Fagna frumvarpi Kristjáns Þórs

AFP

Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sem félagið segir að heimili innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk. Með samþykkt frumvarpsins lýkur loks um áratugarlöngum brotum íslenskra stjórnvalda á EES-samningnum, að því er segir á vef FA.

„Íslensk stjórnvöld áttu engan annan kost en að afnema bannið við innflutningi á ferskvöru. Með því að fara ekki að dómum EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands væri gróflega brotið gegn réttaröryggi íslenskra fyrirtækja og gífurlegir hagsmunir íslenskra matvælaútflytjenda settir í uppnám,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, á vef félagsins.

Í greinargerð með frumvarpi ráðherra kemur skýrt fram að samið var um upptöku matvælalöggjafar Evrópusambandsins í EES-samninginn á sínum tíma til að tryggja hagsmuni íslensks sjávarútvegs af því að geta komið vöru sinni ferskri á markað í öðrum Evrópuríkjum án þess að hún þyrfti að sæta heilbrigðiseftirliti á landamærum með tilheyrandi umstangi, kostnaði og töfum, að því er segir á vef FA.

Ólafur segir að áframhaldandi brot Íslands á samningnum myndu stefna þessum hagsmunum í tvísýnu. „Þar er um milljarðahagsmuni að tefla. Ábyrgðarleysi þeirra, sem hvetja til áframhaldandi brota á samningnum, er mikið, meðal annars í þessu ljósi. Ísland á að fara að þeim alþjóðasamningum sem það hefur gert til að tryggja breiða hagsmuni, en ekki að láta undan þrýstingi sérhagsmunahópa,“ segir Ólafur á vef Félags atvinnurekenda.

At­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið hef­ur gert eft­ir­far­andi at­huga­semd:

„Í frétt­um und­an­farna daga hef­ur verið full­yrt að í tengsl­um við frum­varp sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra um inn­flutn­ing á m.a. ófrystu kjöti sé fyr­ir­hugað að heim­ila dreif­ingu á óger­il­sneydd­um mjólkuraf­urðum. Kem­ur þetta m.a. fram í yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar Bænda­sam­taka Íslands frá því í fyrra­dag og í frétta­skýr­ingu á forsíðu Morg­un­blaðsins í dag þar sem full­yrt er um skaðleg­ar af­leiðing­ar meintra breyt­inga.

Vegna þessa vill at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið ít­reka að ekki er fyr­ir­hugað í tengsl­um við boðaðar breyt­ing­ar að af­nema bann við dreif­ingu á óger­il­sneydd­um mjólk­ur­vör­um.“

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
mbl.is

Innlent »

Lokað vegna óveðurs

06:58 Fjarðarheiði er lokuð vegna óveðurs og hið sama gildir um Hófaskarð, Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi víða um land. Meira »

Aftakaveður á leiðinni

06:46 Kröpp og óvenjudjúp lægð skammt suður af landinu hreyfist allhratt norðaustur. Lægðin sú arna veldur norðan- og norðaustanstormi eða -roki og blindhríð fyrir norðan og austan. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð mikilli snjókomu síðdegis og það geti haft áhrif á umferðina. Meira »

4.100 unglingar á einum stað

06:16 Stærsta unglingaskemmtun landsins fer fram í Laugardalshöll um helgina þegar 4.100 unglingar og 400 starfsmenn úr félagsmiðstöðvum landsins koma saman til þess að skemmta sér á SamFestingnum, árlegri hátíð Samfés. Meira »

Leituðu gluggagægis

05:56 Lögreglunni barst tilkynning um gluggagægi í hverfi 111 en þrátt fyrir leit að manninum fannst hann ekki. Bifreið var bakkað ofan í húsgrunn í hverfi 203 en engin slys urðu á fólki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »

Tjá sig ekki um orkupakkann

05:30 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi um þriðja orkupakka Evrópusambandsins á fundi sínum í gær. Sex þingmenn flokksins hafa opinberlega lýst efasemdum vegna málsins. Samkvæmt heimildum mbl.is er búist við því að frumvörp vegna þriðja orkupakkans verði kynnt öðrum hvorum megin við helgi. Meira »

Metfjöldi í Landgræðsluskóla SÞ

05:30 Alls er nú 21 nemandi skráður í Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem hófst fyrir skömmu, en um er að ræða árlegt sex mánaða námskeið. Aldrei fyrr hafa jafn margir nemendur verið skráðir á námskeiðið. Meira »

Hægja á uppbyggingunni

05:30 Fjárfestar hafa hægt á markaðssetningu nýrra íbúða í miðborg Reykjavíkur. Með því hafa þeir brugðist við óvissu í efnahagsmálum. Kjaramálin og erfið staða flugfélaganna vega þar þungt. Meira »

Boðvald stéttarfélaga nær til félagsmanna

05:30 „Stjórnarskrá lýðveldisins hefur að geyma ákvæði um félagafrelsi. Í því felst að þú getur verið í því félagi sem þú vilt og staðið utan þess félags sem þú vilt,“ segir Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður. Hann sagði að hluti rútubílstjóra á höfuðborgarsvæðinu væri hvorki félagar í Eflingu né VR. Meira »

Kvörtuðu undan óþægindum

05:30 „Þetta byrjaði með því að starfsmenn kvörtuðu undan óþægindum og urðu sumir þeirra veikir. Í kjölfar þess var ákveðið að láta skoða málið,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Önnur flugfélög að falla á tíma

05:30 Sérfræðingar á flugmarkaði voru tregir til að koma fram undir nafni til að ræða viðræður Icelandair og WOW air. Þeir voru sammála um að öll sund væru að lokast fyrir WOW air. Meira »

Verkfallið er hafið

00:04 Verkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra, sem stendur yfir í sólarhring, hófst núna á miðnætti.  Meira »

MAX í lykilhlutverki í ákvörðuninni

Í gær, 23:40 „Það að Icelandair séu tilbúnir að taka þráðinn upp að nýju er augljóslega keyrt áfram af óvissunni í kringum MAX-inn,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair, um viðræður Icelandair um aðkomu að rekstri WOW air sem hafnar eru að nýju. Meira »

Hugsað sem meira stuð

Í gær, 22:03 Fyrsta 4cross-hjólreiðamótið sem haldið hefur verið í Hlíðarfjalli fer fram á laugardag en Ágúst Örn Pálsson mótsstjóri segir að brautin sé stutt og að keppnisfyrirkomulag eigi að vera skemmtilegt, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Meira »

Freista þess að keyra flugfarþega

Í gær, 21:44 „Við erum búin að undirbúa okkur og gerum ráð fyrir að vinna eftir plani,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Hann segir vonbrigði að ekki hafi tekist að aflýsa verkföllunum. Meira »

Icelandair hefur viðræður við WOW air

Í gær, 21:22 Í kjölfar tilkynningar frá WOW air um slit viðræðna við Indigo Partners hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri félagsins. Meira »

Fá lóðir fyrir 153 íbúðir

Í gær, 20:53 Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar, og Búseti húsnæðissamvinnufélag fá lóðir fyrir 153 íbúðir í næsta áfanga í Bryggjuhverfinu. Bæði félögin eru óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Meira »

Fundi lokið og verkfall á miðnætti

Í gær, 20:35 Fundi verkalýðsfélaganna sex sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Sólarhringsverkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra er enn á dagskrá og hefst á miðnætti. Meira »

Minni tekjur hefðu áhrif á uppbyggingu

Í gær, 20:31 „Til að mögulegt sé að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli til þess að uppfylla þjónustumarkmið miðað við núverandi fjölda farþega og til að byggja upp til framtíðar er mikilvægt að núverandi nýting á innviðum Keflavíkurflugvallar minnki ekki.“ Meira »

Tapa 250 milljónum á dag

Í gær, 19:55 Ef allt fer á versta veg og Efling og VR halda verkföllum sínum til streitu tapast 250 milljónir á dag í ferðaþjónustu hér á landi þá daga sem verkföllin standa yfir. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »
Nudd Nudd Nudd
Whole body massage Downtown Reykjavik S. 6947881...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...