Vatn flæðir yfir kafla Vatnsdalsvegar

Í Vatnsdal í Húnavatnssýslu flæðir nú yfir um 50-60 metra …
Í Vatnsdal í Húnavatnssýslu flæðir nú yfir um 50-60 metra langan kafla Vatnsdalsvegar sökum vatnavaxta. Ljósmynd/Höskuldur B. Erlingsson

Nokkrir vatnavextir eru í Vatnsdal í Húnavatnssýslu, þar sem flætt hefur yfir um 50-60 metra langan kafla Vatnsdalsvegar. „Vatn flæðir yfir allar engjar og tún í neðri hluta dalsins,“ segir Höskuldur B. Erlingsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Það er þó hægt að keyra veginn.

Hann segir vatnavextina líka vera byrjaða að sjatna en það sé spurning um veður næstu daga. Sól síðustu daga hafi gert illt verra, því þá bráðnar meiri ís, sem veldur flóðunum. Nú er skýjað. 

Samkvæmt veðurstofunni náðu vatnavextirnir hámarki í gærkvöldi og minnka nú. Svo vill til að yfir norðanverðu landinu er háskýjahula, þannig að sólin mun ekki skína mikið á þessum svæðum frameftir degi. Það hjálpi.

Höskuldur segir að afleiðingarnar af þessu eigi eftir að koma í ljós, en ekki sé víst að þær miklar. Menn séu ekki óvanir þessu í Vatnsdalnum. Þó líði alltaf þó nokkuð mörg ár á milli og flóðið núna verði að teljast ansi stórt.



Vatnavextir í Vatnsdal
Vatnavextir í Vatnsdal Ljósmynd/Höskuldur B. Erlingsson
Vatnavextir í Vatnsdal
Vatnavextir í Vatnsdal Ljósmynd/Höskuldur B. Erlingsson
Vatnavextir í Vatnsdal
Vatnavextir í Vatnsdal Ljósmynd/Höskuldur B. Erlingsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert