Þurfi að vernda íslenska náttúru

Hér gefur að líta Þjórsárver úr lofti sem er meðal …
Hér gefur að líta Þjórsárver úr lofti sem er meðal þjóðlenda á Íslandi. mbl.is/RAX

Forsætisráðherra hefur gefið út og birt á vefsvæði ráðuneytisins stefnu um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna en alls eru 217 þjóðlendur á landinu og þekja þær um 86% af miðhálendinu.

Í ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna stefnunnar kemur fram að í nútímanum eigi allar okkar ákvarðanir að taka mið af framtíðinni og hagmunum komandi kynslóða.

Viðauki með stefnunni sem fjallar um uppbyggingarflokkar ferðaþjónustustaða. Eins og …
Viðauki með stefnunni sem fjallar um uppbyggingarflokkar ferðaþjónustustaða. Eins og sjá má á myndinni eru tilgreindar fjórar jaðarmiðstöðvar og níu hálendismiðstöðvar. Ljósmynd/Stjórnarráð Íslands

„Við ákvarðanatöku þurfum við að hafa að leiðarljósi verndun íslenskrar náttúru og umhverfis. Farsæl samfélagsþróun byggist á þeirri forsendu að við náum að tryggja hið mikilvæga jafnvægi umhverfis, samfélags og efnahags,“ kemur fram í ávarpi Katrínar.

Heildstæð stefna sem miði að því að tryggja verndun lífríkis, landslags og jarðmyndana, þar sem vistfræðileg gildi séu undirstaðan í samspili verndunar og nýtingar er nauðsynlegt verkfæri, að mati forsætisráðherra.

„Það er trú mín að sú stefnumótun sem hér er í fyrsta sinn sett fram verði til þess að við sjáum til þess að staðinn verði vörður um óbyggðir, öræfi og jökla landsins, að náttúran líði ekki fyrir ágang og að tryggt verði að öll uppbygging taki mið af sjónarmiðum um náttúruvernd og sjálfbæra þróun,“ kemur fram hjá Katrínu.

Hægt er að lesa nánar um stefnuna hér.

Ljósmynd/Stjórnarráðið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert