Aukinn kaupmáttur dreifst jafnt

Launahækkun þeirra sem væru í hópi 10% launahæstu var um …
Launahækkun þeirra sem væru í hópi 10% launahæstu var um 27% á almenna markaðnum og hjá sveitarfélögum 2015 til 2018. mbl.is/Golli

Áhrif hækkana kjararáðs virðast minni en búist var við Hækkanir kjararáðs, miklar væntingar um stóra launaleiðréttingu, þróun skattbyrði og skerðing bóta eru meðal ástæðna þess að mikill óróleiki hefur verið á vinnumarkaði.

Þetta kom fram í erindi Sigurðar Ármanns Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á landsþingi sambandsins fyrir helgi, en um það er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Sigurður benti á að samkvæmt tölum Hagstofunnar hefði kaupmáttur launa aukist um 40% frá 2010 til 2018. Launavísitala hefði á þessum tíma hækkað um 75,7% á almenna markaðnum, 75% hjá ríkinu og um 72,7% hjá sveitarfélögum. Þrátt fyrir aukinn kaupmátt, sem virðist dreifast nokkuð jafnt yfir sviðið, er meiri óróleiki á vinnumarkaði í dag en hefur verið um langt árabil.

Laun í neðri fjórðungi hafa hækkað mest

Sigurður vitnaði í tölur Hagstofunnar um launabreytingar á árunum 2015 til 2018, þar sem kemur í ljós að mesta launahækkunin á opinberum markaði hefði verið í neðri fjórðungi launafólks. Launahækkun þeirra sem væru í hópi 10% launahæstu var um 27% á almenna markaðnum og hjá sveitarfélögum á þessu tímabili, en mun minni hjá ríkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert