„Frikki Meló“ kveður Melabúðina

Bræðurnir Pétur Alan og Friðrik Ármann Guðmundssynir.
Bræðurnir Pétur Alan og Friðrik Ármann Guðmundssynir. mbl.is/Golli

Kaupmaðurinn Friðrik Ármann Guðmundsson, eða Frikki í Melabúðinni, sem hefur undanfarin ár séð um rekstur Melabúðarinnar ásamt bróður sínum, Pétri Alan Guðmundssyni, er að hætta í búðinni.

Friðrik greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Hjartans vinir, kunningjar og samstarfsfólk í gegnum árin, 
Nú þegar ég kveð Melabúðina sem starfsvettvang og leita á önnur mið vil ég þakka ykkur öllum góða viðkynningu, vináttu og samstarf í gegnum árin. 
Ykkar, Frikki Meló.“

Árið 1956 opnaði Mela­búðin í fyrsta skipti, en árið 1979 komst hún í eigu fjöl­skyldu bræðranna Pét­urs Alan og Friðriks. Pétur mun áfram standa vaktina.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert