Smakkar ekki kökuna fyrr en hún hefur unnið

Sigurður Már Guðjónsson, höfundur köku ársins, með eiginkonu sinn, Katerina …
Sigurður Már Guðjónsson, höfundur köku ársins, með eiginkonu sinn, Katerina Stepámková. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef fyrst og fremst áhuga á faginu og metnað til að gera vel og framleiða góða vöru fyrir viðskiptavinina,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, höfundur köku ársins 2019.

Sigurður er bakara- og konditormeistari og eigandi að Bernhöftsbakaríi sem stofnað var 1834 og fagnar því 185 ára afmæli í ár. Að sögn Sigurðar hefur Bernhöftsbakarí verið í eigu fjölskyldunnar síðan afi hans, Sigurður Bergsson, tók við rekstrinum 1944.

„Ég hef nú lagt drög að því að koma upp næstu kynslóð bakara því ég og kona mín, Katerina Stepámková, eigum von á barni í byrjun apríl,“ segir Sigurður, sem hefur fjórum sinnum áður unnið bakarakeppni. Árið 2009 vann hann Kahlúa-keppnina sem var hliðarkeppni við köku ársins. 2011 átti Sigurður köku ársins, brauð ársins 2013 og köku ársins 2018 og 2019. Sigurður segir að kaka ársins 2019 sé með skyrmús líkt og kaka ársins 2011.

„Neðst í köku ársins er súkkulaðibotn með heslihnetum og appelsínunúggati ofan á. Ofan á það er sett mulið kex til að fá stökkt inn í kökuna. Næst er settur appelsínukjarni og marsípanbotn þar á ofan. Allt er þetta svo umlukið með vanilluskyrmús með ekta Madagaskar-vanillustöngum,“ segir Sigurður í Morgunblaðinu í dag.

Sjá viðtal við Sigurð í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert