Hátt í 800 milljónir tapast í Eyjum

Loðnuskip munu ekki sjást við Vestmannaeyjar á næstunni.
Loðnuskip munu ekki sjást við Vestmannaeyjar á næstunni. mbl.is/RAX

Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar telur ekki nauðsynlegt að svo stöddu að taka upp fjárhagsáætlun ársins 2019 þrátt fyrir loðnubrest þar sem áætla megi að útsvarstekjur Vestmannaeyjabæjar skerðist um rúmar 90 milljónir.

Eru þá ekki teknar með í reikninginn tapaðar útsvarstekjur vegna launatekna í afleiddri starfsemi, að því er segir í Morgunblaðinu í dag.

Ákvörðun bæjarráðs kemur í kjölfar minnisblaðs sem Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri Vestmannaeyjabæjar, lagði fram á fundi bæjarráðs í gær en bæjarstjórn hafði á fundi sínum 28. febrúar falið fjármálastjóra að fara yfir fjárhagsleg áhrif yfirvofandi loðnubrests og meta hvort forsendubrestur væri fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar aðalsjóðs og hafnarsjóðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert