Forsætisráðherra „gúgglaði“ hamingjuna

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í tilefni af alþjóðlega hamingjudeginum, sem er í dag, ákvað Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að „gúggla“ hamingjuna. Afrakstur „gúgglsins“ kynnti hún þegar hún setti málþing sem embætti landlæknis stendur fyrir í dag undir yfirskriftinni: Hamingja, heilsa og vellíðan - samfélagsleg ábyrgð?

„Það áhugaverðasta sem kom upp úr því var uppskrift að léttlopapeysu, opinni, sem bar heitið Hamingja. Hún var röndótt í mjög mörgum fallegum björtum litum. Svo ég hugsaði: Ef hamningjan er léttlopapeysa þá endurspeglar þessi peysa fjölbreytileika og birtu,“ sagði Katrín.

Forsætisráðherra fór um víðan völl í ávarpi sínu og allt aftur til fornaldar um mismunandi hugtök um hamingju. Þá sagði hún einnig að hamingjan væri svo sannarlega eitt af grundvallaratriðum tilverunnar.

Er hamingjan farsæld eða hugarástand?

Katrín vísaði í fræðimenn heimspekinnar sem hafa rannsakað hamingjuna í margar aldir. „Innan heimspekinnar eru tvær leiðir til að tala um hamingjuna. Við tölum um hamingjuna sem farsæld, það sem er gott fyrir samfélagið og einstaklinginn og snýst um ákveðna gæfu, og hinn skólinn innan heimspekinnar er að hamingja er hugarástand, andstæðan við depurðina, leiðann og merkir þá frekar gleði eða sæla,“ sagði Katrín.

Í „gúgglinu“ komst ráðherra líka að því að árið 2008 komu út fjögur þúsund bækur um hamingjuna, samanborið við 50 bækur árið 2000. „Og það segir okkur eitthvað um það hversu mikið við leitum hamingjunnar og teljum að hún sé ekki eitthvað sem komi með skapanorninni heldur eitthvað sem við getum fundið og tryggt okkur með því að nota réttu aðferðirnar því við viljum öll verða hamingjusöm,“ sagði Katrín.

Ráðherrann vísaði einnig í niðurstöður nýrrar skýrslu sem birt var í dag þar sem fram kemur að Finnar eru hamingjusamasta þjóð í heimi. Danir og Norðmenn eru í næstu tveimur sætum og Íslendingar komar þar á eftir sem fjórða hamingjusamasta þjóð í heimi.

„Það er áhugavert ef við veltum því fyrir okkur hvort erum við að hugsa um hamingjuna sem farsæld eða hamingjuna sem hugarástand, gleðiástand, þegar við tölum um þetta? Ef við skoðum þessi lönd sem raða sér efst eru þetta tvímælalaust lönd sem eru mjög farsæld í samfélagslegu tilliti, lönd þar sem jöfnuður er mikill og hugað er að umhverfismálum í samhengi við efnahag og samfélagsþróun,“ sagði Katrín.

Hamingjan eykst ekki með fleiri krónum og aurum

Hún benti jafnframt á að í þessum fjóru efstu löndum, sem öll tilheyra Norðurlöndunum, eru mikil lífsgæði. „Þarna erum við kannski að hugsa um farsæld. En erum við að hugsa um farsæld þegar við förum og kaupum allar þessa 4000 bækur um hvernig við ætlum að vera hamingjusöm? Erum við þá að leita að hugarástandinu? Ég held að við getum sagt það, og það eru ýmsar rannsóknir sem benda til þess, að þegar ákveðnar lífsþarfir eru uppfylltar, þá eykst hamingjan ekki við það að eignast fleiri krónur og aura, og það er mikilvæg hugmynd að ef við metum hamingjuna sem farsæld þá snýst farsældin um þetta að hafa þetta mikilvæga jafnvægi í lífinu á milli efnahagslegra, samfélagslegra, umhverfis- og jafnvel menningarlegra þátta,“ sagði Katrín.

Að lokum sagði Katrín hamingjuna vera mikilvægt lýðheilsumál og að hún ætli að njóta þess að vera ráðherra hamingjunnar í dag.

Hér að neðan má fylgjast með málþinginu í beinni. Dagskráin hófst klukkan 13 og lýkur klukkan 16. Hér má skoða dagskrána.  mbl.is

Innlent »

„Auðvitað hrekkur maður í kút“

11:53 „Auðvitað hrekkur maður í kút þegar maður sér þetta, þetta er mikið. En þetta er ekkert sem kemur manni í rauninni á óvart,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri í Mýrdalshreppi, um skriðuna sem féll í Reynisfjöru á þriðjudag. Meira »

Fleiri kaupendur horfi til dómsmálsins

11:46 Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður hjóna sem standa í aðfararmáli gegn FEB, segir í samtali við mbl.is að hún viti til þess að fleiri kaupendur, sem enn hafa ekki fallist á að greiða hærra verð fyrir íbúðir sínar, skoði stöðu sína og fylgist með framvindu dómsmálsins. Meira »

„Guðrún gríðarlega hæf“

11:22 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir af og frá að ákveðið hafi verið að Guðrún Johnsen verði stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Hún er einn fjögurra stjórnarmanna sem VR hefur skipað í stjórn sjóðsins eftir að fulltrúaráð félagsins ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna. Meira »

„Vandræðaleg erindisleysa“ Vigdísar

11:20 Meirihluti borgarstjórnar segir „vandræðalega erindisleysu“ Vigdísar Hauksdóttur hafa sóað tíma og fjármunum borgarinnar. Tvær milljónir króna hafi fallið á borgina vegna málaferla Vigdísar tengdra framkvæmd borgarstjórnarkosninga í fyrravor. Meira »

Opið hús á Bessastöðum

11:10 Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi á morgun sem liður í Menningarnótt. Gestum býðst að skoða Bessastaðastofu milli klukkan 13 og 16. Meira »

„Seðlabankinn á varhugaverðri vegferð“

10:56 „Seðlabankinn er á varhugaverðri vegferð þegar hann er farinn að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að svona upplýsingar komi fyrir augu almennings,“ segir Ari Brynjarsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, en stefna Seðlabanka Íslands gegn honum var tekin fyrir í héraðsdómi í morgun. Meira »

Áfram í varðhaldi vegna vopnaðs ráns

10:48 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um vopnað rán í Reykjavík 25. júlí. Meira »

Tekur „burpee“ fyrir hvern þúsundkall

10:29 „Ein af mínum bestu vinkonum lenti í því hörmulega atviki í fyrra að missa dóttur sína eftir sjö mánaða meðgöngu. Gleym mér ei hjálpaði henni og kærastanum hennar í gegnum þennan erfiða tíma og ég er ótrúlega þakklát fyrir þá aðstoð sem þau fengu,“ segir Diljá Rut Guðmundudóttir, sem hleypur 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Meira »

Stefna Seðlabankans tekin fyrir

09:52 Stefna Seðlabanka Íslands á hendur Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, var tekin fyrir í morgun. Bankinn stefnir Ara til að fá felldan úr gildi úrskurð þess efnis að bank­an­um beri að veita Ara umbeðnar upp­lýs­ing­ar um náms­styrk til fram­kvæmda­stjóra gjald­eyris­eft­ir­lits. Meira »

Útvarp 101 verður símafyrirtæki

09:38 Útvarp 101 kynnir nýtt símafyrirtæki, 101 Sambandið. Sýn hf., Vodafone, kemur að rekstrinum og á helming. Líta má á nýjungina sem viðleitni Sýnar til þess að bjóða upp á hliðstæða leið Þrennu Símans. Meira »

Skólasetningin fer alltaf fram í Björnslundi

08:18 Norðlingaskóli var settur í 15. skipti í gær í útikennslustofu skólans í Björnslundi.  Meira »

Opnað á sameiningu

07:57 „Ef þetta þýðir betri kjör til langframa myndum við ekki setja okkur upp á móti því,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísar hann í máli sínu til hugsanlegrar sameiningar tveggja af stóru viðskiptabönkunum þremur. Meira »

Ágætishaustlægð á leiðinni

06:57 Útlit er fyrir að ágætishaustlægð gangi yfir landið á sunnudag og mánudag með suðaustanátt og rigningu. Gera má ráð fyrir allhvössum vindi, jafnvel hvassviðri fyrir hádegi á sunnudag sunnan- og suðvestanlands. Þessu veðri fylgir rigning í öllum landshlutum og talsverð á Suður- og Suðausturlandi. Meira »

Lofar að gera þetta ekki aftur

06:01 Lögreglan hafði afskipti af þremur drengjum á vespu á Strandvegi síðdegis í gær. Ökumaður vespunnar náði að stinga lögreglu af eftir að hafa losað sig við farþegana tvo, sem voru hjálmlausir. Meira »

Eldislax ekki veiðst

05:30 Eldislax hefur ekki veiðist í laxveiðiám í sumar og ekki sést við myndaeftirlit. Er það mikil breyting frá síðasta ári þegar staðfest var að tólf eldislaxar hefðu veiðist í laxveiðiám. Meira »

Virða ekki lokun lögreglu

05:30 Dæmi eru um það að ferðamenn hafi ekki fylgt fyrirmælum lögreglu og farið inn á lokað svæði í Reynisfjöru, þar sem skriða féll á þriðjudag. Þetta staðfestir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Fylgjast áfram vel með vatninu

05:30 Lögreglan ákvað síðdegis í gær að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum Björn Debecker. Hann er talinn hafa fallið í Þingvallavatn fyrir um 13 dögum. Meira »

Fjarveran gagnrýnd

05:30 „Hún hefði átt að nýta tækifærið, taka á móti honum og ræða brýn málefni á borð við loftslagsmál og öryggis- og varnarmál. En hún forgangsraðar auðvitað verkefnum sínum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Sátu allir við sama borð?

05:30 „Eins og mér var kynnt þetta var sama fermetraverð á öllum íbúðum sem Félag eldri borgara í Reykjavík, FEB, byggði í Árskógum 1 til 3. Skipti þá engu hvort um íbúðir á efstu hæð annars staðar í húsinu væri að ræða,“ segir einstaklingur í FEB sem ekki vill láta nafns síns getið en sótti um íbúð í húsunum. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi, ra...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...