Báturinn kominn til Ísafjarðar

Báturinn kom til Ísafjarðar um þrjúleytið.
Báturinn kom til Ísafjarðar um þrjúleytið. Ljósmynd/Aðsend

„Þeir komu rétt fyrir þrjú til Ísafjarðar og það er verið að vinna í því þar og okkar formlegu aðkomu er þannig séð lokið,“ segir Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, um bát sem strandaði á Jökulfjörðum fyrr í dag. 

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson var með hann í togi til Ísafjarðar og fylgdi björgunarbáturinn Gísli Hjalta þeim til lands.  

„Þetta gekk hægt en gekk,“ segir Jónas aðspurður hvernig aðgerðirnar hafi gengið í dag. 

Ljósmynd/Aðsend

Skipstjórinn var einn um borð, en í bátnum var nokkuð af sjó og höfðu dælur varla undan við að dæla sjó. Hann var á leið að sækja fólk sem var í landi í firðinum þegar hann strandaði. Að sögn Jónasar selflutti þyrla Landhelgisgæslunnar fólkið til Ísafjarðar. Engan sakaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert