Hefðu viljað víðtækari aðild og sátt um lífskjarasamning

Frá samningafundi Samtaka atvinnulífsins og VR.
Frá samningafundi Samtaka atvinnulífsins og VR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við vorum í fyrri hópnum en það virðist hafa fjarað undan áhuga á að hafa okkur með. Það hefði verið einfaldara,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar. í Morgunblaðinu í dag.

Samflot iðnaðarmanna var ekki aðili að lífskjarasamningnum svokallaða. Fyrsti fundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara var á fimmtudag og hefur næsti fundur verið boðaður á miðvikudag í næstu viku.

Á þessum fyrsta fundi fengu iðnaðarmenn kynningu á lífskjarasamningnum. Í nýjum pistli á heimasíðu Samiðnar er gagnrýnt að ekki hafi verið leitað eftir víðtækari sátt meðal launaþegahreyfinga.

„Umhugsunarvert er að í samningi sem hefur fengið heitið „lífskjarasamningur“ fylgir skjal frá ríkisstjórn upp á 38 liði, og snertir alla þjóðina að ekki hafi verið reynt að tryggja víðtækari aðild og sátt. Þegar þjóðarsáttarsamningurinn var gerður var lögð áhersla á víðtæka aðkomu.

Þeim sem ekki áttu kost á aðild og eiga eftir að semja er stillt upp fyrir einum kosti: „copy“. Heppilegra hefði verið að leggja meiri vinnu í að búa til víðtæka sátt um samning sem snertir alla með einum eða öðrum hætti og gildir í tæp fjögur ár,“ segir í pistlinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert