Vandræði á leið í Þjóðleikhús

Úr einræðisherranum.
Úr einræðisherranum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikhúsgestir sem lögðu af stað í miðbæinn á laugardagskvöld til þess að sjá sýninguna Einræðisherrann í Þjóðleikhúsinu áttu erfiðari ferð fyrir höndum en þeir líklega höfðu gert sér í hugarlund.

Ökuleiðum víða inn og út úr miðbænum var lokað um svipað leyti og sýningin hófst vegna Vetrarhátíðar Reykjavíkur og áttu margir leikhúsgestir fullt í fangi með að komast inn í miðbæinn og finna þar bílastæði.

Að sögn Þórönnu Hafdísar Þórólfsdóttur, sem fór á Einræðisherrann ásamt manni sínum, hófst sýningin fimmtán mínútum á eftir áætlun vegna þess hve mörgum áhorfendum seinkaði á leiðinni. „Leikhúsgestir komu hlaupandi eftir hrakninga og hringsól um bæinn og voru ævareiðir sumir. Hvernig er þetta hægt? Er menningin eingöngu fyrir fólk í 101 og elítuna í 107? Að þessu var mjög illa staðið svo ekki sé tekið dýpra í árinni.“

Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri sagðist ekki kannast við að sýningunni hefði seinkað og sagði að samkvæmt skýrslu hefði ekki vantað svo marga gesti að markvert þætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »