Forsætisráðherra „gúgglaði“ hamingjuna

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í tilefni af alþjóðlega hamingjudeginum, sem er í dag, ákvað Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að „gúggla“ hamingjuna. Afrakstur „gúgglsins“ kynnti hún þegar hún setti málþing sem embætti landlæknis stendur fyrir í dag undir yfirskriftinni: Hamingja, heilsa og vellíðan - samfélagsleg ábyrgð?

„Það áhugaverðasta sem kom upp úr því var uppskrift að léttlopapeysu, opinni, sem bar heitið Hamingja. Hún var röndótt í mjög mörgum fallegum björtum litum. Svo ég hugsaði: Ef hamningjan er léttlopapeysa þá endurspeglar þessi peysa fjölbreytileika og birtu,“ sagði Katrín.

Forsætisráðherra fór um víðan völl í ávarpi sínu og allt aftur til fornaldar um mismunandi hugtök um hamingju. Þá sagði hún einnig að hamingjan væri svo sannarlega eitt af grundvallaratriðum tilverunnar.

Er hamingjan farsæld eða hugarástand?

Katrín vísaði í fræðimenn heimspekinnar sem hafa rannsakað hamingjuna í margar aldir. „Innan heimspekinnar eru tvær leiðir til að tala um hamingjuna. Við tölum um hamingjuna sem farsæld, það sem er gott fyrir samfélagið og einstaklinginn og snýst um ákveðna gæfu, og hinn skólinn innan heimspekinnar er að hamingja er hugarástand, andstæðan við depurðina, leiðann og merkir þá frekar gleði eða sæla,“ sagði Katrín.

Í „gúgglinu“ komst ráðherra líka að því að árið 2008 komu út fjögur þúsund bækur um hamingjuna, samanborið við 50 bækur árið 2000. „Og það segir okkur eitthvað um það hversu mikið við leitum hamingjunnar og teljum að hún sé ekki eitthvað sem komi með skapanorninni heldur eitthvað sem við getum fundið og tryggt okkur með því að nota réttu aðferðirnar því við viljum öll verða hamingjusöm,“ sagði Katrín.

Ráðherrann vísaði einnig í niðurstöður nýrrar skýrslu sem birt var í dag þar sem fram kemur að Finnar eru hamingjusamasta þjóð í heimi. Danir og Norðmenn eru í næstu tveimur sætum og Íslendingar komar þar á eftir sem fjórða hamingjusamasta þjóð í heimi.

„Það er áhugavert ef við veltum því fyrir okkur hvort erum við að hugsa um hamingjuna sem farsæld eða hamingjuna sem hugarástand, gleðiástand, þegar við tölum um þetta? Ef við skoðum þessi lönd sem raða sér efst eru þetta tvímælalaust lönd sem eru mjög farsæld í samfélagslegu tilliti, lönd þar sem jöfnuður er mikill og hugað er að umhverfismálum í samhengi við efnahag og samfélagsþróun,“ sagði Katrín.

Hamingjan eykst ekki með fleiri krónum og aurum

Hún benti jafnframt á að í þessum fjóru efstu löndum, sem öll tilheyra Norðurlöndunum, eru mikil lífsgæði. „Þarna erum við kannski að hugsa um farsæld. En erum við að hugsa um farsæld þegar við förum og kaupum allar þessa 4000 bækur um hvernig við ætlum að vera hamingjusöm? Erum við þá að leita að hugarástandinu? Ég held að við getum sagt það, og það eru ýmsar rannsóknir sem benda til þess, að þegar ákveðnar lífsþarfir eru uppfylltar, þá eykst hamingjan ekki við það að eignast fleiri krónur og aura, og það er mikilvæg hugmynd að ef við metum hamingjuna sem farsæld þá snýst farsældin um þetta að hafa þetta mikilvæga jafnvægi í lífinu á milli efnahagslegra, samfélagslegra, umhverfis- og jafnvel menningarlegra þátta,“ sagði Katrín.

Að lokum sagði Katrín hamingjuna vera mikilvægt lýðheilsumál og að hún ætli að njóta þess að vera ráðherra hamingjunnar í dag.

Hér að neðan má fylgjast með málþinginu í beinni. Dagskráin hófst klukkan 13 og lýkur klukkan 16. Hér má skoða dagskrána.  mbl.is

Innlent »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »

Allt tiltækt slökkvilið við Sléttuveg

10:13 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli við Sléttuveg í Reykjavík vegna mikils reyks í bílakjallara húsnæðisins. Útkallið barst kl. 9:56 samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni. Meira »

Logn í skíðabrekkum á páskadag

09:47 Landsmenn ættu að geta unað sér vel í skíðabrekkum víða um land í dag, en það stefnir í fínasta færi í brekkum víðast hvar og logn. Meira »

Messað við sólarupprás

09:17 „Kristur er sannarlega upprisinn,“ sagði séra Kristján Valur Ingólfsson, prestur við guðsþjónustu í Þingvallakirkju nú í morgun, páskadag. Eins og hefð er fyrir var upprisumessa sungin á Þingvöllum á þessum degi, og hófst hún kl. 5:50 eða nærri sólarupprás. Meira »

Eldvakt til miðnættis í Dalshrauni

08:51 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með svokallaða eldvakt til miðnættis í Dalshrauni í Hafnarfirði vegna eldsvoðans sem varð þar í gær. Að lokinni eldvaktinni fóru síðustu menn heim og vettvangurinn var afhentur lögreglunni, sem fer nú með rannsókn málsins. Meira »

Útköll í heimahús vegna hávaða

08:10 Nokkuð var um útköll í heimahús vegna hávaða úr samkvæmum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »

Hægviðri víða með morgninum

07:09 Víða verður hægviðri með morgninum og skýjað að mestu. Hiti verður á bilinu 3 til 9 stig að deginum.  Meira »

Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

Í gær, 21:35 Við slökkvistarf í eldsvoðanum í Dalshrauni í dag lak mikið vatn niður í verslun Húsasmiðjunnar, sem er á neðri hæð hússins sem brann. Óvíst er um hvort hægt verði að opna verslunina á þriðjudaginn. Meira »

Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar

Í gær, 21:13 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að líkur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan. Meira »

Sýnin breytti lífi mínu

Í gær, 20:30 Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi og annar eigandi Hugarfrelsis, hefur orðið fyrir andlegum upplifunum sem hafa breytt viðhorfum hennar til lífsins. Þessi fimm barna móðir úr Garðabænum segir tilgang lífsins vera að hjálpa öðrum, þroska sálina og breiða út ljósið og kærleikann. Meira »

Enginn liggur undir grun vegna bruna

Í gær, 20:25 Eldsupptökin í brunanum í fjölbýli í Dalshrauni í dag virðast hafa verið í herbergi erlends pars á þrítugsaldri. Enginn liggur undir gruni og enginn er í haldi lögreglu. Meira »

Brosir og hlær sig í gegnum allt

Í gær, 20:19 Hún segir það vanvirðing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurðardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi. Meira »

Vann tvær milljónir

Í gær, 19:39 Fyrsti vinningur gekk ekki út í lottoútdrætti kvöldsins og því verður potturinn tvöfaldur næst. Tveir skipta með sér bónusvinningnum og hljóta rúmlega 160 þúsund krónur í vinning. Meira »

Slökkviliðið að ljúka störfum

Í gær, 19:20 Slökkviliðið er nú að ljúka störfum á vettvangi eldsvoðans í Dalshrauni í Hafnarfirði sem varð fyrr í dag. Fjórum var þar bjargað af þaki logandi húss. Meira »

Láðist að kynna sér reglur um fiskveiðar

Í gær, 18:39 Um kl. 23 í gærkvöldi urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þess varir að norska línuskipið Fiskenes var búið að leggja línu inn fyrir mörk hryggningastoppsvæðisins sem er í gildi um þessar mundir samkvæmt reglugerð Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar frá 12. apríl til og með 21. apríl. Meira »

Bjóða heimilislausum í páskamat

Í gær, 18:20 „Sonur minn, sem bjó á götunni, lést 15. október síðastliðinn. Ég hafði hitt hann tíu dögum áður og þá töluðum við að ég ætlaði að fara að snúa mér að því að vinna fyrir fólkið á götunni og nú er ég að því,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schram, móðir Þorbjörns Hauks Liljarssonar. Meira »
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...