Eldvarnir teknar fastari tökum

Tveir stórbrunar urðu í fyrra sem reyndu mjög á slökkviliðið. ...
Tveir stórbrunar urðu í fyrra sem reyndu mjög á slökkviliðið. Nú er hafin vinna við að fylgja því eftir að eldvarnir í eftirlitsskyldum húsum séu samkvæmt lögum og reglum og að brunavarnakerfi séu í lagi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Stórbrunar sem við lentum í við Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í fyrra ýttu rækilega við okkur varðandi eldvarnir. Þessir eldsvoðar voru af þeirri stærðargráðu að við réðum hreinlega ekki við þá. Ég var orðinn hræddur um öryggi minna manna og það er ískyggilegt,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS).

Hann sagði að ef vatnsúðakerfi hefðu verið til staðar í þessum húsum hefði eldurinn væntanlega ekki náð að magnast eins og hann gerði. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri á forvarnasviði SHS, sagði að þessir tveir stórbrunar hefðu verið af þeirri stærðargráðu að slökkviliðið hefði þurft að láta eldinn geisa þar til fór að draga úr honum. Þá fyrst gat slökkvistarf hafist.

SHS hefur lagt aukna áherslu á eldvarnaeftirlit frá áramótum og því verkefni verður fylgt eftir. Jón Viðar sagði að lög um brunavarnir (75/2000) og reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit (723/2017) kvæði skýrt á um ábyrgð eigenda og forráðamanna húsnæðis á eldvörnum. Þá er átt við húsnæði sem er skoðunarskylt af hálfu eldvarnaeftirlits slökkviliðs. Það eru m.a. hús þar sem margir starfa, koma saman, fara um eða dveljast, þ.e. húsnæði þar sem hætta er á stórfelldu manntjóni í eldsvoða. Þetta á t.d. við um sjúkrahús, skóla, hjúkrunarheimili, fangelsi og gistihús. Einnig húsnæði með starfsemi sem sérstök eldhætta stafar af og þar sem hætta er á miklu eignatjóni í eldsvoða, t.d. lagerhúsnæði þar sem geymdur er mikill eldsmatur.

Ábyrgðin er húseigenda

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Ljósmynd/Aðsend

„Húseigandi ber ábyrgð á því að brunavarnir séu í lagi. Með reglugerðinni komu ákvæði til að fylgja þessu eftir. Hver húseigandi á að tilnefna eldvarnafulltrúa sem sér um þessi mál fyrir hans hönd og er tengiliður við slökkviliðið,“ sagði Jón Viðar. Bjarni bætti því við að forráðamaður, t.d. leigjandi húsnæðisins, bæri einnig ábyrgð þótt endanleg ábyrgð væri hjá eigandanum. „Ef húsnæðið er eftirlitsskylt vegna eldvarna þá verður að tilnefna eldvarnafulltrúa,“ sagði Bjarni.

Þeir sögðu að eldvarnafulltrúar þyrftu eðli málsins samkvæmt að þekkja til eldvarna. Jón Viðar sagði að Mannvirkjastofnun hygðist halda námskeið í haust fyrir eldvarnafulltrúa. Hann sagði að sérhæfðir starfsmenn verkfræðistofa, öryggisfyrirtækja og einkaaðilar með fagþekkingu gætu sinnt störfum eldvarnafulltrúa. Eins gætu fyrirtækin sjálf tilnefnt eldvarnafulltrúa úr röðum starfsmanna hefðu viðkomandi þá þekkingu sem krafist er. Eldvarnafulltrúar tryggja að eldvarnir bygginga séu til staðar og í lagi, einnig að skoðanir og viðhald sé skráð og skjalfest. Mörg kerfi sem tengjast eldvörnum eins og vatnsúðakerfi og brunaviðvörunarkerfi eru skoðunarskyld. Fagaðilar sem fá vottun eftir námskeið hjá Mannvirkjastofnun eiga að taka þau út með reglulegu millibili.

mbl.is/​Hari

Jón Viðar sagði að lög um brunavarnir og reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit römmuðu málefnið vel inn og gæfu fullnægjandi heimildir til aðgerða. Hingað til hefði hins vegar skort á að eigendur og forráðamenn færu eftir settum reglum. Nú væri verið að breyta því. Breytingar á eldvarnaeftirliti sem er verið að gera hér hefðu verið innleiddar fyrir löngu annars staðar á Norðurlöndunum.

„Brunavarnir eru orðnar umfangsmikill þáttur í byggingu húsa og eru enn að aukast. Nú eru byggð stærri hús með stærri rýmum en í gamla daga. Áður voru hús hólfuð meira niður og það kemur í veg fyrir útbreiðslu elds,“ sagði Jón Viðar. Bjarni sagði að brunavarnir í stórhýsum væru orðnar tæknilega flóknar með sjálfvirkum slökkvikerfum, sjálfvirkri reyklosun og brunaviðvörunarkerfum sem ynnu með öðrum kerfum eins og loftræstikerfum og brunahólfun. Virkniprófa þyrfti allt ferlið reglulega.

Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri á forvarnasviði SHS.
Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri á forvarnasviði SHS. mbl.is/Frikki

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í gær.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Launakerfi breytt í aðdraganda samninga

14:23 Samningar starfsmanna Fiskeldis Austfjarða ehf. voru endurskoðaðir í vikunni sem leið, nokkrum dögum áður en lífskjarasamningar koma til samþykkta. Nokkrir voru óánægðir. Meira »

Sendir íbúum Srí Lanka samúðarkveðju

13:57 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag samúðarkveðju til Maithripala Sirisena, forseta Srí Lanka, og annarra íbúa þar vegna hryðjuverkanna sem framin voru þar í landi í gær. Meira »

Ræða við foreldra ungmennanna

13:55 Ráðist var á ungan pilt af erlendum uppruna við verslunarkjarnann í Langarima í Grafarvogi síðdegis í gær. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns kannast lögreglan við málið og verður rætt við hlutaðeigandi foreldra og barnaverndaryfirvöld í dag og á morgun vegna þessa. Meira »

Segir íbúum haldið í gíslingu

12:37 Lóðsinn mældi dýpið í Landeyjahöfn síðdegis í gær. Á mælingunni má sjá að talsvert af sandi hefur safnast aftur fyrir á milli hafnargarðanna, sem og innan hafnar. Dýpið er nú minnst um 3,7 metrar en Herjólfur ristir 4,2 metra. Meira »

Húsasmiðjan líklega opnuð á morgun

12:10 Þrif standa yfir í verslun Húsasmiðjunnar í Dalshrauni og þar er búist við að hægt verði að opna í fyrramálið. Alltént verður timbursalan opin. Meira »

Töluvert tjón á bílum og húsnæði

11:14 Töluvert tjón varð á bílum og húsnæði þegar eldur kviknaði í bílakjallara blokkar á Sléttuvegi 7. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í en upptökin eru talin hafa verið í dekkjum og einhvers konar hrúgu í kringum þau. Meira »

„Mjög hættulegur leikur“ hjá fyrirtækjum

09:56 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir gríðarlega alvarlegt að fyrirtæki skuli boða verðhækkanir í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Þá segir hún það „hættulegan leik“, því mörgum sé misboðið. Meira »

Sumardagurinn fyrsti sá besti

07:01 Allt bendir til þess að sumardagurinn fyrsti verði besti dagur vikunnar þegar kemur að veðri en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri. Spáð er allt að 16 stiga hita á Vesturlandi á sumardaginn fyrsta. Meira »

Ofurölvi við verslun

06:53 Tilkynnt var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um ofurölvi mann við verslun í hverfi 111 síðdegis í gær en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn farinn. Flest þeirra mála sem rötuðu í dagbók lögreglunnar tengjast akstri undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða brauðofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »

Kólnar smám saman í veðri

Í gær, 20:51 Það gengur í norðan og norðaustan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu á austanverðu landinu seint í kvöld og nótt, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá. Það mun snjóa á fjallvegum og því má búast við versnandi færð þar. Meira »

Aldrei fóru fleiri vestur

Í gær, 20:20 „Það var ekkert drama, allt gekk upp og meira til, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Kristján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóri tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Aldrei fór ég suður. Meira »

Innnes hækkar ekki vöruverð

Í gær, 18:49 Engar verðhækkanir vegna nýrra kjarasamninga eru í farvatninu hjá Innnesi, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir samningamenn hafa sýnt skynsemi og að hinn nýi kjarasamningur sé góður. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

Í gær, 18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Ekki hótun hjá ÍSAM

Í gær, 18:03 „Ég skil vel að þetta hafi vakið eftirtekt, en ég skil ekki að menn skuli líta á þetta sem einhverja hótun eða klofning hjá SA. Þá er búið að snúa hlutunum svolítið á hvolf,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Meira »

Humarpizza er ekkert pizza!

Í gær, 17:30 Á Glóð á Egilsstöðum má nú fá eldbakaða pizzu sem að sögn eigandans er nákvæmlega eins og þú myndir fá hana í Róm. Hann flutti inn menntaðan pizzubakara, sem tekur sér 50 klukkustundir í að gera deigið. Meira »

Klifraði ölvaður upp á þak

Í gær, 17:25 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í einu og öðru að snúast á þessum páskadegi. Snemma í morgun barst lögreglu tilkynning frá fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík um að ölvaður ungur maður hefði farið út á svalir á fjórðu hæð og þaðan upp á þakið. Meira »
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Verð 40þús ...