgist með af athygli þegar fuglum bregður fyrir í sjónvarpinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert