Hrækti í andlit lögreglumanns

Haldi konan skilorð í tvö ár sleppur hún við fangelsisvist.
Haldi konan skilorð í tvö ár sleppur hún við fangelsisvist.

Kona hrækti í andlit lögreglumanns og var dæmd til að sitja einn mánuð í fangelsi er dómur féll í máli hennar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 

Konan játaði skýlaust brot sitt og tók fram fyrir dómi að hún iðraðist gjörða sinna. Ef konan heldur skilorð sitt í tvö ár fellur fullnusta refsingar niður.

Samkvæmt sakavottorði hennar hefur hún þrisvar brotið lögin. Hún hefur gengist undir greiðslu sektar með sektargerð lögreglustjóra í tveimur tilvikum vegna umferðarlagabrota og einu sinni vegna brots gegn lögum um ávana- og fíkniefni. 

Atvikið átti sér stað aðfaranótt 17. júní í fyrra. 

mbl.is