Hækkanir hefðu mátt vera tíðari

Friðrik Sophusson.
Friðrik Sophusson. mbl.is/Golli

Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, segir að við hækkanir á grunnlaunum Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, hafi m.a. verið horft til þess að kaupaukar hafi verið aflagðir frá 1. janúar 2017.

Þeir hafi að formi til verið allt að 25% af grunnlaunum en í raun verið að jafnaði rúm 20%. Litið hafi verið svo á að þeir væru að nokkru leyti hluti af launum. Íslandsbanki hefur verið í ríkiseigu frá 1. janúar 2017.

Grunnlaun Birnu voru 3,85 milljónir frá 1. janúar 2016 til og með 1. ágúst 2017 er þau hækkuðu í 4,215 milljónir. Þau hækkuðu svo aftur í 4,89 milljónir 1. janúar 2018, eða um rúm 27% í þessum tveimur lotum. Grunnlaunin lækkuðu svo í 4,2 milljónir 1. janúar sl. og munu ekki breytast frekar í ár. Friðrik segir að eftir á að hyggja hefði verið heppilegra að hækka grunnlaunin tíðar og minna. Markmiðið hafi verið að bæta upp afnám kaupauka og taka tillit til launaþróunar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert