Glata skólaferð vegna WOW

Átta strákar og tvær stelpur eru í 10. bekk grunnskólans.
Átta strákar og tvær stelpur eru í 10. bekk grunnskólans. mbl.is/Líney Sigurðardótti

Daprir unglingar í 10. bekk í Grunnskólanum á Þórshöfn sjá nú fram á að ekkert verði af skólaferðalagi þeirra til Tenerife um páskana vegna gjaldþrots WOW air, en ferðin var staðgreidd með einni millifærslu til flugfélagsins tveimur vikum fyrir gjaldþrot þess.

„Við vorum búin að safna fyrir þessu ferðalagi í fimm ár og áttum eina milljón,“ segja krakkarnir, sem eru alls tíu í bekknum, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Við vorum dugleg við fjáraflanir, vorum með kökubasar, flöskusöfnun, spilakvöld og fleira öll þessi ár en nú er allt farið,“ sögðu þessir vonsviknu unglingar sem höfðu hlakkað til allan veturinn að komast í sólina eftir langan og dimman vetur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: