Vinnuálag veldur streitu

Sálfræðingur segir fleiri skýringar geta verið á kvíða en snjalltæki. …
Sálfræðingur segir fleiri skýringar geta verið á kvíða en snjalltæki. Í þessu samhengi nefndir hann t.d. svefnleysi.

Löng vinnuvika margra framhaldsskólanema er uppskrift að streitu. Þetta segir Bóas Valdórsson, sálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hann fjallaði um kvíða frá sjónarhóli nemenda á ráðstefnu á Hólum í Hjaltadal um síðustu helgi.

Bóas segir að vinnuvika nemenda í MH sé á milli 40 og 50 klukkustundir á viku. Hann hefur þá í huga mætingu í kennslustundir, heimanám, launaða vinnu og skipulagðar æfingar vegna tónlistarnáms, íþróttaiðkana og fleira.

Um 50% nemenda í MH segjast ekki hafa verið útsofin síðustu þrjátíu daga. Bóas segir þetta gera ungmennin tilfinninganæmari en ella og hafa áhrif á hvernig þau takast á við mótlæti og dagleg verkefni. Hann telur vinnuviku nemenda of langa. „Þetta er uppskrift að streitu og er líklegt til að valda álagseinkennum sem gætu líkst kvíða en eiga frekar uppruna í álagi en að þau séu tilkomin vegna geðsjúkdóma,“ segir hann í umfjöllun um mál  þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert