Ekki ákjósanlegt að vera hvorki með skip né höfn

Nýi Herjólfur á reynslusiglingu í Póllandi.
Nýi Herjólfur á reynslusiglingu í Póllandi.

„Það er ekkert flókið að sigla skipi. Þú þarft bara eina áhöfn og olíu. Mestu vonbrigðin eru þau að við séum að sigla öðru skipi en við áttum að gera og getum ekki haldið þeirri áætlun sem við ætluðum okkur,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf.

Félagið tekur við rekstri Herjólfs í dag. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag viðurkennir Guðbjartur fúslega að aðstæður séu ekki ákjósanlegar. Eins og fram hefur komið hafa orðið tafir á smíði nýs Herjólfs í Póllandi og nú deila skipasmíðastöðin og Vegagerðin um lokagreiðslur vegna verksins. Óvíst er því hvenær skipið fæst afhent.

„Samningurinn var gerður um að félag í eigu Vestmannaeyjabæjar tæki við rekstrinum þennan dag og í leiðinni um nýja ferju. Þeirri dagsetningu var ekkert breytt en niðurstaðan er aftur á móti sú að rekstrarfélagið er að hefja rekstur á eldri ferju. Það varð ekki ljóst fyrr en undir lok febrúar eða í byrjun mars að nýja skipið kæmi ekki í tæka tíð. Þá var búið að leggja mikla vinnu í undirbúning nýrrar heimasíðu og nýs bókunarkerfis. Við erum með áætlun um að sigla sjö ferðir á dag milli Vestmannaeyja og Landeyjarhafnar. Nú stöndum við frammi fyrir því að vera ekki með skip og ekki höfn og það er allt annað upplegg en félagið og eigandinn ætluðu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »