Viðbúin ef meiri háttar röskun verður

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sat fyrir svörum þingmanna á Alþingi í ...
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sat fyrir svörum þingmanna á Alþingi í dag. mbl.is/Eggert

Hvort ríkisstjórnin væri reiðubúin að draga fjármálaáætlun sína til baka og hvort hún hefði búið sig undir ólíkar sviðsmyndir vegna erfiðleika WOW air var tilefni fyrirspurnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma við upphaf þingfundar í dag.

Bjarni sagði enga þörf á að draga fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til baka enda væri hún byggð á gildandi hagspá og gert ráð fyrir óvissuþáttum í henni. Meðal annars að það gæti kólnað í hagkerfinu. Sagði hann stjórnvöld hafa meðal annars búið sig undir möguleg áföll, kæmi til þeirra, með því að greiða mjög niður skuldir ríksins.

„Þær aðstæður hafa ekki enn þá skapast“

Einnig hefði ríkissjóður verið rekinn með afgangi árum saman. Þannig væru stjórnvöld að búa í haginn með sama hætti og gert hefði verið um árabil. Það væru samt ekki eingöngu neikvæðar fréttir úr efnahagslífinu, eins og með WOW air og loðnubrest, heldur einnig jákvæðar, ýmislegt sem gengi betur en reiknað hafi verið með.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef sagt það nokkrum sinnum opinberlega að ég telji ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur eins og þennan. Þess vegna er það ekki hluti af okkar áætlunum að gera neitt slíkt. En hins vegar þurfa stjórnvöld auðvitað að vera viðbúin, ef einhver meiri háttar röskun verður, að huga að orðsporsáhættu sem því gæti fylgt og eins stöðu farþega og hvernig greiða skuli úr ef á þarf að halda. Þær aðstæður hafa ekki enn þá skapast, sem betur fer. En við erum viðbúin því ef það gerist,“ sagði Bjarni.

Telja sig vita betur en sérfræðingarnir

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gerði fjármálaáætlun einnig að umtalsefni sínu og vitnaði í viðtal Bjarna við Bloomberg-fréttaveituna þar sem haft væri eftir fjármálaráðherra að ef kólnaði í efnahagslífinu væri eina leiðin niðurskurður. Spurði hann hvort til greina kæmi að endurskoða skattaútspil ríkisstjórnarinnar vegna kjaraviðræðna og endurskoða útgjaldalið fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar.

Bjarni ítrekaði að fjármálaáætlunin væri byggð á gildandi hagspá. Sagði hann ávallt mega eiga von á því að þegar sérfræðingar greindu frá stöðunni í hagkerfinu mætti ganga út frá því sem vísu að einhverjir þingmenn kæmu í ræðustól Alþingis og segðu að þær upplýsingar væru rangar og þeir sjálfir vissu mikið betur.

Ráðherrann sagði vissulega óvissu fyrir hendi og enmitt þess vegna væri svo mikilvægt að ríkissjóður væri að skila afgangi sem væri mögulegt að ganga á ef á þyrfti að halda. Væri gert ráð fyrir því í áætluninni. Það þyrfti að taka til greina að útgjöld væru að aukast ár frá ári og það þyrfti að endurmeta það ef það færi að hægja á hagkerfinu.

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Innlent »

„Vatnar út umsamdar launahækkanir“

14:54 Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags, telur fréttirnar af breytingum á samningum starfsmanna hjá Fiskeldi Austfjarða ehf. setja kjarasamningana í uppnám. Meira »

Launakerfi breytt í aðdraganda samninga

14:23 Samningar starfsmanna Fiskeldis Austfjarða ehf. voru endurskoðaðir í vikunni sem leið, nokkrum dögum áður en lífskjarasamningar koma til samþykkta. Nokkrir voru óánægðir. Meira »

Sendir íbúum Srí Lanka samúðarkveðju

13:57 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag samúðarkveðju til Maithripala Sirisena, forseta Srí Lanka, og annarra íbúa þar vegna hryðjuverkanna sem framin voru þar í landi í gær. Meira »

Ræða við foreldra ungmennanna

13:55 Ráðist var á ungan pilt af erlendum uppruna við verslunarkjarnann í Langarima í Grafarvogi síðdegis í gær. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns kannast lögreglan við málið og verður rætt við hlutaðeigandi foreldra og barnaverndaryfirvöld í dag og á morgun vegna þessa. Meira »

Segir íbúum haldið í gíslingu

12:37 Lóðsinn mældi dýpið í Landeyjahöfn síðdegis í gær. Á mælingunni má sjá að talsvert af sandi hefur safnast aftur fyrir á milli hafnargarðanna, sem og innan hafnar. Dýpið er nú minnst um 3,7 metrar en Herjólfur ristir 4,2 metra. Meira »

Húsasmiðjan líklega opnuð á morgun

12:10 Þrif standa yfir í verslun Húsasmiðjunnar í Dalshrauni og þar er búist við að hægt verði að opna í fyrramálið. Alltént verður timbursalan opin. Meira »

Töluvert tjón á bílum og húsnæði

11:14 Töluvert tjón varð á bílum og húsnæði þegar eldur kviknaði í bílakjallara blokkar á Sléttuvegi 7. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í en upptökin eru talin hafa verið í dekkjum og einhvers konar hrúgu í kringum þau. Meira »

„Mjög hættulegur leikur“ hjá fyrirtækjum

09:56 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir gríðarlega alvarlegt að fyrirtæki skuli boða verðhækkanir í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Þá segir hún það „hættulegan leik“, því mörgum sé misboðið. Meira »

Sumardagurinn fyrsti sá besti

07:01 Allt bendir til þess að sumardagurinn fyrsti verði besti dagur vikunnar þegar kemur að veðri en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri. Spáð er allt að 16 stiga hita á Vesturlandi á sumardaginn fyrsta. Meira »

Ofurölvi við verslun

06:53 Tilkynnt var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um ofurölvi mann við verslun í hverfi 111 síðdegis í gær en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn farinn. Flest þeirra mála sem rötuðu í dagbók lögreglunnar tengjast akstri undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða brauðofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »

Kólnar smám saman í veðri

Í gær, 20:51 Það gengur í norðan og norðaustan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu á austanverðu landinu seint í kvöld og nótt, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá. Það mun snjóa á fjallvegum og því má búast við versnandi færð þar. Meira »

Aldrei fóru fleiri vestur

Í gær, 20:20 „Það var ekkert drama, allt gekk upp og meira til, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Kristján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóri tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Aldrei fór ég suður. Meira »

Innnes hækkar ekki vöruverð

Í gær, 18:49 Engar verðhækkanir vegna nýrra kjarasamninga eru í farvatninu hjá Innnesi, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir samningamenn hafa sýnt skynsemi og að hinn nýi kjarasamningur sé góður. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

Í gær, 18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Ekki hótun hjá ÍSAM

Í gær, 18:03 „Ég skil vel að þetta hafi vakið eftirtekt, en ég skil ekki að menn skuli líta á þetta sem einhverja hótun eða klofning hjá SA. Þá er búið að snúa hlutunum svolítið á hvolf,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Meira »

Humarpizza er ekkert pizza!

Í gær, 17:30 Á Glóð á Egilsstöðum má nú fá eldbakaða pizzu sem að sögn eigandans er nákvæmlega eins og þú myndir fá hana í Róm. Hann flutti inn menntaðan pizzubakara, sem tekur sér 50 klukkustundir í að gera deigið. Meira »
Greinakurlarar
Eigum til 15 hp greinakurlara með bensínmótor. Taka allt að 100mm greinar. Upp...
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
- íbúð til leigu.
Lítil íbúð til leigu í Biskupstungum, bað/sturta og eldhús, gasgrill. leigist...