Börn geta ekki beðið eftir stefnu

Félagsráðgjafafélag Íslands telur skorta á heildstæða stefnu stjórnvalda í málefnum …
Félagsráðgjafafélag Íslands telur skorta á heildstæða stefnu stjórnvalda í málefnum barna og fjölskyldna. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Kristinn Magnússon

Börn geta ekki beðið, er yfirskrift sjötta þings Félagsráðgjafafélags Íslands sem haldið verður í dag. Félagið fagnar 55 ára afmæli á þessu ári.

María Rúnarsdóttir, formaður Félagsráðgjafafélagsins, segir að félagsráðgjafar vilji taka af skarið þegar kemur að heildstæðri þjónustu við börn og ungmenni, allt frá getnaði. Félagsráðgjafar telji að skortur á heildstæðri stefnumörkun stjórnvalda í málefnum barna bitni á þeim.

„Félagsráðgjafar koma víða við þegar kemur að málefnum barna, ungmenna og fjölskyldna. Við erum mjög meðvituð um hvað það er sem upp á vantar og þekkjum hvað best hvar þjónustukeðjan rofnar,“ segir María í Morgunblaðinu í dag. Hún telur tilhneigingu hjá stofnunum að vísa málum frá sem falla ekki algerlega að þeirra sviði og þá komi rof í þjónustuna sem brothættir einstaklingar megi illa við.

María Rúnarsdóttir, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
María Rúnarsdóttir, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert