Hafði verið ráðið frá því að aka bíl

Holtavörðuheiði.
Holtavörðuheiði. mbl.is/Gúna

Karlmaður sem lést á Holtavörðuheiði í árekstri jepplings og fólksbíls 22. desember árið 2016 hafði átt við veruleg heilsufarsvandamál að stríða og hafði ítrekað verið ráðið frá því að aka bifreið, sérstaklega langar vegalengdir.

Þetta kemur fram í úrskurði rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Rannsókn leiddi í ljós að ökumaðurinn var með verulega skerta ökuhæfni sökum veikinda og lyfjanotkunar vegna þeirra. Við rannsókn komi í ljós að hann hafði misst bifreið sína út af veginum við Grundartanga um tveimur klukkustundum áður en slysið átti sér stað á Holtavörðuheiði og þurfti þá að draga bifreið hans aftur á veginn.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að ökumaðurinn ók yfir á rangan vegarhelming í slysinu á heiðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert