Öllu flugi Icelandair síðdegis aflýst

Icelandair þurfti að aflýsa 14 flugferðum í gær en flug …
Icelandair þurfti að aflýsa 14 flugferðum í gær en flug var samkvæmt áætlun í morgun. Nú er hins vegar aftur tekið að hvessa er í Keflavík og spáð er stormi á Suður- og Vesturlandi síðdegis og fram á kvöld. Búið er að fresta 15 flugferðum. mbl.is/Eggert

Öllu flugi Icelandair til Evrópu og Bandaríkjanna síðdegis, alls fimmtán flugferðum, hefur verið aflýst vegna veðurs. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við mbl.is að haft verði samband við alla farþegar vélanna á næstu klukkutímum og unnið að því að finna lausnir.

Félagið þurfti að aflýsa fjórtán flugferðum í gær en flug var samkvæmt áætlun í morgun. Nú er hins vegar aftur tekið að hvessa í Keflavík og spáð er stormi á Suður- og Vesturlandi síðdegis og fram á kvöld.

„Við erum að taka ákvarðanir út frá spánni og reyna að koma í veg fyrir rask eins og við getum,. Við erum að bæta við flugi núna í hádeginu til Boston, Washington og New York,“ segir Ásdís, og er það gert til að koma til móts við þá farþegar sem áttu flug í gær sem  var aflýst.

Þá hefur komum til Keflavíkur verið seinkað, en vélar sem eiga að koma frá Evrópu síðdegis verður seinkað og áætlað er að þær leggi af stað frá Evrópu um áttaleytið í kvöld.

„Við erum að leggja okkur fram við að leysa úr þessu eins vel og við getum og eiga samskipti við farþega eftir bestu getu, við erum með allt okkar fólk í því,“ segir Ásdís.   

Innanlandsflug er enn þá samkvæmt áætlun, en flugi frá Reykjavík til Kulusuk í hádeginu hefur verið aflýst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert